Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 46

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 46
Lega ræktunarstaða -44- eins þekkist yfirleitt ekki í lágsveitum á Suðurlandi og reyndar óvíða á land- inu, utan vissra afmarkaðra bletta. Munar jafnan miklu fyrir alla sprettu, þegar þannig hagar til um kjör, því næðingssamt veður eykur á erfiði plantna sakir aukinnar útgufunar og kælingar, og tefur því mjög fyrir vexti. Eins og vikið hefur verið að, er kartöflurækt mjög háð veðurfari á hverjum stað, en lega og jarðvegsskiljrrði eiga einnig mikilvægan þátt í að skapa nauð- synleg skilyrði til þess að uppskeran geti orðið sem árvissust. Hár eru því margvíslegir samverkandi þættir að verki, sem leitast þarf við að fullnagjaá sem bestan hátt, á hverjum stað, að svo miklu leyti sem við verður komið. Af þáttum þessum eru hitaskilyrðin tvímælalaust öðrum fremri um það að geta stefnt árlegri ræktun í tvísýnu, en þau jaðra oftast við að vera í lágmarki fyrir þarfir kartöflunnar og hamla ætíð, að kartöflur nái fullkomnum eðlis- þroska á þeim stutta vaxtartíma, sem þær búa við. 1 þessu sambandi skal bent á þann ljóð, sem fylgir kartöflujurtinni að þola takmarkað frost. En oftast getur stórsáð á grösum þótt aðeins votti fyrir frosti (-t 1-2°C), og fyrir kemur að grös sumra afbrigða falli alveg, án þess að á öðrum sjáist, enda er frostþolni afbrigða ögn breytileg. Duttlungagjörnum sprettutíma, með snöggum veðrabrigðum eins og hár ríkja, fylgir oft frosthætta, en næturfrost eru öllum öðrum þáttum háskalegri tjón- valdur, ef þeirra gætir eftir að gróðurinn er kominn á legg. Síðsumarfrost eru þó jafnan afdrifaríkust um skemmdir, því uppskerubrestur getur reynst algjör. l. JARÐVEGUR. 1. Ráðandi vaxtarþættir og spretta. Enda þótt ríkjandi umhverfisskilyrði hið næsta gróðrinum, ráði mestu um vaxtargetu hans, mun flestum reyndum ræktendum ljóst, að ræktunaraðbúð að öðru leyti skiptir veigamiklu máli. Þegar til kasta kemur að velja garðland, verður því yfirleitt að skoða og meta í vissu samhengi þá þætti, sem áhrif hafa á sprettuna, áður en dregnar eru endanlegar ályktanir um val. Inn í þá mynd dregst jarðvegurinn og hæfni hans, en hvorutveggja gegnir mikilvægu hlutverki og getur skipt umtalsverðu máli um affarasæld ræktunarinnar. Kartöflur geta sprottið í hvaða jarðvegi sem er, búi þær á annað borð við nasringu. Hins vegar getur reynst reginmunur á sprettu þeirra, eftir því í hvaða jörð þær standa þótt þær búi við sömu næringu. Akveðinn þátt í þessu eiga m. a. efnasamsetning og eðliseiginleikar jarðvegs. Hvort tveggja getur verið harla breytilegt, en það veldur aftur miklu um hæfni jarðvegs til efnageymslu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.