Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 103
-101-
GEYMSLUR
Magnús Sigsteinsson, Búnaðarfélagi íslands.
Kartöflurnar þarf að geynavið góð skilyrði, til þess að gæðatap þeirra á
geymslutímanum verði sem minnst. Kartöflubændur þurfa þess vegna að hafa
vönduð geymsluhús, vel einangruð og með válrænum búnaði til að stjórna lofts-
lagi í geymslunni. Tilraunir, sem gerðar hefa verið í nágrannalöndum okkar
með geymslu kartaflna, sýna ótvírætt, að gæðatap kartaflna getur orðið verulegt,
þegar líður á veturinn, ef ekki er hægt að halda hitastiginu í geymslunni niðri,
þannig að lífsstarfsemi kartaflnanna verði í lágmarki. Þær niðurstöður ættu í
aðalatriðum einnig aö gilda við hérlendar aðstæður.
Samkvæmt erlendum athugunum er hæfilegt hitastig til geymslu á kartöflum
um 3-5 °C, e.t.v. eitthvað mismunandi eftir afbrigðum. Mælt er með 90% loft-
raka í geymslunum. Víða eru menn hvattir til að geyma kartöflurnar við hátt
hitastig, um 15 °C, fjrrstu 10-15 dagana eftir upptöku, en.þaðflýtir fyrir sáragræðslu
og styrkir hýði kartöflunnar og býr hana þannig betur undir geymslu. Ef kart-
öflurnar eru mjög blautar og forugar, þegar þær eru teknar inn, ef mikið hefur
borið á stöngulsýki eða ef grunur leikur á, að einhver hluti þeirra hafi frosið,
er þó oft talið betra að þurrka þær strax og kæla til þess að koma í veg fyrir
frekari skemmdir.
Geymsluhús íslenskra kartöflubænda eru misjöfn að gerð. Sum eru jarðhús,
önnur eru byggð ofanjarðar og einangruð með plasti eða glerull. Husin eru
flest vel byggð og nægilega einangruð, en vélrænan útbúnað til stjórnunar á
loftslagi þeirra vantar nánast alls staðar. 1 sumar nýlegar geymslur hafa þó
verið settir loftstokkar í gólfin, og þeir bændur, sem hafa byggt kartöflu-
geymslur á síðustu árum, hafa leitað eftir því að láta hanna fullkomin loft-
stjórnunarkerfi í húsin, áður en bygging hófst.
Nokkurrar tortryggni virðist hafa gætt hjá kartöflubændum í garð loftræsti-
kerfis, og þótt ráðunautar hafi rekið áróður fyrir slíkum búnaði, hafa undir-
tektir verið dræmar. Þetta virðist þó vera að breytast.
I. ATHUGANIR í KARTÖFLUGEYMSLUM I ÞYKKVABÆ.
Haustið 1975 var gerð lausleg athugun á kartöflugeymslum á aðal kartöflu-
ræktunarsvæði landsins, Þykkvabæ. Þar var þá engin geymsla með vélrænum loft-
ræstibúnaði, en örfáar með stokkum í gólfi. Nokkrir bændur gátu þess þá í við-
tölum, að haustið 1974, þegar mikil kartöfluuppskera var og geymslur troðfullar,