Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 114
Næringargildi
-112-
inu 0,034-0,146 mg/100 g. Afbrigði, áburðarnotkun og jarðvegur ráða þarna
miklu. Með aukinni notkun köfnunarefnisáburðar eykst þiamíninnihald kartafln-
anna, upp að ákveðnu marki. Kartöflur ræktaðar í moldarjarðvegi eru mun þía-
mínríkari en þær, sem ræktaðar eru í sendnum jarðvegi (J. Augustin 1975).
Víða erlendis tíðkast að flysja kartöflur hráar og selja þær þannig í
mötuneyti. Eftir flysjun er kartöflunum difið í súlfítlausn og síðan þurrkað-
ar. Súlfítið klýfur þíamínið niður í óvirkt þíazole og pyrimidín súlfon sýru
(T.E. Oguntona og A.E. Bender, 1976). Við geymslu skemmist því mikið af þía-
míninu. Eftir viku geymslu hefur um 25% eyðilagst. Frekari rýrnun á þíamíninu
á sér síðan stað við matreiðsluna. Kartöflur, sem geymdar hafa verið í viku
og síðan soðnar hafa þannig tapað um 35-40% af þíamíninu (C.W. Mapson og H.G.
Wager 1961).
6. Ribóflavín (Vítamín B^).
Engar skráðar niðurstöður eru til úr ríbóflavínmælingum í kartöflum hér
á landi.
Samkvæmt J. Augustin (1975) er ríbóflavíninnihald kartaflna yfirleitt á
bilinu 0,01-0,05 mg/100 g. J. Augustin (197.5) telur, að áburðarnotkun og
jarðvegur hafi lítil sem engin áhrif á þetta magn.
7. Níasín.
Engar skráðar niðurstöður eru til úr níasínmælingum í kartöflum hér á
landi. Samkvæmt J. Augustin (1975) er níasíninnihald kartaflna yfirleitt á
bilinu 0,54-3,10 mg/100 g. Með aukinni notkun köfnunarefnisáburðar eykst
níasíninnihald kartaflna upp að ákveðnu marki. Jarðvegur hefur aftur á móti
minni áhrif (J. Augustin 1975).
8. Askorbínsýra (Vítamín C).
Júlíus Sigurjónsson framkvæmdi miklar rannsóknir á C-vítamíninnihaldi
kartaflna á árunum 1945-49. Rannsókn hans náði til 6 afbrigða (Gullauga, Rauðar
íslenskar, Kerr's pink (Eyvindur), Alpha, Arran Pilot og Bláar íslenskar) og
mældi hann að jafnaði í 4 kartöflum hvers afbrigðis.
Niðurstöður Júlíusar sýna, að C-vítamínmagnið er mjög breytilegt eftir
afbrigðum og er það í samræmi við niðurstöður J. Augustin frá 1975. Milli af-
brigða reyndust sveiflurnar hjá Júlíusi vera á bilinu 5-25 mg/100 g fyrir fersk-
ar kartöflur.