Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 104
Geymslur
-102-
hefði víða borið á hitamyndun í kartöflustæðunum, og sumir orðið að henda
talsverðu magni af skemmdum kartöflum. Örfáir bændur gátu blásið með hey-
blásara inn i loftstokkana og töldu þeir, að það hefði komið að nokkru gagni
við kælingu kartaflnanna.
Haustið 1975 voru settir síritandi hita- og rakamælar í þrjár geymslur og
þeir hafðir þar þangað til búið var að senda kartöflurnar á markað, fljötlega
eftir áramöt. Hitinn í geymslunum var lengi að komast niður í eðlilegt mark.
Haustið 1976 var aftur komið fyrir síritandi hita-og rakamælum í tveimur geymsl-
um og auk þess voru settir hitamælar, svokallaðir "thermistormælar'' inn í fjöra
kartöflupoka á hvorum stað. Pokunum var síðan raðað í stæðurnar í mismunandi
hæð frá gölfi og mislangt frá útvegg. Báðar geymslurnar voru án vélræns loft-
ræstikerfis. Fenginn var böndi á staðnum til þess að lesa af hitamælunum, annan
hvern dag fyrstu þrjá mánuðina, síðan tvisvar í viku. Fyrstu dagana eftir upp-
töku var loftið í báðum geymslunum hitað upp með olíukyntum blásara, síðan var
reynt að kæla kartöflurnar með því að opna dyr og lúgur á geymslunum.
Niðurstöður mælinganna eru sýndar á mynd 1 og 2. Sjá má, að hitastigið er
lengi að síga niður í æskilegt mark og nær því varla í geymslu II. Þar bar
fljötlega mikið á rotnum og skemmdum kartöflum. Lítill munur reyndist á hita-
stigi yfir stæðu og í pokunum, og sömuleiðis var lítill munur á hitastiginu í
pokunum, eftir því hvar þeir voru í stæðunni. I báðum geymslunum var loftrakinn
nokkuð stöðugt um 90%.
Samkvæmt erlendum athugunum, sem áður er vitnað til, á að vera fullnægjandi
að stjörna hitastigi í kartöflugeymslu með loftræstikerfi og nota kalt útiloft
til kælingar og þurrkunar kartaflnanna á haustin. Loftræstiviftur með tilheyr-
andi stjörntækjum kosta auðvitað talsvert, en þö ekki nærri eins mikið og kæli-
vel með viftu. íslenskum kartöflubændum hefur á undanförnum árum verið bent
á þetta kerfi, m.a. með leiðbeiningargreinum í Handbök bænda. Ef litið er á
hitastig útilofts á 1. og 2. mynd má ætla, að möguleikar til fljótari kælingar
hafi verið fyrir hendi í upphafi, ef hægt hefði verið að soga loftið betur inn
í geymslurnar.
Sumarið 1977 var þess farið á leit við einn bónda í Þykkvabæ, að hann setti
upp fullkominn viftubúnað í geymslu sinni, sem í voru loftstokkar. Bútæknideild
Rala veitti bóndanum styrk til tækjakaupanna. Ætlunin var að bera saman kart-
öflur úr þeirri geymslu við kartöflur úr tveimur öðrum geymslum, óloftræstum.
I byrjun upptöku voru nokkrir kartöflupokar teknir frá þessum tveimur bændum,
merktir og settir í loftræstu geymsluna og aðrir pokar teknir þaðan í staðinn,
merktir og settir í hinar tvær. Þessi tilraun eyðilagðist þó að mestu, vegna