Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 68
Notkun plasts
-66-
setja kartöflur niður í tegðirnar milli hryggjanna, en með lélegum árangri.
6. tafla. Samanburður á ræktun kartaflna í beðum og hryggjum undir glæru
plasti. Tilraun nr. 403-77 frá Hvanneyri (Magnús óskarsson 1977).
Kartöflur í beði Kartöflur í hrygg
Afbrigði Uppskera kg/m2 Uppskera(g) undir grasi Uppskera kg/m2 Uppskera(g) undir grasi
Laila 1,91 200 0,96 173
Öttar 2,95 310 1,24 273
T 70-21-101 1,65 173 0,84 160
Premiere 2,38 250 1,12 213
Meðaltal 2,22 233 1,04 205
Trúlega er meiri uppskeruauki vegna plastþekju eftir fremur seinvaxin
afbrigöi, en eftir fljótvaxin afbrigði. Eftir þeim afbrigðatilraunum, sem
gerðar hafa verið undir plasti á Korpu og Hvanneyri (2.-6. tafla), virðast
þessi afbrigði gefa bestan árangur: Rauðar íslenskar, Gullauga, Helga, Bintje,
Laila frá Noregi og öttar frá Noregi, sem stóð sig vel á Hvanneyri 1977, þegar
næturfrost skemmdu kartöflugrösin 5. ágúst og næstu nætur á eftir. Laila
þykir ekki bragðgóð. Önnur afbrigði, sem við sögu komu voru Knik, Spartaan,
norska afbrigðið T-70-21-101 og hollensku afbrigðin Premiere og Compagnon.
Ahrif plastþekju á gæði kartaflnanna hefur verið metin á Hvanneyri.
Niðurstöður virðast benda til þess, að afbrigði, sem eru með lítið þurrefni,
þyki betri undan plasti, en að í þurrefnisríkum afbrigðum verði kartöflur
undan plasti of sterkjuríkar fyrir landann. Vani skiptir mestu í afstöðu fólks
til gæða matvæla. 1 nágrannalöndum okkar er mun meiri sterkja í kartöflum
en hér á landi. Það er vegna þess, að kartöflurnar eru betur þroskaðar, þegar
þær eru teknar upp. Þar vill fólk hafa kartöflur sterkjuauðugar.
Hér á landi virðist plastþekja hafa aukið sterkjuna í kartöflum um 12-15%
(úr 14% í 16%). Aukningin hefur bæði mælst á Korpu og Hvanneyri. Þetta
stangast á við erlendar niðurstöður (Östgárd 1970).
Jarðvegsgerð virðist skipta miklu máli í sambandi við notkun plastyfir-
breiðslu. 1 hinum þétta og þunga jarðvegi á Korpu er uppskeruauki að jafnaði
mun meiri en í hinum létta móajarðvegi á Hvanneyri. Ekki hafa verið gerðar
tilraunir með notkun plastyfirbreiðslu á sandjörð.
Þar sem árangur kartöfluræktar er óviss, t.d. víða í uppsveitum og í harð-
býlli sveitum norðanlands er sjálfsagt að hvetja fólk til að nota glært plast
við heimilisræktun.