Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 49
-47-
Lega ræktunarstaða
miklu vatni og er þétt og þung, enda eru eiginleikar samloðunar og viðloðunar
ríkjandi. Rakur leir loðir því við allt, sem hann kemur í snertingu við.
Þéttur jarðvegur er vatnsheldinn og kaldur og reynist oft of loftsnauður.
Auk þess hamlar hann, að rætur nái eðlilegri dreifingu.
Á yfirborði hættir leirjörð til að mynda harða skorpu eftir miklar úr-
komur, sem síðan springur þegar hún þornar. Sá kostur fylgir þó leirjörð að
vera fremur fastheldin á næringarefni og geyma þau vel. Að auki er hún stein-
efnarík.
1 leirjarðvegi verður vinna við upptöku erfið og kostnaðarsöm, auk þess
sem hnýði geta verið misvaxin, bragðvond og jafnvel lin við suðu. Hnýðin eru
oftast þakin mikilli mold við upptöku, sem torveldar og seinkar mjög flokkunar-
störfum.
Nú er leirjörð sjaldan með öllu eindregin. Oftar er hún blönduð efnum,
sem bæta kornagerð hennar og draga þar með um leið úr þeim alvarlegu ókostum,
sem nefndir hafa verið. Þannig getur leirjörð verið ýmist sandblendin eða mold-
blendin, eftir því hvort í henni gætir sands eöa lífrænna efna. Eins getur verið
um hvoru tveggja að reeða. Reynast hlutföll þessara efna umtalsverð, verður
leirjörð að öllu leyti þjálli í allri meðferð og því hæfari til ræktunar. En
í mörgum tilvikum hefur þannig jarðvegur reynst sérstaklega vel til kartöflurækt-
unar, hafi hlutföll sands og moldefna verið í því viðunandi ástandi að geta
stuðlað að hæfilegri samkomun.
5. Leirmóajörð.
Hún er mikið notuö til kartöfluræktunar. Leirmóajörð getur verið mjög
breytileg að gerö. Eðliskostir hennar fara eftir því, hversu mikið hún er
blönduð fínum leir eða sandi, en um hvort tveggja getur verið að ræða. Leir-
móajörð hitnar yfirleitt frekar seint á vorin, nema hún sé því sandblendnari,
en heldur jafnari hita en mýrarjörð yfir sprettuskeiðið. Af þessum ástðBðum
getur hún líka reynst seinleg til undirbúnings niðursetningar, auk þess sem vinna
við upptöku verður ávallt erfiðari en á sandjörð, sé leir mjög áberandi. Við
þannig aðstæður reynist og loftrás jarðvegsins fremur treg. Leirmóajarðvegur
heldur mjög vel í sér raka og áburðarefnum og á það yfirleitt til að skila
jafnari uppskeru en vænta má úr öðrum jarðvegi í þurrum sumrum. Sé fínn leir
og sandur áberandi í leirmóajörð, verða kartöflur oft harla óhreinar við
upptöku í vætusamri uppskerutíð, en það getur aukið mjög á vinnukostnað vegna
nauðsynlegrar hreinsunar við rögun.