Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Side 63

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Side 63
Fréttabréf ÍSÍ skiladagur fyrir skýrslurnar er 15. apríl nk. og eru öll aðildarfélög á landinu hvött til að ganga frá skýrslunum hið fyrsta og koma þeim í hendur ÍSÍ og UMFÍ. Rétt er að fram komi að hert verður að mun eftirlit með innkomu skýrsl- anna og hvort reikningar og iðkenda- fjöldi sé réttur. Það er hagur félaganna sjálfra að vel sé frá gengið að viðlögðu keppnisbanni og um leið stöðvun fjár- magnsstreymis frá ÍSÍ. Við hvetjum formenn aðíldarfélaga og héraðssam- banda að taka á þessu máli í tíma. Afreksmannasjóður ÍSÍ Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að fram til Ólympíuleikanna 1988 verði í gildi samstarfssamningur milli afreks- mannasjóðs og íþróttamanna um styrk vegna æfinga og keppni sem stunda verður til að góður árangur náist. Greiðsluflokkar verða tveir a) 30.000-. pr. mánuð og b) 15.000-. pr. mánuð. Stjóm sjóðsins lagði til við fram- kvæmdastjórn ÍSÍ að eftirtaldir menn færu í a) flokk og samþykkti fram- kvæmdastjórnin þessa skiptingu milli flokka svo og þá einstaklinga sem um er að ræða: a) Eðvarð Þ. Eðvarðsson Einar Ólafsson Einar Vilhjálmsson Ragnheiður Ólafsdóttir Sigurður Einarsson og Vésteinn Hafsteinsson. Og í b) flokk voru eftirtaldir aðilar samþykktir: Bjarni Friðriksson Biyndis Ólafsdóttir Daníel Hilmarsson Eggert Bogason Helga Haraldsdóttir Hugrún Ólafsdóttir Magnús M. Ólafsson og Pétur Guðmundsson. Heilbrigðis- og Rannsóknarráð Heilbrigðis- og Rannsóknarráð hef- ur nú veitt 4 aðilum styrk til rannsókn- arstarfa. Heildarupphæð styrksins er 170.000 krónur. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk: 1. Guðmundur Björnsson læknir til „faraldsfræðilegrar rannsóknar á íþróttaslysum á íslandi", kr. 50.000-. 2. Svanhvít J. Sigurðardóttir til „iso- kinetiskrar rannsóknar á vöðvaþoli í hömlungum og fjórhöfða Iærs“, kr. 30.000-. 3. Jón Júlíusson íþróttakennari til rannsóknar er hann nefnir: „íþrótta- kennarar á íslandi, hverjir eru þeir, hvað gera þeir og hvers vegna ?“, kr. 60.000-. 4. Þá voru Júdósambandi íslands boðnar kr. 30.000-. til rannsóknar á blóðþrýstingi, keppnisspennu og lífeðl- isfræði. En styrkurinn var boðinn án þess að taka tillit til vinnulauna en um mjög athyglisverða rannsókn er að ræða. Þegar niðurstöður liggja fyrir mun ráðið kynna niðurstöður fyrir sam- bandsaðilum. Meiriháttar íþróttasokkar Kalmannsvöllum 3, Akranesi, s-93-2930 63

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.