Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 75

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 75
-73- Illgresiseyóing Skal tekið fram, að mörk eru alls ekki skörp hér á milli. Ýmis millistigsefni eru t.d. fyrir hendi, sem hafa snertiverkanir, og geyirast jafnframt í jörð um tíma og verka síðan í gegn um rætur, eftir því sem illgresið spírar. I þeim tilvikum, þegar um er að ræða snertiverkandi efni, taka blöð eða rætur eitrið í sig, en að öðru leyti smitar það ekki teljandi inn í jurtina. £fni þessi svíða umrædda plöntuhluta, eða beinlínis eyðileggja getu grænu korn- anna til ljósnáms, með þeim afleiðingum, að jurtin de^n? skjótlega. Oftast nefnast þau snertiefni. Efnasambönd gædd þessum eiginleikum eru t.d., auk tröllamjöls, dinosep, diquat, paraquat og að hluta propanil. Efnasambönd, sem hafa kerfisverkandi eiginleika, verka annað hvort þannig, að allir hlutar plöntunnar taka eitrið í sig, en það berst síðan fram og aftur um vefi hennar og truflar vaxtarstarfsemina uns plantan deyr. Gott dæmi um slík kerfiseitur eru ýmis hormónasambönd. 1 öðrum tilvikum draga aðeins ræturn- ar til sín eitrið, sem eingöngu flyst upp eftir plöntunni eftir viðaræðum hennar. Þar sem efni þessi hafa áhrif á líffærakerfi plantna, nefnast þau jafn- an kerfiseitur. d. Rétt notkun er mikilvæg. Illgresiseyðandi efni, sem koma til álita við kartöfluræktun, eru ýmist tekin til handargagns áður en kartöflugrösin fara að sjást eða rétt eftir að greina má grösin. Fyrra tilvikið er mun algengara. Ýmist eru efnin í formi dufts eða vökva, sem blandað er vatni og dreift með dælum. Sum efnanna eru mjög torleyst, en ágæti þeirra um sérhæfni byggist m.a. á því. Er því áríðandi, að góð hreyfing sé á úðunarleginum á meðan á dreifingu stendur. Flestar stærri dælur hafa búnað, sem sér fyrir hæfilegri hreyfingu vökvans,- þannig að um botnfall efnis þurfi ekki að óttast. Sé um illgresiseitur að ræða, sem fyrst og fremst býr yfir þeim eiginleikum, að vera snerti- og sviðnunareitur, er mikilvægt að draga úðun eins og unnt er á langinn eða alveg þar til 2-3 dögum áður en örla tekur á kartöflugrösum. Góður árangur af þannig efnum næst því aðeins, að mikill hluti illgresis hafi náð að spíra, þegar dreifing er framkvæmd. Ella getur það orðið vandamál síðar, t.d. ef þann- ig hagar til með veður, að það örvi illgresi til spírunar, eftir að grös eru komin upp. Líði hins vegar langur tími á milli þess, að sett er niður og kart- öflugrös koma upp, og haldist veður þurrt, næst oft nokkuð góður árangur. Efnin, sem verka á þennan hátt, er m.a. diquat, paraquat og pentachlorphenol (fyrir utan tröllamjöl). Margfalt áhrifameiri og virkari efni en fyr'rnefnd, eru þau, sem búa bæði yfir snerti- og jarðvegsverkunum, og eitra því út frá sér um tíma. Þau granda þá illgresinu jafnóðum og það spírar. Oft gætir áhrifa þannig efna í nokkrar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.