Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Side 43

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Side 43
Texti: Lúðvík Örn Steinarsson Myndir: Kristján Einarsson. Það er mál manna að kvenna- knattspyrna hafi verið í sókn hér á landi. Eftir nokkur ládeyðuár er farið að leggja meiri rækt við kvenna- knattspyrnuna í yngri flokkum félag- anna og einnig hefur KSÍ tekið þann pól í hæðina að gera alvöru úr ís- lenska kvennalandsliðinu en það var látið svo til afskiptalaust um hríð. Nýverið var Logi Ólafsson ráðinn til starfa sem landsl iðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Logi er ekki alls ókunnugur kvenna- knattspyrnunni því hann þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá Val um þriggja ára skeið, áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks karla hjá Víkingum þar sem hann skilaði góð- um árangri og gerði liðið að íslands- meisturum. En merkir Logi miklar breytingar á kvennaknattspyrnunni síðan hann var síðast við hana riðinn, árið 1989? „Já, vissulega geri ég það. Þettaeru bæði jákvæðar og neikvæðar breyt- ingar, að mínu mati. Það eru fjöl- margar ungar og efnilegar stelpur að koma upp í fótboltanum og einnig eigum við marga reynda leikmenn sem voru að spila þegar ég þjálfaði kvennalið síðast og eru enn að. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari. Þarna inn á milli vantar nokkra árganga, ef svo má að orði komast, og það er töluverður aldursmunur á þeim elstu og yngstu. Sem dæmi má nefna að í landsliðinu hjá mér hefði elsti leikmaðurinn næstum því getað verið mamma yngsta leikmannsins W/|4 mk , u jms'. JTA p lwv ojl i A-landsliðið í knattspyrnu sem hóf síðasta landsleik — gegn Svíum í júní. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari kvenna, spáir í spil kvennaknattspyrnunnar. NOKKRA ÁR- GANGA VANTAR hefði hún byrjað snemma á barn- eignum. Ástæður þessa bils eru eflaust margþættar. Meðal annars má benda á að áhugi félagsliðanna og knatt- spyrnuhreyfingarinnar varekki mikill á þeim tímapunktum sem þessar stelpur voru að mótast sem íþrótta- manneskjur. Eg held þó að menn hafi áttað sig á þessu og geri nú stelpun- um jafn hátt undir höfði." — Hvernig lýst þér á sumarið í kvennaboltanum? „Mér lýst ágætlega á það. Það er greinilegt að liðin hafa undirbúið sig vel undir mótiðog koma ígóðu formi til leiks. Ég held að þetta komi til með að verða spennandi íslandsmót þar sem mörg lið eiga eftir að bítast um meistaratitilinn. Það er Ijóst að KR og Breiðablik koma til með að vera mjög ofarlega enda hafa flestar stelpurnar, sem leika með þessum liðum, komið ná- lægt landsliðum í einni eða annarri mynd. ÍA, Valur og Stjarnan verða ekki langtáeftirþessum liðum.Síðan er Ijóst að lið Þróttar Neskaupstað og ÍBA verða erfið heim að sækja og þau eiga vafalítið eftir að bíta vel frá sér. Það er því Ijóst að baráttan kemur til með að verða mikil og liðin eiga eftir að reita stig hvert af öðru." — En hvað segir Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari kvenna, um einstök lið 1. deildar kvenna, styrk þeirra og veikleika? Breiðablik „Blikastelpurnar eru íslandsmeist- ararsíðustu þriggjaára. Þjálfaraskipti hafa átt sér stað hjá Blikunum — Steinn Helgason tók við af Guðjóni Reynissyni sem hefur þjálfað liðið undanfarin ár. Tvær af efnilegustu stelpunum úr Val eru nú komnaryfir í Breiðablik, þær Hjördís Símonar- dóttir og Helga Ósk Hannesdóttir og einnig er nú í herbúðum Breiðabliks einn sterkasti markvörður landsins, Steindóra Steinsdóttir. Blikarnir hafa 43

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.