Íþróttablaðið - 01.06.1993, Side 16
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
„ÞAÐ HLÝTUR AÐ HAFA VERIÐ
SPRENGHLÆGILEGT AÐ SJÁ MIG
VAGGA SVONA FRAM OG AFTUR"
tillittil mín, enda væri
það fáránlegt. Ef svo
væri myndu öll lið
landsins tefla fram óf-
rískum leikmönnum
og varnirnar opn-
ast.... Við megum
heldur ekki gleyma
því að grófasti og
grimmasti leikmaður
deildarinnar er með
mér í liði (Auður mín,
ekki verða vond),
þannig að ég var
aldrei í raunverulegri
hættu!!!"
— Hvað sagði
læknirinn þinn um að
þú héldir áfram að
æfa og spila?
„Hann sagði að
það væri alveg óhætt
fyrir mig að halda
áfram eins lengi og
heilsan leyfði — og
það gerði ég. í dag er
allt að breytast hvað
varðar meðgöngu.
Konur eru í líkams-
rækt fram á síðasta
mánuð eða þar til
líkaminn segir stopp
og það gerir hann ef
maðurferyfirstrikið."
— Hvernig tók
Bjössi þessu?
„Það fyrsta, sem hann bað mig um,
var að segja Auði frá því að ég ætti
von á barni svo að ég myndi ekki
lenda í hennar margfrægu rennitækl-
ingum. Hann var alveg sáttur við
ákvörðun mína um að halda áfram
en ekki get ég neitað því að hann var
orðinn ansi fölur þegar íslandsmótið
stóð sem hæst."
— Hvað verður erfiðast við að
byrja aftur?
„Að hafa ekki Vöndu til að reka
mig áfram eins og fyrir 7 árum þegar
ég eignaðist Stefán Kára."
— Á hvað stefnir þú í boltanum?
„Að verða betri knattspyrnukona
en ég var. Á maður ekki alltaf að
reyna að bæta sig? Ég vil í þessu sam-
bandi sérstaklega benda á Ástu B.
Gunnlaugsdóttur Breiðabliki sem
verður betri og betri með hverju ár-
inu sem líður."
— Er eitthvað til í því, sem sumir
halda fram, að konur verði betri eftir
að hafa eignast barn?
„Mér finnst mikið til í því. Mitt
besta sumar var 1987, árið eftir að ég
eignaðist Stefán Kára."
— Af hverju betri?
„Stærsti hlutinn er sá að það er svo
gaman að koma aftur. Auk þess spila
inn þættireinsog þroski ogyfirvegun
sem fylgja því að eignast barn. Ekki
má heldur gleyma því að tíminn er
dýrmætur. Því eru hlutirnir gerðir af
fullum krafti en ekki með hangandi
hendi því annars væri alveg eins gott
að vera heima og sinna barninu."
— Nú fórst þú á æfingu sumarið
'86, aðeins 10 dögum eftir fæðingu.
Hvernig gekk það?
„Ég varð fyrir smá áfalli þegar ég
uppgötvaði að ég var seinust í sprett-
unum en úr því rættist fljótt."
— Hvernig brást líkaminn við?
Það hefur t.d. verið sagt að konur
missi mjólkina ef þær fara af stað of
snemma. Kom það fyrir þig?
„Nei, allsekki. Ég hefði getað verið
með þrjú börn á brjósti ef þess hefði
þurft. Ég tel að fordómar gagnvart
brjóstagjöf og íþrótta-
iðkun séu bölvuð
þvæla! Það er mitt álit
að það geri konunni
gott að hreyfa sig því
þá líður henni betur
— bæði andlega og
líkamlega. Þetta er þó
að sjálfsögðu pers-
ónubundið og konur
geta lent í því að geta
ekki byrjað strax að
æfa út af hinum ýmsu
ástæðum. Aðalatriðið
er að fara eftir því sem
líkaminn leyfir."
— Að lokum:
Hvað ráðleggur þú
ungum íþróttakonum
í dag í sambandi við
barneignir og íþrótta-
iðkun?
„Það, að eignast
barn, er ekki endir á
íþróttaferlinum. Þú
tekur þér aðeins smá
hvíld (nýtur þess að
horfa á hvað hinareru
lélegar !) og kemur
svo aftur enn betri og
þroskaðri. Auk þess
átt þú lítið og yndis-
legt barn sem er auð-
vitað mesta krafta-
verkið af öllu !!!"
KRISTÍN ANNA
ARNÞÓRSDÓTTIR
Kristín Anna Arnþórsdóttir er 27
ára Reykvíkingur. Hún er búsett í
Kópavogi ásamt eiginmanni sínum,
Árna Esra Einarssyni, og syni þeirra,
Esra Þór, sem fæddist í janúar 1991.
Kristín hefur um árabil verið ein
fremsta íþróttakona landsins. Hún er
jafnvíg á knattspyrnu og handknatt-
leik. Hefur verið í landsliði íslands í
báðum greinum og leikið fjöldann
allan af landsleikjum. Með félagslið-
um sínum, Val í knattspyrnu og ÍR og
Val í handknattleik, hefur hún átta
sinnum orðið bikarmeistari og þrisv-
ar íslandsmeistari.
Kristín var valin Knattspyrnukona
ársins 1986 og varð hún fyrst ís-
lenskra knattspyrnukvenna til að
hljóta þann titil. Kristín er íþrótta-
kennari að mennt. Hún útskrifaðist
frá íþróttakennaraskólanum á Laug-
16