Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 95
-93-
Upptaka með vélum
leitað var með handkvísl á 20 m1 2 reitum á 2-3 stöðum í garðinum. Kartöflu-
leifarnar sem þannig fengust voru síðan aðgreindar í 2 flokka, söluhæfar
kartöflur (1. fl.) og smælki. Þeir voru síðan vegnir og magnið á ha. reikn-
að út.
Ekki voru gerðar ákvarðanir á magni þess jarðvegs, sem fylgdi með kart-
öflunum í pokana. í sandjarðvegi er þetta magn yfirleitt hverfandi lítið,
en þar sem jarðvegur er gröfari og kekkjóttur, eru nokkur brögð að þessu, en
ökuhraði traktors og afköst starfsfólks við hreinsiborð ræður hér mestu um.
3. Averkar.
Einn megin tilgangur upptökutilraunanna var að ákvarða þá áverka, sem
kartöflurnar verða fyrir á leið þeirra í gegnum upptökuvélina. Þetta var fram-
kvæmt á þann hátt, að kartöflum var safnað beint úr pokatrekt vélanna í sér-
staka kassa, um 15 kg úr hverri tilraun. Sýnin voru síðan geymd við venjuleg
geymsluskilyrði í um það bil 1 mánuð, en þá voru þau tekin og greind í 3
flokka. Var það framkvæmt á þann hátt, að hver og ein kartafla úr hverju sýni
var skoðuð og metið, hvort hún hefði orðið fyrir skemmdum í upptökuvélinni
og þá hve miklum. Skilgreining á flokkunum var sem hér segir:
Flokkur I: Kartöflur án áverka, flysjun þó undanskilin.
" II: Hruflaðar og marðar kartöflur. Averkar inn við 2 mm að dýpt.
" III: Skaddaðar kartöflur. Averkar 2 mm eða meira að dýpt.
Kartöflurnar í hverjum flokki voru vegnar og taldar og út frá þeim tölum
reiknaður hlutfallslegur þungi í hverjum flokki og meðalþyngd kartaflnanna í
hverjum.
Við upptökutilraunirnar voru tekin alls um 30 sýni haustin 1975-1977,
sem þannig voru metin.
II. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNA.
1. Afköst.
2. tafla sýnir niðurstöður þeirra mælinga, sem gerðar voru varðandi afköst
og vinnumagn við upptökuna. Einnig kemur þar fram magn kartaflna, sem upptöku-
vélarnar skildu eftir í garðlandinu á hverjum stað. Fremstu dálkarnir veita
upplýsingar um h^lstu aðstæður við upptökuna, þ.e. jarðveg, kartöfluafbrigði,
mannafla við upptökuna, lengd raða og uppskeru. Allar tilraunirnar fóru fram
á flötu landi nema 30/77 og 31/77, sem framkvæmdar voru í halla.
Ökuhraðinn er góður mælikvarði á nettó afköst upptökuvélarinnar. Það
sést, að við notkun á Faun 1600 er hann mjög áþekkur frá einnu mælingu til
annarrar, eða um 1,5 km/klst. Hvað Grimme áhrærir er ökuhraðinn breytilegri,