Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Page 57

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Page 57
VtEGNUSTU ANDÚÐ Á KR“ Rætt við Lindu Jónsdóttur körfuknattleiksstúlku úr KR. Texti: Halldóra Guðrún Sigurdórsdóttir Mynd: Grímur Bjarnason „Hún er óumdeilanlega besta körfuknattleikskona sem ísland hef- ur átt“ var mér sagt. „Hún spilar með KR, er KR-ingur í húð og hár.“ Mig langaði að vita eitthvað meira en þetta um hana Lindu. Hver er hún? Eg ákvað að komast að því. „Viðtal við mig? Ef þú hefur áhuga þá er mér alveg sama. Þú getur komið þegar þú vilt.“ Ég heimsótti hana í Mosfellssveitina einn eftirmiðdag í vetur. Við hverju ég hafi búist? Ég veit það ekki. Við hverju á maður að búast? Hvernig lítur körfuboltakona út? Hávaxin? Kraftaleg? Ærslafull? Ruddaleg? Hún kom mér á óvart. Ég var í raun dálítið hissa. Linda er fíngerð, frekar lágvaxin, grönn, með rólegt yfirbragð. Hún hefur mjög falleg augu. Augu sem maður man eftir. Skrýtið. Varstu skráð í KR áður en þú fædd- ist eins og flest allir KR-ingar? „Nei, ertu frá þér. Ég hef aldrei búið í Vesturbænum og ef mér hefði verið sagt fyrir fimmtán árum að ég ætti eftir að fara yfir í KR þá hefði ég hiegið. Ég hafði lengi vel hina megnustu andúð á KR og ástæðuna má væntanlega rekja til úrslitaleiks við KR sem við töpuð- um. Ég lék fyrstu árin mín körfubolta með Herði — íþróttafélagi Patreksfirð- inga. í eitt skipti af mörgum vann Hörður, þ.e.a.s. við kvennaliðið í körfu, Vestfjarðariðilinn og afraksturinn var keppnisferðalag til Reykjavíkur. Ég hef verið fjórtán — fimmtán ára þegar þetta var. Ferðalagið var geysileg upplifun og einmitt þarna fór ég í fyrsta skipti í flugvél. Nema hvað við kepptum fjóra leiki hérna í bænum og unnum, að mig minnir ÍR, Breiðablik og Fram. Úrslitaleikurinn var síðan við KR og afleiðingin var; tap, annað sætið og haturá KR!“ Fædd og uppalin? „ Ég fæddist í mars 1956 á Patreks- firði og bjó þar f ein sextán ár. Okkur leið mjög vel á Patró en ég held að íjölskylduna hafi annars vegar langað að breyta um umhverfi og hins vegar vorum við systkinin komin á fram- haldsskólaaldur og úr varð að við flutt- um í höfuðstaðinn 1972. Það var geysilega gott að alast upp í svona litlu plássi eins og Patreksfirði, var og er reyndar enn, en ég vildi að vísu ekki búa þar núna. Það vantar svo margt miðað við þær kröfur sem maður gerir í dag. Við fluttum síðan upp í Stóra- gerði. Ég og tvíburasystir mín Erna fórum í MH og tókum stúdentspróf þaðan um jól 75. Um haustið 76 fórum við Erna á Laugarvatn í íþróttakennaraskóla ís- lands en við urðum að bíða í hálft ár þar sem við tókum MH á þremur og hálfu ári. Við notuðum reyndar tímann á milli skóla til að vinna. Ákváðum að safna íyrir utanlandsferð. Við fórum til Noregs og vorum í eina fimm mánuði að vinna. Um leið og svarið kom frá Laugarvatni komum við heim. Nú eftir Iþróttakennaraskólann fór ég að kenna í Varmárskóla í Mosfellssveit og ég hef verið þar síðan.“ Nú eru ýmsar íþróttagreinar t.d. handbolti mun algengari meðal kvenna en körfuboltinn. Hvers vegna fórstu að spila körfubolta? „Það er auðvitað tilviljunum og ytri aðstæðum háð eins og allt annað í líf- inu. Lengi vel var engin íþróttagrein iðkuð annarri fremur á Pareksfirði en tveir menn, þeir Guðni Kolbeinsson kennari og Þórir Arinbjarnarson lækn- ir, komu til Patreksfjarðar og þar með var friðurinn úti. Þeir höfðu báðir spil- 57

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.