Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 42
Forspírun o.fl.
-40-
IV. SAÐTÍMI.
Á árunum 1926-1928 voru gerðar tilraunir með mismunandi sáðtíma á Akur-
eyri. Þá virtist sem síðari hluti maímánaðar væri einna heppilegastur til
niðursetningar í Eyjafirði (ölafur Jónsson 1934).
Heppilegasti sáðtíminn hlýtur þó ávallt að ákvarðast að verulegu leyti
af veðurfari.
V. VAXTARR?MI.
Tilraunir með vaxtarrými voru gerðar á flestum tilraunastöðvum jarðræktar
á árunum 1953-1959. Kartöflurnar voru settar í hryggi með 60 cm millibili
milli hryggja og tilraunaliðirnir voru: 2,3,4,5 og 2x3 kartöflur á hvern
metra (Árni Jónsson 1955, 1958 og 1960, Árni Jónsson og Hólmgeir Björnsson
1964, ölafur G. Vagnsson og Bjarni E. Guðleifsson, 1974).
Að jafnaði var það svo, að mest varð margföldun útsæðis, þar sem vaxtar-
rýmið var mest, en þar varð einnig minnst uppskera á flatareiningu. Hagkvæmt
virðist að hafa 20-25 cm á milli grasa hjá Gullauga, en hjá afbrigðum, sem
breiða vel úr sár, svo sem Rauðar íslenskar, virtist betra að hafa lengra
á milli eða tæplega þettar en 3-4 á hvern lengdarmetra.
VI. STAÐAN NÖ.
Engar tilraunir eru nú gerðar með tilliti til framanskráðra atriða.
Ástæða væri til að gera tilraunir með stærð útsæðis, þar eð áður nefndar
tilraunir benda til, að sú útsæðisstærð, sem nú er algengust (30-40 g eða
jafnvel minni), sé of lítil. Þær tilraunaniðurstöður, sem nú liggja fyrir
á þessu sviði eru ekki nægilega miklar til að hægt sá að ráðleggja samkvæmt þeim.
Ástæða væri til að gera tilraunir með heppilegan sáðtíma. Þá væri rátt
að miða við hitastig jarðvegs (vorkomuna) frekar en dagsetningu og finna út
við hvaðajarðvegshita væri rátt að fara aö setja niður. Um leið mætti gera
tilraunir með mismunandi sáðdýpt.
Breidd milli hryggja í kartöflugörðum ræðst einkum af þeim tækjum, sem
notuð eru við sáningu og upptöku. Ef til vill væri ástæða til að gera til-
raunir með bil á milli grasa í hrygg með tilliti til mismunandi breiddar milli
hryggja.