Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 36

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 36
 með. Aftur á móti eru alltaf einstaka leikmenn sem fara í leiki með því hugarfari að meiða andstæðinga sína. í því sambandi má t.d. benda á menn eins og Vinny Jones, leikmann Wimbledon, en hann er einn þeirra sem finnst það beinlínis karlmann- legt og flott að meiða andstæðinga sfna, enda einsetur hann sér það fyrir leiki." — Nú kemurðu heim frá Englandi hálf meiddur. Varstu óánægður með sjálfan þig? „Nei, ég held ekki. Ég var búinn að ákveða að hvíla mig aðeins á fótbolt- anum en tók þó fljótlega ákvörðun um að leika með ÍA sfðastliðið sum- ar. Ég meiddist fljótlega á ökkla, spil- aði hálf-meiddur allt sumarið og mér fannst ég aldrei ná að sína mitt rétta andlit." — Varstu ósáttur við að vera ekki í landsliðshópnum í leiknum gegn Rússum? „Nei, ég get ekki sagt það. Það er landsliðsþjálfarans að velja liðið hverju sinni og ég hefekkert um það að segja. Mitt markmið núna er að standa mig eins vel og ég get með IA Sigurður Jónsson í Arsenal búning- num á sínum yngri árum — alls óviss um draumurinn ætti eftir að rætast. og reyna að bæta upp vonbrigði mín frá því í fyrra. Ég var búinn að vera slæmur í háls- inum síðasta vetur og lét loksins verða af því að láta taka úr mér háls- kirtlana en þeir hafa verið sýktir í þó nokkurn tíma. Ég held að það sé besta viðgerð sem ég hef fengið um ævina. Vegna þessa spilaði ég lítið síðastliðið vor. Éghefði verið tilbúinn til að spila bæði gegn Lúxemborgur- um og Rússum en það má kannski segja að landsliðsþjálfarinn hefði séð það lítið til mín um vorið að það hafi verið vel réttlætanlegt að velja mig ekki." — Hver eru eftirminnilegustu árin þín með landsliðinu hingað til? „Ætli það sé ekki sá tími þegar ég var í hve bestu formi og var orðinn fastamaður í liði Sheffield Wednes- day. Á þeim tíma lékum við marga góða landsleiki og ég fann mig mjög vel. Jafnteflisleikurinn gegn Rússum í Moskvu, 1-1, vartil dæmis mjög eftir- minnilegur." — Nú hefur nokkuð verið deilt á það hvernig þeim Atla Eðvaldssyni og Sævari Jónssyni var kippt út úr landsliðinu. Telurðu að rétt hafi verið staðið að málum með þá? „Það er Ijóst að nýjum herrum fylgja nýir siðir og það er í sjálfu sér ekkert hægt að deila á landsliðsþjálf- arann þótt hann telji sig ekki lengur hafa not fyrir krafta Atla og Sævars í landsliðinu. Aftur á móti mádeila um það hvort rétt hafi verið staðið að málum með því að láta þá bara heyra ankans „STJÖRNUBÓKIN HITTIR BEINT í MARK!“ Eyjólfur Sverrisson, knattspymumaður Með spariáskrift að Stjörnubók er unnt að losa alla innstœðuna á sama tíma. Verðtrygging og háir raunvextir. Vextir bókfærðir tvisvar á ári. Lausir til útborgunar eftir það. Hver innborgun bundin í 30 mánuði.* Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til alltað lOára. * Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til úttektar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi. BÚNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.