Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 12

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 12
Kjartani er margt til lista lagt enda ákaflega fjölhæfur íþróttamaður — en hann hnýtir varla flugur í þessum hönskum! „Ég er sannfærður um að það er mikil framtíð í einkaþjált'un en mark- aðurinn er samt ekki mjög stór. Það eru ekki allir tilbúnir að leggja svona mikið á sig til að byggja upp líkam- ann og komast í gott form og svo kostar þetta auðvitað sitt. Hættan er líka sú að menn, sem hafa ekki nógu mikla þekkingu, fari út í þetta. Helst þyrfti að setja ákveðinn staðal þannig að hver sem er geti ekki tekið menn í einkaþjálfun. Menn verða að vita hvað þeir eru að gera því annars næst enginn árangur og í versta falli getur illa farið." SAMBLAND AF ÍÞRÓTT OG LIST Fyrr á þessu ári varð Kjartan Is- landsmeistari í vaxtarrækt en jafn- hliða stundar hann kraftlyftingar. „Maður þarf að sameina kraftlyfting- ar og vaxtarrækt til að líta vel út og vera sterkur, eins og Jón Páll heitinn gerði," segir hann. í augum Kjartans er vaxtarræktin sambland af íþrótt og list. „Fyrir mér eru kraftlyftingar heljar mikil íþrótt en ég held að menn skynji það ekki fyrr en þeir prófa að stunda þær. Til að ná árangri í kraft- lyftingum er ekki nóg að vera sterkur heldur þarftu líka að vera klár í koll- inum. Uppbyggingin skiptir svo miklu máli og þú verður að kunna á líkamann og vita nákvæmlega hvað þú ert að gera. Undirbúningur fyrir vaxtarræktar- keppni er heldur ekkert annað en íþrótt en þegar komið er út í keppn- ina sjálfa má líta á vaxtarræktina sem listgrein. Það kostar mikla vinnu að ná valdi yfir líkamanum og öllum hreyfingum. Stöðurnar, eða pósurn- ar, má kalla hreyfilist. Það er miklu skemmtilegra að sjá vaxtarræktar- mann sem getur sýnt góðar stöður." HEIMIR KARLSSON: „MIKLU VILJUGRI TIL ALLRA HLUTA" Heimir Karlsson íþróttafréttamað- ur var farinn að hlaða á sig aukakíló- allra hluta eftir að hann byrjaði að æfa skipulega að nýju. Hann ætlar t.d. að kvænast í október!! um eftir að hann hætti í keppnis- íþróttum. Hannákvað að takasigtaki og leitaði til Kjartans. Heimir mætir í Gym '80 klukkan hálfníu 4-5 morgna í viku og spilar auk þess fótbolta og körfubolta tvisv- ar í viku. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Ég hef misst 7 kíló á einum mánuði af kannski 14-18 sem ég þarf að missa til að ná minni kjör- þyngd. Og þar sem ég hef bætt á mig vöðvum hef ég losnað við meira en 7 kíló af fitu. Ég var 106 kíló þegar ég byrjaði hjá Kjartani 10. maí og reikna með að vera kominn niður í 90 kíló um miðjan júlí sem er mín kjörþyngd samkvæmt fitumælingu. Kjartan er ákveðinn og vill að við náum árangri enda væri það ekki gott til afspurnar ef við stæðum okkur illa. En hann er sanngjarn og hefur vit á því sem hann er að segja." Heimir er spurður að því hvers vegna hann hafi valið það að fá sér einkaþjálfara í stað þess að puða einn með sjálfum sér í einhverri líkams- ræktarstöðinni. „Ég er vanur því úr íþróttunum að hafa þjálfara og mér finnst gott að hafa einhvern til að reka á eftir mér og það gerir Kjartan svo sannarlega. Ef ég hefði farið að æfa einn í ein- hverri líkamsræktarstöð veitég að ég hefði ekki lagt jafn mikið á mig. Kjartan heldur líka utan um matar- æðið. Ef ég stend mig ekki hvað það varðar fer hann í fýlu sem bitnar á mér. Aðalmálið er að forðast alla fitu en að öðru leyti má ég borða allt. Ég hef alltaf getað étið það sem að kjafti kemur og mér finnst þetta því ekkert mál." Heimir segist finna mikinn mun á sér eftir mánuðinn. „Ég er miklu vilj- ugri til allra hluta. Éger að vísu dálítið þreyttur því að æfingarnar eru erfiðar en ég næ mér smátt og smátt upp úr því." GARÐAR SIGURGEIRSSON: „ALLUR MIKLU LÉTT- ARI OG JÁKVÆÐARI" Garðar í Herragarðinum byrjaði að æfa undir leiðsögn Kjartans íbyrj- un maí. Hálfum öðrum mánuði seinna voru fokin 9 kíló. „Þetta er að 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.