Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 46
Lega ræktunarstaða
-44-
eins þekkist yfirleitt ekki í lágsveitum á Suðurlandi og reyndar óvíða á land-
inu, utan vissra afmarkaðra bletta. Munar jafnan miklu fyrir alla sprettu,
þegar þannig hagar til um kjör, því næðingssamt veður eykur á erfiði plantna
sakir aukinnar útgufunar og kælingar, og tefur því mjög fyrir vexti.
Eins og vikið hefur verið að, er kartöflurækt mjög háð veðurfari á hverjum
stað, en lega og jarðvegsskiljrrði eiga einnig mikilvægan þátt í að skapa nauð-
synleg skilyrði til þess að uppskeran geti orðið sem árvissust. Hár eru því
margvíslegir samverkandi þættir að verki, sem leitast þarf við að fullnagjaá sem
bestan hátt, á hverjum stað, að svo miklu leyti sem við verður komið.
Af þáttum þessum eru hitaskilyrðin tvímælalaust öðrum fremri um það að
geta stefnt árlegri ræktun í tvísýnu, en þau jaðra oftast við að vera í lágmarki
fyrir þarfir kartöflunnar og hamla ætíð, að kartöflur nái fullkomnum eðlis-
þroska á þeim stutta vaxtartíma, sem þær búa við.
1 þessu sambandi skal bent á þann ljóð, sem fylgir kartöflujurtinni að
þola takmarkað frost. En oftast getur stórsáð á grösum þótt aðeins votti fyrir
frosti (-t 1-2°C), og fyrir kemur að grös sumra afbrigða falli alveg, án þess
að á öðrum sjáist, enda er frostþolni afbrigða ögn breytileg.
Duttlungagjörnum sprettutíma, með snöggum veðrabrigðum eins og hár ríkja,
fylgir oft frosthætta, en næturfrost eru öllum öðrum þáttum háskalegri tjón-
valdur, ef þeirra gætir eftir að gróðurinn er kominn á legg. Síðsumarfrost
eru þó jafnan afdrifaríkust um skemmdir, því uppskerubrestur getur reynst algjör.
l. JARÐVEGUR.
1. Ráðandi vaxtarþættir og spretta.
Enda þótt ríkjandi umhverfisskilyrði hið næsta gróðrinum, ráði mestu um
vaxtargetu hans, mun flestum reyndum ræktendum ljóst, að ræktunaraðbúð að
öðru leyti skiptir veigamiklu máli.
Þegar til kasta kemur að velja garðland, verður því yfirleitt að skoða
og meta í vissu samhengi þá þætti, sem áhrif hafa á sprettuna, áður en dregnar
eru endanlegar ályktanir um val. Inn í þá mynd dregst jarðvegurinn og hæfni
hans, en hvorutveggja gegnir mikilvægu hlutverki og getur skipt umtalsverðu
máli um affarasæld ræktunarinnar.
Kartöflur geta sprottið í hvaða jarðvegi sem er, búi þær á annað borð við
nasringu. Hins vegar getur reynst reginmunur á sprettu þeirra, eftir því í
hvaða jörð þær standa þótt þær búi við sömu næringu. Akveðinn þátt í þessu eiga
m. a. efnasamsetning og eðliseiginleikar jarðvegs. Hvort tveggja getur verið
harla breytilegt, en það veldur aftur miklu um hæfni jarðvegs til efnageymslu