Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 69
-67-
Notkun plasts
II. HUGLEIÐINGAR UM RANNSÖKNIR A KARTÖFLURÆKT UNDIR PLASTI.
1. Ætla má, að plastþekja yfir kartöflubeð sé ræktunartækni, sem einkum verði
notuð í smágörðum. Þó er e.t.v. æskilegt að fá til landsins plastlagningar-
vál og reyna ræktun kartaflna undir plasti í stórum stíl. Aður en í það
verður ráðist, ættu menn þó að reyna að gera sér grein fyrir, hvort rækt-
un kartaflna undir plasti á rétt á sér þjóðhagslega. Er t.d. þjóðhags-
lega hagkvæmt að rækta kartöflur á sumarmarkað undir plasti.
2. Rétt er að reyna að fá því svarað, hvort ræktun kartaflna undir plasti er
hagkvæm í smágörðum í öllum árum. Er t.d. hugsanlegt, að ekki borgi sig
að nota plast þegar snemma vorar í góðsveitunum á Suðurlandi.
3. Gera þarf tilraunir með hve þétt borgar sig að setja kartöflur undir plast.
4. Athuga þarf hvaða áhrif plastþekja hefur á sjúkdóma í kartöflum og geymslu-
hæfni þeirra.
5. Rétt virðist að líta á notkun svarts plasts sem aðferð til að halda ill-
gresi í skefjum. Þess vegna ætti að bera saman notkun svarts plasts við
aðrar aðferðir við illgresiseyðingu. Athuga þarf tækni til að setja kart-
öflur niður í gegnum svart plast eða setja þær undir svart plast.
6. Gera þarf tilraun með illgresiseyðingu undir glærum plastdúk.
7. Athuga þarf, hvort unnt er að spara plastdúk t.d. með endurnotkun hans.
Er unnt að nota plast yfir kartöflur, sem árið áður hefur verið á bogum
yfir öðrum matjurtum?
8. Gera þarf frekari rannsókn á afbrigðavali fyrir kartöflurækt undir glæru
plasti.
9. Gera þarf frekari rannsókn á jarðvegsaðstæðum og nýtingu áburðar undir
glæru plasti.
HEIMILDIR.
Magnús öskarsson 1976. Tilraunir með ræktun kartaflna á mýrarjörð. Fjölrit
nr. 15. Bændaskólinn á Hvanneyri. 21 s.
Magnús öskarsson 1977. öbirtar tilraunaniðurstöður.
Sturla Friðriksson 1968. Skýrsla um rannsóknir á gróðri 1968. Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins. 31 s.
Sturla Friðriksson 1969. Skýrsla um rannsóknir á gróðri 1969. Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins. 33 s.
Sturla Friðriksson 1970. Skýrsla um rannsóknir á gróðri 1970. Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins. 37 s.
Þorsteinn Tómasson 1974. öbirtar tilraunaniðurstöður.
Östgárd, Odd 1970. Plastdekke i potetáker. Norden 8/9: 264.