Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 32
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@
frettabladid.is
Jóhanna Guðrún hefur komið sér
vel fyrir í fallegu húsi í Hafnar-
firði ásamt Davíð Sigurgeirssyni,
eiginmanni sínum, og tveimur
börnum, að ógleymdum hund-
unum tveimur sem taka blaða-
manni fagnandi þegar hann ber að
garði. Þau eru byrjuð að undirbúa
jólin í rólegheitum en jólatíminn
hefur alltaf verið í miklu uppá-
haldi hjá Jóhönnu. „Ég elska jólin.
Ég kynntist fallegum jólahefðum
strax í æsku og held að svo sé hjá
mörgum sem eru mikil jólabörn í
sér. Mamma mín, Margrét Stein-
dórsdóttir, gaf sér alltaf tíma fyrir
okkur systkinin á aðventunni,
en ég á tvo eldri bræður. Við
mamma bökuðum mikið saman,
fórum í göngutúra í snjónum með
hundana okkar og skreyttum
heimilið. Mér fannst þetta alltaf
rosalega gaman,“ segir Jóhanna,
og ekki leynir sér að hún á góðar
minningar frá æskujólunum.
„Þegar ég varð eldri og fór
að vinna meira, sem ég byrjaði
reyndar mjög snemma að gera,
hefur jólatörnin hjá mér byrjað
strax í október og náð hápunkti
með tónleikahaldi í desember.
Október fer vanalega í æfingar,
skipulagningu og upphitun fyrir
tónleika en þá byrja ég að hlusta
á jólalög og finnst það æðislegt.
Þótt dagarnir geti oft verið langir
og strembnir er þetta frábær tími,
því þá hitti ég svo marga úr tón-
listargeiranum en tónlistarfólk er
það skemmtilegasta í heimi,“ segir
Jóhanna með bros á vör.
Verður afslappaðri
með aldrinum
Eftir að Jóhanna og Davíð rugluðu
saman reytum sínum og stofnuðu
heimili hafa þau skapað sínar
eigin jólahefðir með börnunum
sínum tveimur sem eru fimm
ára og átján mánaða. „Við Davíð
erum orðin mjög frjálsleg í þessum
efnum en það mótast líka af því
hvað við erum alltaf mjög upp-
tekin í kringum jólin svo annað
er óraunhæft. Stundum er ég með
fimm gigg á dag í nóvember og
desember og held vanalega tvenna
tónleika á Þorláksmessu í Vídalíns-
kirkju. Davíð er líka önnum
kafinn og spilar oftast við messu á
aðfangadag. Ég viðurkenni að inn
við beinið er ég dálítið kassalaga
varðandi jólahefðir, enda vön því
frá barnæsku að hlusta á kirkju-
klukkurnar hringja inn jólin í
útvarpinu á mínútunni sex og
þá knúsast allir og setjast síðan
niður að borða. Við Davíð erum
hins vegar oftast með allt niður
um okkur á aðfangadag og ekkert
tilbúið klukkan sex. Þá eigum við
kannski eftir að klæða börnin í
jólafötin, pakka inn nokkrum
gjöfum og maturinn er enn í
ofninum. Ég hef tekið þann pól í
hæðina að það er allt í lagi þótt það
sé ekki allt tilbúið klukkan sex.
Þá seinkum við bara öllu, borðum
seint og opnum pakkana seint, það
er bara þannig. Eiginlega er það
bara notalegt. Maður getur ekki
gert allt og ég skil ekki fólk sem er
með allt á hreinu, búið að gera allt í
október eða nóvember, eldar allan
mat frá grunni og börnin alltaf í
hreinum fötum,“ segir Jóhanna
kankvíslega. „Ljósi punkturinn
við kórónuveirufaraldurinn er að
okkur gefst meiri tími til að vera
með börnunum okkar og við fáum
Jólabarnið
Jóhanna
„Ég elska jólin.
Ég kynntist fal-
legum jólahefð-
um strax í æsku
og held að svo
sé hjá mörgum
sem eru mikil
jólabörn í sér.“
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
söngkona setti sig í jólagírinn
strax í sumar þegar hún hóf
undirbúning að nýrri jólaplötu
sem kom út í síðustu viku. Hún
er mikið jólabarn og finnst þessi
tími ársins alltaf jafnskemmti
legur.
