Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 39
-37-
Ræktun útsæðis
metisverslun landbúnaðarins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins í sameiningu
annist þessa ræktun, þar sem gæði verður að taka fram yfir fjárhagslegan hagnað.
Fyrirskipa verður reglulega úðun gegn kartöflumyglu, ef hætta er á henni, og
setja reglur um sáðskipti og minnstu leyfanlegu fjarlægð í gróðurhús og næsta
kartöflugarð. Kemur og til greina að fyrirskipa sótthreinsun á öllum B-stofni,
ef erfiðleikar verða með sveppasmit. Setja þarf nánari reglur um framkvæmd á
og umgang um B-rækt.
Eftirfarandi kröfur skal gera til aðalsútsæðis (B-stofns):
1. Vaxtarskoðun:
a) Iblöndun annarra afbrigða ekki yfir 0,1%.
b) Greinileg víruseinkenni ekki yfir 0,2%.
c) Stöngulsýki ekki yfir 1,0%.
Allar plöntur með göllum a-c skal fjarlægja fyrir upptöku og einnig það,
sem undir þeim er. Þegar um stöngulsýki er að ræða, skal einnig fjarlægja næstu
plöntur í kring.
2. Vetrarræktun:
a) Við blóðvatnsprufu (serum) má X-vírus ekki vera í yfir 2% af kartöflunum.
b) Phoma-smit má ekki finnast.
3. Vorskoðun:
a) Phoma-rotnun, kartöflumygla, 0%.
b) Flatkláði, vörtukláði, silfurkláði og blöðrukláði mega ekki vera áberandi.
c. C-stofn. Gæðaútsæði. Gæðaútsæðið (C-stofn) verður það útsæði, sem
almennt verður selt sem stofnútsæði. Útsæði fyrir C-stofninn skal vera A- eða
B-stofn. Einnig kemur til greina að leyfa C-stofn af 1. ættlið sem útsæði fyrir
C-stofn, ef gæðin svara til gæða B-stofns. Ræktunin fer fram hjá ábyrgum bænd-
um, ef undangengin rannsókn hefur sýnt, að kartöfluhnúðormur finnist ekki á
bænum. Garðurinn skal vera nýr eða nýlegur og ef kartöflur hafa verið ræktaðar
í garðinum undanfarin 2 ár er það skilyrði, að það hafi verið stofnrækt og sama
afbrigði. Hafa skal reglur um minnstu leyfanlegu fjarlægð í gróðurhús og í
næsta kartöflugarð. Einnig verður sú regla að vera, að menn rækti ekki af sama
afbrigði utan stofnræktar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins skal annast eftirlit
með ræktun gæðaútsæðis og skal sérfræðingur hennar fara 2 eftirlitsferðir um
vaxtartímann, þá seinni rett áður en grös falla.
Gæðaútsæðið skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
1. Við vaxtarskoðun:
a) íblöndun annarra afbrigða ekki yfir 0,3%.
b) Greinileg víruseinkenni ekki yfir 0,5%.
c) Stöngulsýki ekki yfir 3%.