Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 2

Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 2
Glæsilegar jólastjörnur í Hveragerði Framleiðsla er í fullum gangi á jólastjörnunum sívinsælu á garðyrkjustöðinni Ficus sem staðsett er í Bröttuhlið í Hveragerði. Það er órjúfanlegur hluti af jólahaldi marga landsmanna að prýða heimili sitt með jólastjörnu og ljóst að þeir þurfa ekki að örvænta fyrir þessi jól. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ALLIR SKÓR Á 33% AFSLÆTTI REYK JAVÍK Alls voru 73 börn, 18 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Í svari sviðsins í apríl 2019 voru tíu börn, 18 mánaða og eldri, á bið- lista fyrir haustið 2019. Voru þá ástæður helst að foreldrar vildu bíða eftir ákveðnum leikskóla eða báðu um lengri umhugsunartíma. Samkvæmt úttekt sem gerð var á biðlistunum í síðustu viku voru þar 35 börn sem voru orðin 18 mánaða gömul í september. Í svarinu segir að um hafi verið að ræða nýjar umsóknir frá því að alalinnritun fór fram auk þess sem foreldrar vilji bíða eftir plássi á ákveðnum leikskóla. Er þá fyrirhugað að hafa samband við þá foreldra þó ekki sé hægt að bjóða þeim pláss í skól- anum sem sótt var um. 258 börn undir 18 mánaða eru komin með pláss á leikskóla. Alls eru 510 börn, tólf mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskóla- plássi. Flest í Laugardal og Háaleiti, eða 155. Marta segir stöðuna ekki góða. „Það er alveg sama hvort þetta séu gamlar eða nýjar umsóknir, þessi 73 börn eru ekki að fá pláss. Svo eru 510 börn tólf mánaða og eldri að bíða. Þetta er svakalegur fjöldi,“ segir hún. Fram hefur komið að á dagskrá sé að reisa sex nýja leikskóla, fjölga plássum um 800 og stöðugildum um 300 á fimm árum. Marta segir tölurnar tala sínu máli. „ Meiri- hlutaf lokkarnir eru ekki að upp- fylla þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar og í meirihlutasátt- málanum um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir Marta. „Þau geta ekki tryggt að öll börn 18 mánaða og eldri fái leik- skólapláss, þessar tölur sýna að þau eru langt frá því að geta boðið öllum pláss við eins árs aldur.“ – ab Meira en 500 börn yfir eins árs á biðlista Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. JÓL Glæsilegt og fjölbreytt jóla- blað fylgir Fréttablaðinu í dag. Í því eru uppskriftir að dýrindis krásum, umfjallanir um fallega skreytt heimili og sumarbústað þar sem getur að líta skemmtilegar jólahugmyndir, auk hugmynda að jólagjöfum og listrænni innpökk- un. „Við erum stolt af því að sýna landsmönnum þetta fallega blað og bendum fólki á að geyma það. Blað- ið má skoða aftur og aftur því þar er að finna endalausar hugmyndir að góðum m a t o g f a l l e g u m j ó l a - s k r e y t - i n g u m , “ segir Elín A lber t s- d ó t t i r , r it stjór i J ó l a - b l a ð s - ins. – jþ Jólablað fylgir FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jólablaðið 2020 LANDBÚNAÐUR „Það er búið að reyna allan fjandann. Hunda, f lug- elda og önnur óhljóð en álftirnar f ljúga upp og sjá að það er enginn ógn af þessu og koma aftur á sinn stað. Þær læra bara á þetta, forðast túnin eða akrana í rúma viku eða svo en síðan loka þær bara eyrunum og halda áfram að éta,“ segir Gunn- ar Þorgeirsson, formaður Bænda- samtakanna, um ágang álftarinnar. Þingkonurnar Þórunn Egilsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að leyft verði að veiða álft, grágæs, heiðagæs og helsingja. Veiðarnar yrðu leyfðar frá 15. mars til 15. júní og veiðar á álft á kornökrum yrðu leyfðar frá 1. maí til 1. október. „Ef ekki verður brugðist við ákalli bænda um verkfæri til að verja ræktarlönd, má jafnvel búast við að kornrækt leggist af á ákveðnum svæðum. Það fellur engan veginn að hugmyndum um matvælalandið Ísland,“ sagði Þórunn í þingsal í síð- ustu viku. Gunnar segir að bændur hafi haft verulegar áhyggjur af ásókn álfta í kornið. „Þær eru svaka- legar ef þær komast í kornakur. Þá er þetta eins og engisprettufaraldur. Það er ekki eins og þetta séu fjórir eða fimm fuglar. Þetta er í tugum og hundruðum og dregur fyrir sólu þegar þær f ljúga fram hjá. Þetta er mjög erfið staða,“ segir hann. Í þingsá lyk t u na r t il lög u nni kemur fram að hver álft þarf að borða um þrjú hundruð grömm á dag en gæsin helmingi minna. Þrátt fyrir að álftin sé alfriðuð hefur eitthvað verið um að hún sé skotin ólöglega. Álftin hefur verið friðuð á Íslandi frá árinu 1913 en álfta- stofninn hefur stækkað verulega. Um 1960 var stofninn um þrjú til fimm þúsund fuglar en talið er að stofninn sé um 34 þúsund fuglar í dag. Árið 2016 kom út skýrsla á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðar- ins um tjón af völdum álfta og gæsa árin 2014 og 2015. Á þessu tímabili gátu bændur tilkynnt rafrænt um tjón sitt í gegnum Bændatorgið. Niðurstaða skýrslunnar var að tjón af völdum ágangs fugla var mest á túnum. „Tjónið er enn skráð, það er gert á haustdögum. Þær skýrslur eru ekki komnar en það styttist í þær. Tjónið er væntanlega talsvert,“ segir Gunnar sem hefur sjálfur verið í vandræðum með ágang álftarinnar. „Það virðist vera ótrúlega mikið af geldfugli. Ég hef aldrei séð svona mikið af álft svona langt fram á vor. Geldfuglinn var langt fram á sumar. Hann var ekki að sinna útungun, bara fita sig. Þetta voru feitir ein- setukarlar,“ segir hann léttur. Þórunn sagði í samtali við Frétta- blaðið að tillagan liggi nú frammi fyrir þinginu. Hún vonast eftir góðri niðurstöðu enda tjón bænda mikið. „Ég vona að við getum eitthvað hreyft við þessu því bændur eru að verða fyrir svakalegu tjóni. Við erum bara að tala um tjónveiðar.“ benediktboas@frettabladid.is Ofboðslegur ágangur álftarinnar á túnin Þingsályktunartillaga um að bændum verði leyft að veiða álftir til að vernda tún sín liggur fyrir þinginu. Fuglinn tætir í sig kornakur og bændur hafa verið ráðalausir í mörg ár. Tjónið af stjórnlausu áti álftanna er mikið fyrir bændur. Hver grágæs étur um það bil 150 grömm á dag og álftin helmingi meira. Bændur mega ekki skjóta álftirnar þar sem hún hefur verið friðuð frá 1913. Álftastofninn telur um þrjátíu og fjögur þúsund fugla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þær eru svakalegar ef þær komast í kornakur. Þá er þetta eins og engisprettufaraldur. Gunnar Þorgeirs- son, formaður Bændasam- takanna Í byrjun þessa mánaðar voru 73 börn, 18 mánaða og eldri, á biðlista eftir leik- skólaplássi í Reykjavík. 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.