Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 53

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 53
í POKAHORNINU Sævar Jónsson Val: „Helsti kostur hans er hversu fljót- ur hann er. Einnig er hann farinn að skora meiraen hann gerði enda verð- ur hann að gera það til að sanna sig. Þórður er jákvæður leikmaður og mér virðist hann hafa metnað til að gera sífellt betur. Annars á hann eftir að mótast mikið sem knattspyrnu- maður og það hefði eiginlega verið auðveldara að meta hæfni hans að tveimurtil þremurárum liðnum. Hann mætti búa yfir meiri tækni enda þurfa framherjar að vera tekn- ískir, ekki síst þegar þeir eru ekki hærri í loftinu en Þórður er. En hann hefur sterkan vilja, er duglegur og hefur rétta skapið og fer langt á því. Hann er kannski líkur pabba sínum að því leyti. Stundum finnst mér hann þó skorta ákveðin klókindi. Hann mætti vera meiri refur í sér. Sá eigin- leiki er nauðsynlegur öllum fram- herjum. Það eru ekki til stælar í honum. Hann er mjög sanngjarn leikmaður og því er gott að spila á móti honum. Hann er örugglega að leika undir meiri pressu en aðrir leikmenn Skagaliðsins vegna þess að faðir hans er þjálfari liðsins. Það þarf aldrei mik- ið til þess að sögur um ættartengsl og klíkuskap fari á kreik og því þarf hann að sýna meira en aðrir." Ólafur Kristjánsson FH. „Þórðurer mikill vinnuhesturoger alltaf að. Hann er nartandi í hæla manns allan leikinn og það er fátt sem fer meira í taugarnar á varnar- manni en slíkur sóknarmaður. Hann er vel vakandi og fljótur að refsa manni ef maður gerir mistök. Hans sterkasta hlið sem knattspyrnumaður er tvímælalaust hversu fljótur hann er að hlaupa ogeinnig hversu sterkurog áræðinn hann er. Það er í raun mjög erfitt að eiga við hann. Þó mætti tæknin hjá honum vera betri og það er ekkert sérstaklega erfitt að vinna hann í skallaeinvígum. Hann er meira áberandi í ár en í fyrra því hlutskipti hans í liðinu breyttist eðlilega eftir að tvíburarnir fóru. Núna á hann að klára sóknirnar og mér sýnist hann ætla að valda því Hvernig andstæðingur er Þórður Guðjónsson, framherji ÍA? hlutverki. Ég hugsa að faðir hans geri miklar kröfur til þess að hann standi sig og hann hefur metnað til að rísa undir því. Ég man ekki eftir þvíað Þórður hafi verið með neinn óheiðarleika í leik sínum. Auðvitað lætur hann sig stundum detta til að fiska víti eða aukaspyrnuren erallsekkertverri en aðrir framherjar í þeim efnum. Þetta er bara hluti leiksins." Kristján Jónsson, Fram „Ef Þórður fær tækifæri til að klára sóknirnar þá gerir hann það undan- tekningalítið. Það má ekki gleyma honum eitt andartak. Hann er ein- hverallra fljótasti framherjinn ídeild- inni og þar af leiðandi stór hættuleg- ur. Knattmeðferð hans mætti vera betri en hann bætir það oftast upp með hraðanum og miklum sprengi- krafti. Það er einnig erfitt að koma Þórði úr jafnvægi — hann er yfir- vegaður leikmaður. Það er gaman að sjá hversu mikl- um framförum Þórður og reyndar aðrir leikmenn 21. árs landsliðsins hafa tekið á aðeins einu ári. Þetta eru varla sömu leikmenn og í fyrra þann- ig að þeir geta væntanlega allir gert góða hluti ísumar — ekki síst Þórður. Ég held hann sitji við sama borðog aðrir leikmenn Skagaliðsins þótt pabbi hans þjálfi liðið. Ef eitthvað er þá þarf hann að hafa meira fyrir hlut- unum en aðrir leikmenn liðsins." 53

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.