Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 27

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 27
-25- KYNBÆTUR. Þorsteinn Tómasson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Vinsælustu og mest ræktuðu kartöfluafbrigði á íslandi eru Rauðar íslenskar og Gullauga. Klemenz Kr. Kristjánsson tilraunastjóri á Sámsstöðum flutti fyrstur inn Gullauga til prófunar og varð það fljótt vinsælt. Rauðar íslenskar hafa verið mun lengur í ræktun og er ekki vitað hvænær þetta afbrigði var flutt til landsins. Kartaflan fjölgar sár með vaxtaræxlun og hvert afbrigði er því af einungis einni arfgerð. Á átjándu öld tíðkaðist að sá til kartaflna, en það olli því, að uppskeran varð mjög arfblendin. Þegar útsæði var tekið úr slíkri uppskeru hélst þessi breytileiki þótt náttúrulegt úrval hafi sennilega dregið úr honum. Sennilegt er, að Rauðar íslenskar eigi ser slíka fortíð, enda virðist all mikill breytileiki innan þeirra, lögun,lit, stærð rauða hringsins o.s.frv. Gullauga er yngra afbrigði og sennilega tilkomið við kynbótastarfsemi og því komið útaf einni móðurplöntu. Engu að sáður er allverulegur breytileiki ílögun og þó eink- um í lit innan Gullauga afbrigðisins. Ástæðan fyrir þessu er líklega íblöndun annarra afbrigða og hugsanlega stökkbreytingar. Má í þessu tilefni nefna afbrigðið Helga, sem talið er vera orðið til vegna stökkbreytingar í Gullauga. Helga er mjög sambærileg við Gullauga í uppskeru og lögun kartöflunnar, en er alrauð. Gullauga dregur nafn sitt af því, að húð kartöflunnar er rauðleit umhverfis augun en gulhvít að öðru leyti. Fundist hafa kartöflur, sem ekki vottar fyrir lit umhverfis augun svo og kartöflur, sem eru rauðflekkóttar. Umhverfisáhrif á þessa eiginleika eru óviss. Ljóst er, að allmikill breytileiki er í þessum tveim afbrigðum, þótt ekki hafi verið athugað, að hve miklu leyti hann er arfgengur. ölafur Jónsson fyrrum tilraunastjóri á Akureyri gerði úrval í Rauðum íslenskum og varð úrvalið, ölafsrauður, talið uppskerumeira en Rauðar íslenskar. ölafsrauður og Rauðar íslenskar eru sennilega alblönduð nú. Kynbætur á kartöflunni er mikið verk og vinnufrekt, auk þess sem erfitt er að áætla um árangur. Nægir að geta þess, að þrátt fyrir yfirgripsmiklar kyn- bætur á kartöflunni í Evrópu, einkum frá lokum síðari heimsstyrjaldar, eru enn vinsælust afbrigði, sem komu á markað um aldamót, t.d. Bintje. Kynbætur kartaflna á íslandi ættu því, til að byrja með, að einskorðast við að kanna breytileika í afbrigðunum Rauðar íslenskar og Gullauga og framkvæma úrval innan þeirra, auk þess sem rétt er að reyna ný erlend afbrigðiíræktun hér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.