Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Qupperneq 50

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Qupperneq 50
Æfum við vitlaust? taki yfir stærra tímabil og sé ekki eins háð ytri aðstæðum og knattspyrnan. Erlendis hafa þolrannsóknir, og aðrar almennar heilsufarsrannsóknir á íþróttamönnum, verið mjög mikið gerðar og hafa sum íþróttafélög jafnvel skyldað sína menn til þess að taka reglulega þátt í þeim. Til dæmis höfðu allir leikmenn danska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem undirritaður tók þátt í að rannsaka á August Krogh Institute vorið 1986, tekið þátt í slík- um rannsóknum. Var það algerlega óháð því hvort menn komu frá Dan- mörku, Ítalíu, V-Þýskaiandi, Hollandi og Belgíu. Eina undantekningin var Jan Mölby sem kom frá Liverpool F.C., eins og Mölby sagðir sjálfur „í Liver- pool segja menn: við erum bestir, og hvers vegna þá að rannsaka?“. Á þenn- an hátt hafa menn aflað sér margvís- legra upplýsinga um líkamlegt ástand íþróttamanna og breytingar á því, upp- lýsingar sem komið hafa að góðum notum bæði í þjálfun og keppni. Rannsóknir sem þessar hafa svo til ekkert verið stundaðar hérlendis, og hafa margir FRÆÐIMENN LÝST UNDRUN Á KÆRULEYSI ÞJÁLFARA OG FORRÁÐAMANNA ÍSLENSKRA ÍÞRÓTTA VARÐANDI ÁSTAND SINNA MANNA. Að maður tali ekki um áhugaleysi leikmannanna sjálfra, en eftirlit sem þetta verður mikilvægara eftir því sem álag eykst. Má segja að þeir íþróttamenn sem standa í fremstu víglínu séu á mörkum þess sem líkam- anum er boðlegt. Er „blóðleysi" karla- landsliðs okkar í handknattleik vorið fyrir Ólympíuleikana í L.A. 1984 gott dæmi um þetta. Það er augljóst að slíkt ástand má ekki vara lengi, og verður að gera átak til þess að koma á auknu eftirliti með íslenskum íþróttamönnum. Það þýðir engin Liverpool hugsun: „Allt í lagi meðan vel gengur". AÐFERÐIROG FRAMKVÆMD: Vinna við þetta verkefni hófst í júlí 1984. Til þátttöku fengust TVEIR MEGIN HÓPAR íþróttamanna, þar sem þátttakendur voru, á aldrinum 18—30 ára, að undanskildum einum 35 ára. Hóparnir voru sem hér segir: I) HANDKNATTLEIKSMENN sem verið höfðu í FRÍI FRÁ ÞVÍ UM VOR- IÐ, en ætluðu sér að hefja æfingar seinni hluta sumars. Hér var um að ræða 15 KARLMENN. II) KNATT- SPYRNUMENN sem HÖFÐU STUND- AÐ MIKLAR ÆFINGAR frá því seinni hluta vetrar, en ætluðu að hvíla með haustinu. Hér voru það 13 karlar. Þessir HÓPAR KOMU í ÞOLMÆL- INGAR Á UM ÞAÐ BIL 30 DAGA FRESTI, sú fyrsta í júlí 1984, en sú síð- asta í janúar/febrúar 1985. Auk þessa þá var blóð tekið úr þátttakendunum á u.þ.b. 3ja mánaða fresti. HEMOGLOB- IN, HEMATOCHRIT, SÖKK, SERUM- KREATININ og ÞVAGSÝRA var greint á Rannsóknastofu Hjartaverndar, en BLÓÐFITUR á Landspítalanum. í við- bót við áðurnefnda hópa, þá kom einn hópur til rannsókna í febrúar 1985, eingöngu. Hér var um að ræða hóp 20 knattspyrnumanna, sem allir höfðu verið fríir frá skipulegum æfingum síð- an í sept.-okt. 1984. í HVERT SKIPTI sem íþróttamenn- irnir mættu til rannsókna, þá svöruðu þeir lista með spurningum sem mið- uðu að því að fá UPPLÝSINGAR UM MAGN OG FORM ÆFINGA sem stund- aðar höfðu verið frá síðustu mæling- um. MÆLINGARNAR fóru þannig fram, að menn voru VIGTAÐIR og ÞYKKT HÚÐFITU mæld á þremur stöðum á líkamanum. Síðan er HJARTSLÁTTUR OG BLÓÐÞRÝSTINGUR í HVÍLD at- hugaður, LUNGNARÚMMÁL MÆLT og einnig hversu hratt menn geta tæmt lungun (FVC OG FEV 1.0). Því næst er viðkomandi látinn stíga á þrekhjól og þol hans ákvarðað út frá UPPTÖKU SÚREFNIS VIÐ ÁLAG. Hver einstakl- ingur er látinn erfiða við 3 ÁLAGS- STIG, og felst álagið í því að yfirvinna viðnám á þrekhjóli. Álagsstigin eru þannig valin, að fyrsta stig er nærri 50% og annað stig nærri 75% af mesta áætlaða álagsþoli viðkomandi. Loka- stigi er svo náð með því að auka við- nám hjólsins enn frekar jafnframt því sem þolandinn er hvattur til þess að auka stighraðann sem mest, þar til hann er að niðurlotum kominn. SÚR- EFNISNEYSLA ER MÆLD með því að safna útöndunarlofti í lok hvers álags- stigs í svokallaða Douglaspoka. Magn þess er mælt með sérstökum loftmæli Þeir íþróttamenn sem standa í fremstu víglínu en (Spirometer) og remma súrefnis og koltvísýrings í útöndunarlofti er greind með Scholander aðferð. Meðan á áreynslu stendur er HRAÐI HJART- SLÁTTAR athugaður með síritun hjartarafrits og fylgst með því hvort HJARTARITSBREYTINGAR komi fram. Einnig er blóðþrýstingur athug- aður. HELSTU NIÐURSTÖÐUROG UMRÆÐUR BREYTIST ÞOLIÐ MEÐ auknu/- minnkandi æfingaÁLAGI, og ef svo er, HVERNIG breytist það, og AF HVERJU? Þetta voru þær spurningar sem ég setti mér í upphafi, og er umræðan hér á eftir tilraun til þess að svara þeim. Það hefur áður komið fram, að súr- efnisupptaka er notuð til þess að segja 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.