Fréttablaðið - 24.11.2020, Side 52

Fréttablaðið - 24.11.2020, Side 52
Sigurður Árni segir að föst hefð á heimili hans á aðfangadag sé kalk­ únn. „Ég sé yfirleitt um matinn á heimilinu en eiginkonan bakar. Kalkúnn hentar vel með aftansöng í kirkjunni þar sem ég get eldað hann á lágum hita í langan tíma undir beikonþaki,“ segir hann. „Þessi andabringuuppskrift sem ég gef hér er oft á jólum og er orðin jólauppskrift margra vina minna. Andabringur eru dásamlegur matur og þegar ég elda þær er vel tekið við á mínu heimili og gjarnan sagt: „Þetta er nú það besta sem ég hef smakkað.“ Ég reyni ekki lengur að spyrja hvort það sé besti matur í heimi eða besta andauppskriftin! Þegar hrá­ efnið er gott, eldað með kærleika og alúð svíkur þessi réttur ekki,“ segir Sigurður Árni og segist ekki vita hvort það megi koma gestir í kirkjuna yfir jólin. Það eru allir að undirbúa sig fyrir önnur plön. Kirkjurnar hafa verið duglegar að streyma athöfnum á netinu. Það er mjög skrítið að geta ekki verið með hefðbundna starfsemi í kirkjunni,“ segir hann. „Ég tel engu að síður að allir séu sammála um að halda ásættanleg jól með einhverjum hætti. Mér finnst þetta yndislegur árstími. Ég á afmæli á Þorláksmessu og jólin byrja alltaf snemma á mínu heimili. Við erum gjarnan með fjölskylduveislu þann dag, hangi­ Andabringur í upphæðum hjá prestinum Séra Sigurður Árni Þórðarson hefur venjulega fuglakjöt á aðfangadag. Það hentar vel þegar menn vinna þennan dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sigurður leggur mikinn kærleik og natni í elda- mennskuna. Diskurinn kominn á borðið. Anda- bringa, sætar kartöflur og Jerúsalemsalat í jólafötum sem virkar mjög spennandi. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Hallgrímskirkju, á ekki von á að messuhald verði með hefðbundnum hætti þessi jólin. Aftansöngur verður mögulega sendur út á netinu frá kirkjum landsins. Elín Albertsdóttir Verslun Guðlaugs A Magnússonar Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík sími 562 5222 www.gam.is Jólaskeiðin 2020 kjöt og laufabrauð. Mér finnst skemmtilegt að elda fyrir marga og finnst dásamlegt þegar húsið fyllist af fólki. Það verður nú varla þessi jólin,“ segir Sigurður. „Hins vegar er nauðsynlegt að rækta það sem við höfum þegar að okkur er kreppt. Huga að umhyggju og góðum samskiptum.“ Andabringur fyrir fjóra. Byrjið á að marinera bringurnar. Þá er farið í sósugerðina. Meðan sósan er að sjóða niður er ljómandi að huga að maríneringu lauks og döðlubitanna í salatið. Síðan er sætkartöflumeðlætið undirbúið og kjötið steikt. 800 g andabringur Ristið krossa skinn/fitumegin og nuddið salti, pipar og möluðum einiberjum í skurðina, ekki verra að það sé gert með einhverra klukkutíma fyrirvara. Steikið bringurnar á þurri pönnu með fituhliðina niður og steikið þar til skorpan harðnar. Snúið svo og steikið stutt, þó þannig að fituskertu hliðinni sé lokað líka. Steikið í ofni í 12–15 mínútur þar til kjarninn er liðlega 60 °C. Takið svo úr ofni og látið taka sig í nokkrar mínútur áður en skorið er í þunnar sneiðar. Sósan 3 dl anda- eða kalkúnasoð 2 dl rauðvín (líka hægt að nota púrt) 1 msk. balsamik-edik safi úr 2 appelsínum safi úr 2 límónuávöxtum safi úr 1 sítrónu 2 dl kókosmjólk eða eftir smekk ½ msk. rifinn engifer sulta – eftir smekk – ég nota gjarnan ribs- eða sólberjasultu til að sæta hana og jafna. Sjóðið allt niður um þriðjung og þykkið svo eftir smekk. Í sósuna má síðan setja 1 msk. af köldu smjöri í lokin til að ná gljáa. Sætar kartöflur 1 meðalstór sætkartafla 1 msk. olía 1,5 tsk. sumac (sítrónupipar getur komið í stað sumac) 1,5 tsk. maldonsalt Flysjuð og síðan skorin í bita, ca 1x1x2 cm. Sletta olíu yfir og dreifa sumac og salti. Steikja í 200 °C ofni í 20 mínútur. Fylgist með steikingu og ekki ofsteikja. Jerúsalemsalat í jólafötum 1 rauðlaukur 100 g döðlur – Medjool eru bestar en hinar duga 1,5 msk. hvítvínsedik Skerið döðlurnar í fernt á lengd­ ina. Sneiðið laukinn í tvennt og síðan þvert og þunnt. Setjið lauk og döðlur í skál ásamt edikinu. Blandið vel saman og látið marin­ erast í hálfa klukkustund. Síið þá edikið frá. 3 súrdeigsbrauðsneiðar (eða tvö pítubrauð rifin í bita) 75 g möndlur 1,5 tsk. sumac (1 tsk. sítrónupipar getur komið í stað sumac) 1/2 tsk. chiliflögur sletta af sjávarsalti 2 msk. smjör 1 msk ólífuolía Grófsaxa möndlurnar. Skera súr­ deigsbrauð í bita, ca 1 cm á kant. Hitið olíu og smjör á pönnu og veltið brauði á pönnunni í tvær mínútur. Kryddið þá með salti, sumac og chilif lögum. Setjið möndlurnar út í og steikið í tvær mínútur í viðbót. Spínat 150 g – alvöru spínat Kjarnar úr hálfu granatepli (pomegranate) 1 lúka bláber safi úr ½ sítrónu ólífuolía salt Setjið spínat á fat og þá brauðten­ ingana og möndlurnar yfir. Síðast bláber og granateplin yfir. Bætið einni msk. ólífuolíu saman við ásamt sítrónusafanum. Bragðið til með salti – ef þarf. Uppskriftir mínar birti ég gjarnan á heimasíðu minni, sigur­ durarni.is. Jerúsalemsalatið er úr Jerúsal­ embók Ottolengi og Tamimi. 24. nóvember 2020 JÓL 2020 30 FRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.