Ljósi punkturinn
við kórónuveiru
faraldurinn er að okkur
gefst meiri tími til að
vera með börnunum
okkar og við fáum
tækifæri til að njóta
aðventunnar
tækifæri til að njóta aðventunnar,“
bætir hún við og nefnir að sér
finnist jólabaksturinn stór hluti af
jólaundirbúningnum og er þegar
búin að baka sörur með vinkonu
sinni. „Svo baka ég lakkrístoppa
nokkrum sinnum, því þeir eru
fljótir að hverfa.“
Heitt kakó hjá afa og ömmu
Foreldrar Jóhönnu ætla að vera hjá
þeim á aðfangadag og samninga-
viðræður um jólamatinn eru þegar
hafnar, að hennar sögn. „Ég er vön
því að fá graflax í forrétt, en pabbi,
Jón Sverrir Sverrisson, bæði veiðir
laxinn og grefur hann. Í aðalrétt
er vanalega hamborgarhryggur og
svo er heimalagaður ís í eftirrétt,
sem mamma býr til. Við pabbi
getum vart hugsað okkur jólin án
þess að fá graflax en ætlum að gefa
eftir aðalréttinn í þetta sinn og við
verðum með franskar andabringur
og tilheyrandi. Davíð og pabbi
sjá að mestu um matinn, en þeir
eru báðir afbragðskokkar og gott
teymi.“
Þegar Jóhanna var yngri var
hefð fyrir því að heilsa upp á afa
hennar og ömmu eftir að búið var
að borða og opna jólagjafirnar. „Þá
fóru pabbi og systkini hans með
sínar fjölskyldur til afa og ömmu
og við fengum öll heitt kakó. Við
stöldruðum ekki lengi við en þetta
eru ljúfar minningar. Mér finnst
þetta svo skemmtileg og góð hefð,
sem væri gaman að endurvekja í
einhverri mynd.“
Jólaplatan tekin upp í sumar
Í ár verður jólatörnin með öðru
sniði en vanalega því Jóhanna var
að senda frá sér nýja jólaplötu,
Jól með Jóhönnu. Hún segist ætla
að einbeita sér að sínu efni næstu
vikurnar, en kórónuveirufar-
aldurinn setur vissulega strik í allt
jólatónleikahald. „Ég er að skoða
hvernig hægt er að leysa það, hvort
sem ég held marga en fámenna
tónleika eða streymi tónleikum,“
segir Jóhanna bjartsýn.
Á jólaplötunni eru tíu lög, fimm
frumsamin lög og fimm lög sem
margir þekkja og þykir vænt um.
„Ég fékk góða tónlistarmenn til
liðs við mig en ég kastaði út fullt
af línum og fékk góð viðbrögð úr
ólíkum áttum, sem ég er rosa-
lega þakklát fyrir. Á plötunni eru
ný lög eftir Bubba Morthens, Jón
Jónsson, Sverri Bergmann, Gunnar
Þórðarson og Davíð, manninn
minn. Davíð útsetti alla plötuna en
það er miklu meiri vinna en margir
halda. Ég valdi fimm jólalög sem
mér finnst gaman að syngja, en
mér finnst skemmtilegt að hafa
þetta í bland. Á plötunni er til
dæmis rólegt jólalag, sem ég get
ímyndað mér að dóttir mín myndi
vilja hlusta á fyrir svefninn. Platan
verður aldrei sterkari en lögin
sem eru á henni,“ segir Jóhanna
en fyrsta lagið, Löngu liðnir dagar,
er komið í spilun og fer vel af stað.
Platan kemur út á geisladiski,
vínylplötu og á Spotify og er hægt
að kaupa hana hjá Heimkaup.is og
Aldamusic.is.
„Við hjónin vorum því komin í
jólaskap snemma í sumar en það er
eiginlega ótrúlegt að það var ekk-
ert skrítið,“ segir Jóhanna Guðrún
að lokum.
24. nóvember 2020 JÓL 2020 10 FRÉTTABLAÐIÐ