Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 13
koma," segir Garðar. „Markmiðið
hjá mér að losna við öll aukakílóin,
koma mér í gott form og fá hraust-
legra útlit."
Astæðuna fyrir því að hann fór að
æfa hjá Kjartani segir Garðar vera þá
að hann vildi fá stuðningtil að byggja
sig upp aftur en hann var afreksmað-
ur í fimleikum hér á árum áður. „í
svona einkaþjálfun fær maður meira
aðhald og þjálfunin verður öll
markvissari. Mér finnst gott að hafa
einhvern til að hvetja mig áfram. Eg
æfði lyftingar í mörgáren sé þaðfyrst
núna að ég gerði margar æfingar
rangt og öndunin var sömuleiðis
röng. Það hafði engin bent mér á
þetta."
Garðar segist borða meira núna en
hann er vanur. „En munurinn er sá að
óholl fæða kemur ekki lengur inn
fyrir mínar varir. Kók, smjör, sósur og
annað feitmeti snerti ég ekki. Kjartan
hefur líka strangt eftirlit með því."
Garðar mælir eindregið með
einkaþjálfuninni hjá Kjartani. „Ef
menn ætla í algjöra klössun og vilja
vera vissir um að ná góðum árangri
þá er þetta leiðin. Það er miklu meira
„í svona einkaþjálf-
un fær maður
meira aðhald og
þjálfunin verður öll
markvissari," segir
Garðar Siggeirsson
sem hefur lést um 9
k8-
púl hjá Kjartani en ég hef kynnst
áður. Hann er mjög harður og ákveð-
inn en hann veit líka upp á hár hvað
hann má bjóða mér mikið. Arangur-
inn hefur heldur ekki látið á sér
standa. Eg finn fyrir því hvað þrekið
hefur aukist rosalega mikið og ég er
líka allur miklu léttari og jákvæðari."
13