Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 37

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 37
þetta í fjölmiðlum. Þessir menn hafa spilað fjölda landsleikja og ávallt lagt sig alla fram og það hefði því verið eðlileg leið að sýna þeim þá virðingu að tilkynna þeim um þessa ákvörðun áður en þeir heyrðu þetta í fjölmiðl- um." — Telurðu að velja eigi leikmenn eftir aldri eða eftir getu þeirra hverju sinni? „Mér finnst að aldur leikmanna eigi ekki .að hafa neitt að segja um það hvort þeir eru valdir í landslið eða ekki. Mér finnst eðlilegt að leik- menn fái tækifæri til að komast í landsliðshópinn standi þeir sig fram- úrskarandi vel. Það hefði t.d. verið eðlilegt að taka Arnar Gunnlaugsson inn í hópinn í fyrra. Þá var hann að leika hér heima og stóð sig frábær- lega vel. Það er síðan ekki fyrr en hann kemurtil Feyenoord að hann er valinn í liðið en þar hefur hann ekki náð að festa sig í aðalliðinu og hefur verið að leika mikið með varaliðinu sem er vafalítið slakara heldur en aðallið okkar Skagamanna. Ég tel eðlilegt að litið sé til þess hvernig menn eru að leika hverju sinni, hvort leikreynda menn þurfi í viðkomandi landsleiki og hvort leika eigi sóknar- eða varnarbolta í leikj- unum. En aldur er eitthvað sem að mínu mati á ekki að skipta máli og mér fannst t.d. eðlilegt að Sveinbjörn Hákonarson skyldi vera valinn í landsliðið ífyrra þótt hann sé kominn vel á fertugsaldurinn. Hann hafði einfaldlega verið að spila vel og átti skilið að vera valinn." — Eru einhverjir leikmenn, sem hafa verið að leika landsleiki, sem hefðu í rauninni ekki átt að spila með landsliðinu? „Án þess að ég fari að nefna nokk- ur nöfn tel ég að menn hafi stundum komist í landslið án þess að vera að leika sérstaklega vel. Ég get þó tekið dæmi með sjálfan mig. Siegfried Held valdi mig í landsliðið þegar hann var að byrja sem landsliðsþjálf- ari en ég held að á þeim tíma hafi ekki verið réttlætanlegt — allavega hefði égekki valið mig hefði ég verið landsliðsþjálfari. Á þeim tímapunkti var ég nýstiginn upp úr meiðslum, var í lítilli leikæfingu og Held valdi mig í bakvarðarstöðu sem ég hafði aldrei leikið áður. Kannski má að vissu leyti kenna hf^íSkauaúrmur. Símsvari Reykjavík — sími 91-16420 Afgreiðslan Reykjavík — sími 91 -16050 Afgreiðslan Akranesi — sími 93-12275 Skrifstofa Akranesi — sími 93-11095 ÁÆTLUN AKRABORGAR Frá Akranesi Frá Reykjavík Kl. 8,oo* Kl. 9,30* — 11,00 — 12,30 — 14,oo — 15,30 — 17,00 — 18,30 Kvöldferðir 20,oo 21,30 Á sunnudögum I apríl, maf og september. Á föstudögum og sunnudögum í júnf, júlí og ágúst. * Þessar ferðir falla niður á sunnudögum mánuðina október, nóvember, desember, janúar, fébrúar og mars.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.