Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 83
-81-
Sjúkdómar og meindýr
í slæmum geymslum.
11. Kranssveppur (Verticillium albo-atrum).
Ingólfur Davíðsson (1947) segist hafa fundið kranssvepp í kartöflum í
Reykjavík og grennd, en þó ekki alvarlegan.
12. Blettaveiki (Alternaria solani).
Að sögn Ingólfs (1947) hefur þessi sjúkdómur sest allvíða sunnanlands,
einkum í þurrkasumrum, en ekki valdið teljandi tjóni.
13. Hnúðbikarsveppur (Sclerotinia sclerotiorum).
Engar skriflegar heimildir eru til um þennan sjúkdóm á kartöflum hér á
landi.
14. Fusarium-rotnun (Fusarium sp.).
Ragnar Asgeirsson segir árið 1929, að Fusarium geri oft töluverðan skaða
í kartöflubyngjum og segir sjúkdóminn hafa verið £ aðsendum kartöflum frá
Djúpavogi á Austurlandi. Að sögn Ingólfs (1947) er sjúkdómurinn algengur,
einkum sunnanlands og hefur valdið talsverðum skemmdum í geymslu.
15. Phoma-rotnun (Phoma exigua).
Þetta er tiltölulega nýr sjúkdómur, en fyrst var minnst á hann 1971, er
öli Valur Hansson og Ingólfur Davíðsson rituðu um hann í Frey (öli Valur
Hansson 1971, Ingólfur Davíðsson 1971). Hafði borið á honum árin á undan, en
útilokað er að segja, hvenær hann barst til landsins. 1 könnun höfundar
(S.ö. 1978) var Phoma-rotnun algengasti geymslusjúkdómurinn veturinn 1976-77.
16. Kartöfluhnúðormur (Globodera rostochiensis og G. pallida).
Sumarið 1953 varð fyrst vart við meindýr þetta hér á landi, en þá fannst
hann í Reykjavík, Eyrarbakka, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum, Akranesi og Hafnar-
firði (Ingólfur Davíðsson 1953). Næstu árin voru garðar skoðaðir um allt land
og 1958 höfðu fundist smitaðir garðar á um 20 svæðum víðs vegar um land, þó
einkum í kaupstöðum á suðvesturlandi og á jarðhitasvæðum (Ingólfur Davíðsson
og Geir Gígja 1958). 1962 höfðu bæst við um 5 nýir staðir (Ingólfur Davíðsson
1962), en síðan hefur útbreiðsla ekki verið könnuð.