Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 45
-43-
LEGA RÆKTUNARSTAÐA.
óli Valur Hansson, Búnaðarfélagi íslands.
INNGANGUR.
Sá, sem hyggst leggja stund á kartoflurækt sem búgrein, þarf að hyggja
að mörgu, áður en endanleg afstaða er mörkuð og skrefið til framkvæmda er
stigið.
Eitt veigamesta atriðið í þessu sambandi er sá þáttur, sem snertir ræktun-
aröryggið, þ.e. að nokkurn veginn sé vissa fyrir því, að þau náttúrulegu skil-
yrði og sú aðstaða, sem fyrir hendi eru, muni á sem bestan hátt og í sem flestum
árum geta fullnægt kröfum kartöflujurtarinnar.
Væntanlegur framleiðandi, sem þekkir máski lítið sem ekkert til mála hér
að lútandi, verður því skilyrðislaust að setja sig inn í þau og afla sér við-
hlítandi upplýsinga.
Allt of margir hafa látið slíkt lönd og leið, og flanað út í framkvæmdir
að éfyrirsynju, til þess um síðir að uppgötva, að ræktunarskilyrði og þar með
arðsemin væru í meira lagi ótrygg.
Horfast verður í augu við þá staðreynd, sem reyndar löng ræktunarreynsla
hefur staðfest, að frá náttúrunnar hendi eru skilyrði hér þannig, að kartöflu-
rækt verður ekki stunduð í atvinnuskyni nema í þeim héruðum landsins, sem
bjóða uppá hin bestu veðurskilyrði.
Þróunin hefur og orðið sú, að framleiðslan hefur hnappst saman á ákveðnum
landkostasvæðum, þar sem gætir veðursældar eins og best verður á kosið, miðað
við hérlendar veðurlagsaðstæður.
Þannig er svæðisbundin ræktun umfangsmest í vissum lágsvéitum nærri sjó
víða á Suðurlandi, allt frá Hornafirði, og vestur undir Ölfusá. Á þessu svæöi
er sprettutíminn lengstur á landinu og hlýindi í betra lagi. Ámóta eru aðstæð-
ur í vissum sveitum Eyjafjarðar og Suður-Þingeyjarsýslna, þar sem umfangsmikil
framleiðsla hefur haslað sér völl og breiðst ört út. Vaxtartími er þó öllu
skemmri á umræddum svæðum á Norðurlandi en á Suðurlandi, einnig er meðalhiti
hans eitthvað lakari. Hins vegar búa svæði þessi við mikil staðviðri, en það
er stór kostur, sem allt of sjaldan er hugað nægilega mikið að. Á kartöflu-
svæðum nyrðra geta auk þess komið slíkir blíðviðris- og hlýindadagar, aö annað