Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 38
150 g smjör
2 dl hrásykur
2 egg
½ dl safi úr appelsínu
Rifinn börkur af einni appelsínu
2 dl fínmalað spelt
1 dl möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilluduft
Byrjið á því að hita ofninn í 175 °C.
Smjör og hrásykur þeytt saman.
Einu eggi í senn bætt út í. Þurr-
efnunum bætt út í. Því næst er
appelsínusafanum og berkinum
bætt saman við. Að lokum er allt
hrært saman í stutta stund og skal
passa að hræra ekki of lengi svo
kakan verði ekki seig. Deiginu hellt
í meðalstórt, kringlótt form og sett
inn í ofn. Bakið við 175 °C í um það
bil 40 mínútur. Berið fram á ein-
faldan hátt og hægt er að skreyta
kökuna með grænum greinum að
eigin vali.
Við mæðgurnar njótum þess að
verja aðventunni saman ásamt
fjölskyldunni. Hver jól erum
við með ákveðið jólaþema sem
breytist ár frá ári. Núna í ár er
þemað grænar greinar, náttúru-
legir jólapakkar, þar sem litir og
form er sótt í náttúruna.“
Ein af uppáhaldsgæðastundum
þeirra mæðgna er að pakka inn
jólapökkunum og skreyta. „Hefðir
og siðir skipta okkur miklu máli.
Við leggjum mikið upp úr því að
pakkarnir séu fallegir og inni-
haldið kærleiksríkt.“ Það er heilög
stund hjá þeim mæðgum og ræður
einfaldleikinn ríkjum þegar kemur
að því að pakka inn. „Í ár er eru það
bastbönd, hvítur pappír og brúnir
pokar sem prýða jólapakkana og
tóna vel við náttúrulitina,“ segja
þær mæðgur og elska að nostra við
hvert smáatriði. „Okkar gæða-
stund er tebolli, innpökkun, kerta-
ljós og smákökubakstur. Hátíðin
fyrir okkur nær hámarki sínu í
miðnæturmessu í Hallgrímskirkju
á aðfangadagskvöld jóla.“
Greinarnar og jólatréð sótt í
sveitina
Einnig hafa þær Stella og Inga Bryn-
dís gaman af því að setja saman
jólakransa. „Jólakransarnir okkar í
ár eru handofnir úr grófu ullartvídi
og grófriffluðu bómullarflaueli.
Síðan eru greinarnar og jólatréð
sótt í sveitina og skreytingarnar eru
einfaldar þar sem greinarnar fá að
njóta sín,“ segja þær mæðgur.
Jólin eru hið eðlilega ástand
mannsins
„Við höldum mikið upp á aðvent-
una og aðdraganda jóla. Þessi
einstaklega góða appelsínukaka
með jólaívafi, sem okkur langar að
deila með lesendum, gleður okkur
alltaf jafn mikið og tendrar jóla-
stemninguna í hjarta okkar. Kakan
á uppruna sinn að rekja til Frakk-
lands og Frakkar kunna að baka
einfaldar, gómsætar kökur sem
bragð er af. Það var góður maður
sem eitt sinn sagði: „Jólin eru hið
eðlilega ástand mannsins.“ Þannig
ætti okkur öllum að líða.“
Skreytum hús með
greinum grænum
Bastbönd, hvítur pappír og brúnir
pokar passa vel við hvít leirker og
jólakúlurnar sem eru handofnar.
Látlaus kakan laðar augað að,
Sesarkaka með jólaívafi.
Mæðgurnar Bryndís Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður, sem ávallt er kölluð Stella, og Inga
Bryndís Jónsdóttir stílisti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Stílhreint og
fallegt heimili.
Mæðgurnar Bryndís Stella
Birgisdóttir innanhússhönnuð-
ur, sem ávallt er kölluð Stella, og
Inga Bryndís Jónsdóttir stílisti
eru mjög samrýndar og njóta
þess að undirbúa aðventuna
og jólin saman. Þær eiga sínar
gæðastundir saman og leggja
mikið upp úr einfaldleikanum.
Sjöfn Þórðardóttir
Sesar-appelsínukaka með jólaívafi
Fallegar gersemar
Vefverslun og sölustaðir á oskabond.is
í jólapakkann hennar
24. nóvember 2020 JÓL 2020 16 FRÉTTABLAÐIÐ