Íþróttablaðið - 01.06.1993, Page 58
Friðrik Ólafsson og Guðmundur
Sigurjónsson afsöluðu sér laununum
eftir að þeir hættu að mestu að tefla
opinberlega þannig að nú eru fimm
af stórmeisturunum sjö á launaskrá
hjá ríkinu. Helgi Ólafsson og Jóhann
Hjartarson hafa fengið laun frá 1985,
Jón L. Arnason og Margeir Pétursson
frá 1986 og nú um mánaðamótin
júní-júlí bættist Hannes Hlífar Ste-
fánsson í hópinn eftir að hafa verið
útnefndur stórmeistari af FIDE.
ENGIN KONAÁ
LAUNUM
Það ákvæði er í lögunum að ef
kona er ekki hópi stórmeistara skuli
veita laun hverju sinni a.m.k. einni
konu sem hafi náð afburðaárangri í
skák liggi umsókn um það fyrir. Þetta
ákvæði var sett inn eftir ábendingu
Jafnréttisráðs og var talið geta verkað
hvetjandi fyrir íslenskar skákkonur.
Ekki voru þó allir þingmenn hrifnir af
því. Halldór Blöndal, sem er mikill
áhugamaður um skák, ákvað að sitja
hjá við afgreiðslu laganna vegna
þessa ákvæðis. í umræðum á Alþingi
sagði hann: „Eg sé engin efnisleg rök
fyrir því að það sé áskilið að kona,
sem ekki nái tilteknum árangri, njóti
styrks úr sjóðnum og finnst kynskipt-
ingaf þessu tagi út í hött.... I öðru lagi
get ég ekki skilið að nokkur kona
muni geta hugsað sér að þiggja laun
úr sjóðnum á öðrum forsendum en
jafningjar hennar sem eru karlkyns.
... Egskil ekki efnislegu rökin fyrir því
að taka upp kynskiptingu af þessu
tagi, finnst þessi framkoma í garð
kvenna móðgandi og get ekki fellt
mig við lögin eins og þau eru. Setning
af þessu tagi á ekkert skylt við jafn-
rétti, á ekkert skylt við kvenréttindi,
almennt talað. Það er einungis verið
að gera lítið úr konum með því að
setja inn ákvæði af þessu tagi." Hvort
sem menn eru sammála Halldóri eða
ekki stendur eftir sú staðreynd að
engin íslensk skákkona hefur enn sótt
um laun frá ríkinu.
AFREKSMANNASJÓÐUR
ÍSLENSKRA
ÍÞRÓTTAMANNA
I umræðum á Alþingi um launa-
sjóð stórmeistaranna lagði Hreggvið-
ur Jónsson þá spurningu fyrir
menntamálaráðherra hvort ekki
Jón L. Árnason (tv) segir að stórmeistarar stæðu varla í því að tefla fengju þeir
ekki laun frá ríkinu.
mætti vænta þess að lagt yrði fram
frumvarp til laga um launasjóð
íþróttamanna.
SvavarGestsson svaraði Hreggviði
því til að ekkert hefði verið unnið að
því að stofna slíkan sjóð. „Það kann
að vera álitamál af hverju það stafar
að það hefur ekki verið gert," sagði
Svavar. „Ég hygg þó að það stafi fyrst
og fremst af því að menn vilja gjarnan
að þessi mál séu á ábyrgð íþrótta-
hreyfingarinnar sem slíkrar sem allra
mest frekar en það sé verið að gera
íþróttamenn í mjög verulegum mæli
að opinberum starfsmönnum eins og
við erum raunar að gera í sambandi
við stórmeistarana og má segja að
það orki tvímælis í sjálfu sér."
Ingi Björn Albertsson og Hreggvið-
ur Jónsson sættu sig greinilega ekki
við þetta svar. Þeir brugðust skjótt við
eftir að lögin um launasjóð stórmeist-
ara voru samþykkt ogfluttu frumvarp
til laga um afreksmannasjóð ís-
lenskra íþróttamanna daginn eftir.
Tilgangur afreksmannasjóðsins,
samkvæmt frumvarpinu, skyldi vera
„að skapa efnilegum íþróttamönnum
fjárhagslegan grundvöll til að helga
sig íþrótt sinni." Stofnfé sjóðsins
skyldi samsvara árslaunum fjörutíu
háskólakennara og árleg framlög til
hans nema sömu upphæð. Rétt til
greiðslu úr sjóðnum skyldu hafa þeir
íþróttamenn „sem að mati stjórnar
sjóðsins hafa sýntótvíræða hæfileika
í íþróttagrein sinni og eru því líklegir
til afreka á því sviði." Gert var ráð
fyrir í frumvarpinu að sérsamböndin
innan ISI tilnefndu íþróttamenn ár-
lega.
í greinargerð með frumvarpinu
segja flutningsmenn þess m.a. að
geta íslenskra keppnismanna hafi
aukist ár frá ári og árangur þeirra vak-
ið athygli vfða um heim. Það hafi þó
háð markvissri uppbyggingu og lang-
tímaþjálfun afreksmanna okkar að
þeir hafi ekki getað gefið sig óskipta
að æfingum, t.d. fyrir Ólympíuleika
og heimsmeistarakeppni, vegna bar-
áttu fyrir daglegu brauði. Orðrétt seg-
ir í greinargerðinni: „Ef við berum
okkur saman við aðrar Norðurlanda-
þjóðir geta alþingismenn ekki litið
kinnroðalaustframan íæskufólksem
leggur sig í líma við að hefja nafn
íslands til vegs á erlendum vettvangi.
Nú er og komið fordæmi fyrir því að
afreksmenn njóti náðar Alþingis en
með framlagningu stjórnarfrumvarps
um launasjóð stórmeistara í skák er
brautin rudd og ber að fagna því.
Frumvarp þetta er af sömu rótum
runnið en sniðið að þörfum íþrótta-
hreyfingarinnar."
Þar sem Ijóst var að málið fengi
ekki afgreiðslu fyrir þingslit boðuðu
tvímenningarnir að málið yrði flutt
að nýju um haustið. Það gerðu þeir
en málið fékk sama og enga umfjöll-
un á þingi og var svæft í menntamála-
nefnd.
Flutningsmönnum var tíðrætt um
gildi íþrótta og afreksmennirnir yrðu
til þess að auka áhuga æskulýðsins á
að stunda þær. Þeir sögðu að ekki
dygði að halda frómar ræður þess
58