Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 27
-25-
KYNBÆTUR.
Þorsteinn Tómasson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Vinsælustu og mest ræktuðu kartöfluafbrigði á íslandi eru Rauðar íslenskar
og Gullauga. Klemenz Kr. Kristjánsson tilraunastjóri á Sámsstöðum flutti
fyrstur inn Gullauga til prófunar og varð það fljótt vinsælt. Rauðar íslenskar
hafa verið mun lengur í ræktun og er ekki vitað hvænær þetta afbrigði var flutt
til landsins.
Kartaflan fjölgar sár með vaxtaræxlun og hvert afbrigði er því af einungis
einni arfgerð. Á átjándu öld tíðkaðist að sá til kartaflna, en það olli því,
að uppskeran varð mjög arfblendin. Þegar útsæði var tekið úr slíkri uppskeru
hélst þessi breytileiki þótt náttúrulegt úrval hafi sennilega dregið úr honum.
Sennilegt er, að Rauðar íslenskar eigi ser slíka fortíð, enda virðist all mikill
breytileiki innan þeirra, lögun,lit, stærð rauða hringsins o.s.frv. Gullauga
er yngra afbrigði og sennilega tilkomið við kynbótastarfsemi og því komið útaf
einni móðurplöntu. Engu að sáður er allverulegur breytileiki ílögun og þó eink-
um í lit innan Gullauga afbrigðisins. Ástæðan fyrir þessu er líklega íblöndun
annarra afbrigða og hugsanlega stökkbreytingar. Má í þessu tilefni nefna
afbrigðið Helga, sem talið er vera orðið til vegna stökkbreytingar í Gullauga.
Helga er mjög sambærileg við Gullauga í uppskeru og lögun kartöflunnar, en er
alrauð. Gullauga dregur nafn sitt af því, að húð kartöflunnar er rauðleit
umhverfis augun en gulhvít að öðru leyti. Fundist hafa kartöflur, sem ekki
vottar fyrir lit umhverfis augun svo og kartöflur, sem eru rauðflekkóttar.
Umhverfisáhrif á þessa eiginleika eru óviss. Ljóst er, að allmikill breytileiki
er í þessum tveim afbrigðum, þótt ekki hafi verið athugað, að hve miklu leyti
hann er arfgengur. ölafur Jónsson fyrrum tilraunastjóri á Akureyri gerði úrval
í Rauðum íslenskum og varð úrvalið, ölafsrauður, talið uppskerumeira en Rauðar
íslenskar. ölafsrauður og Rauðar íslenskar eru sennilega alblönduð nú.
Kynbætur á kartöflunni er mikið verk og vinnufrekt, auk þess sem erfitt er
að áætla um árangur. Nægir að geta þess, að þrátt fyrir yfirgripsmiklar kyn-
bætur á kartöflunni í Evrópu, einkum frá lokum síðari heimsstyrjaldar, eru enn
vinsælust afbrigði, sem komu á markað um aldamót, t.d. Bintje.
Kynbætur kartaflna á íslandi ættu því, til að byrja með, að einskorðast við
að kanna breytileika í afbrigðunum Rauðar íslenskar og Gullauga og framkvæma
úrval innan þeirra, auk þess sem rétt er að reyna ný erlend afbrigðiíræktun hér.