Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 8

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 8
-6- kartaflna. Segja má, að Island liggi á norðurmörkuTn kartöfluræktarsvæðisins. Kartöflujurtin þolir illa frost og takmarkast vaxtartíminn af vorfrostum og fyrstu næturfrostum haustsins. Af þessum sökum má segja, að kartöfluræktun sé mjög áhættusöm á nyrðra helming landsins, þó með vissum undantekningum, en öruggari á syðri hluta landsins. Þegar litið er á uppskerutölur einstakra ára, koma fram miklar sveiflur. Nokkur ár hefur uppskeran orðið það mikil, að lítið sem ekkert hefur þurft að flytja inn næsta árið, og má þar til nefna árin 1936, 1939, 1941, 1942, 1953, 1954, 1960, 1961, 1971 og 1974. Önnur ár hefur þurft að flytja inn allt að 50-60% af heildarneyslu landsmanna. Útflutningur hefur aðeins einu sinni átt sér stað, en það var vorið 1962 að flutt voru 300 tonn af Bintje til Bretlands. Stórrasktun fylgja ýmis vandamál, sem þeir er stunda kartöfluræktun í smáum stíl, verða síður varir við. Við ræktun ár eftir ár í sama landi, vill magnast upp smit ýmissa sjúkdóma, vélvæðingin leiðir til sköddunar, sem eykur tíðni ýmissa geymslusjukdóma, geymsluaðstæður verða að vera góðar, nákvæmni í notkun illgresiseyðis og áburðar verður mjög mikilvæg. En alvarlegasta vandamálið er sú áhætta, sem felst í sjálfri náttúrunni, þar sem stór hluti væntanlegrar uppskeru getur horfið á einum sólarhring. Ekki má heldur gleyma þeim vanda- málum, sem felast í sölu og verðlagningu og sem geta skipt sköpum. Metuppskera leiðir ekki nauðsynlega til methagnaðar. Metuppskera hefur geymsluvandamál og mikið vinnuálag í för með sér, og ef kartöflubændur hafa fengið metuppskeru, þá hafa smáræktendur einnig fengið góða uppskeru, svo eftirspurnin á innlendum markaði minnkar. Það hefur mikla þjóðhagslega þýðingu, að í landinu sé mikil og góð kart- öfluræktun. Vandamálum hennar hefur þó lítið verið sinnt af tilraunastarfsem- inni hingað til og tilraunir á þessu sviði sennilega mest sprottnar af áhuga einstakra vísindamanna. Nú er hins vegar svo komið, að hætta er á, að kartöflu- ræktunin í landinu dragist verulega saman, ef ekki verður eitthvað gert til að bæta hag hennar. tmsir sjúkdómar eru orðnir mikið vandamál og veðurfarslegir þættir valda sífellt skakkaföllum í kartöfluræktuninni. Viss óánægja ríkir meðal neytenda með þær kartöflur, sem hér eru á boðstólum, þótt stundum sé erfitt að átta sig á, í hverju sú óánægja er fólgin. Það er kominn tími til, að tilraunastarfsemin fari að sinna kartöfluræktuninni sem skyldi og stuðli að því að auka gæði og öryggi innlendrar kartöfluræktunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.