Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 68
„Það geta allir eldað góða humar- súpu,“ segir Hanna Kristín Eyjólfs- dóttir, matreiðslumeistari og einn eigenda veitingahússins RVK Meat. Þangað kemur fólk um langan veg til þess eins að bragða á frægri humarsúpu sem hefur orð á sér fyrir að vera ævintýraleg upplifun fyrir bragðlaukana. „Leynivopnið er bakað hvítt súkklaði og fennelrót sem við pikklum í epla- eða hvítvínsediki og gefur örlítinn lakkrískeim,“ ljóstrar Hanna Kristín upp og gefur landsmönnum uppskrift að humarsúpunni í jólagjöf. Sjálf er Hanna alin upp við að borða dýrindis humar í forrétt og segist vona að jólamatur æsku- jólanna fylgi henni sem lengst. „Mínar bestu matarminningar eru einmitt humar í skel á aðfanga- dagskvöld, grillaður á gamaldags máta og borinn fram með kok- teilsósu; algjört lostæti sem við fjölskyldan erum vitlaus í. Svo er alltaf léttreyktur lambahryggur í aðalrétt, eldaður í ofni með gljáa, svipað og hamborgarhryggur, og ris a la mande í eftirrétt, sem og mömmuís með Toblerone. Ég hlakka sérstaklega til að borða lambahrygginn því það er spari- matur sem er aðeins fáanlegur léttreyktur fyrir hátíðarnar.“ Hálf hvítvín og heil smjöraskja Það er ekki hrist fram úr erminni klukkutíma fyrir jól að elda humarsúpu frá grunni því marga klukkutíma tekur að sjóða bara soðið úr humarskeljum. „Það er hægt að stytta sér leið og kaupa tilbúið humarsoð í fiskbúð- um og í raun ekkert síðra þar sem grunnuppskriftin að humarsoði er alls staðar sú sama. Ef maður vill gera sinn eigin grunn og bjóða upp á humarsúpu á aðfangadagskvöld er gott að byrja ekki seinna en klukkan 11 að morgni aðfangadags eða jafnvel leyfa honum að malla á Þorláksmessu,“ segir Hanna. Til að búa til grunnsoð humar- súpunnar frægu á RVK Meat er sett olía í botn í 7 lítra potti og steikt í henni gulrót, laukur, hvít- laukur, steytt fennelfræ, stjörnu- anís, lárviðarlauf, kóríanderfræ, og fennelfræ. Því næst er hellt út í hálfri f lösku af hvítvíni eða freyðivíni til hálfs við hvítvínið og látið bullsjóða í 20 mínútur. Þá er sett út í ein dós tómatpuré. „Vínið gerir gæfumuninn í bragði soðsins en vínandinn gufar upp í suðunni og því geta börn líka borðað súpuna. Að lokum er potturinn fylltur upp með humar- skeljum og helst humarklóm með, til að fá meira bragð úr kjötinu, og fyllt upp með vatni að efstu skeljum. Allt er svo látið malla á vægum hita, en þó svo að bulli aðeins, í allt að fimm tíma en þess vegna allan daginn. Því lengur því betra.“ Leynitrix sem fullkomna súpuna Fjórir til fimm lítrar af humar- súpu dugar fjórum til sex manns í forrétt. „Þegar soðið er tilbúið er græn- metið, skeljar og kryddjurtir sigtaðar frá og soðið kælt í kæli. Sjóða þarf soðið aftur niður áður en bætt er út í það einum lítra af rjóma, eða jafnvel meira, ef fólk vill hafa súpuna mjög rjóma- kennda, tvöföldum espresso eða sterku kaffi, matskeið af Siracha- chilisósu og einum teningi af kjúklingakrafti. Allt er svo soðið saman í einn og hálfan tíma, við væga suðu,“ útskýrir Hanna. Þegar súpan er nánast tilbúin bætast við f leiri leynitrix. „Þá tökum við öskju af íslensku smjöri, 400 grömm, skerum það í bita, setjum ofan í súpuna og leyfum því að sjóða á vægri suðu á meðan við hrærum aðeins í súp- unni. Þá kemur dásamleg froða ofan á súpuna og einstakt, mjúkt eftirbragð. Ekki er verra að nota töfrasprota við verkið. Svo slekkur maður undir súpunni, tekur hana af hitanum og sker eina til tvær sítrónur í sneiðar sem settar eru ofan í súpuna og leyfum þeim að liggja í 20 mínútur. Við það dregur súpan út sítrónusafann án þess að bragð af berkinum fylgi með. Að lokum tökum við sneiðarnar upp úr og súpan er tilbúin.“ Hanna léttsteikir lítinn, pillaðan humar í smjöri og gætir þess að ofelda hann ekki, því heit súpan klárar að sjóða hann þegar henni er hellt yfir. „Súpuna ber ég fram með því að setja humar, pikklað fennel og bakað hvítt súkkulaði í botn á súpudiski, og svo helli ég súpunni yfir. Hvítt súkkulaði baka ég í 150 °C heitum ofni í tíu mínútur, eða þar til það fer að brúnast. Þá set ég það í kæli í korter og sker það eða brýt ofan í diskinn og ofan á súpuna til skrauts. Pikklað fennel er gert með því að sjóða saman 200 g eplaedik, 100 g vatn og 100 g sykur, þar til sykurinn hefur bráðnað. Þá er fennelrótin þunnt skorin í sneiðar, sett ofan í löginn og látin ligga í minnst hálfan annan tíma,“ segir meistara- kokkurinn Hanna Kristín, sem nú er með þrjá matreiðslunema í þjálfun en sjálf fann hún sína hillu sem kokkur þegar hún fór í starfsnám á Argentínu steikhúsi árið 2005. „Ég myndi segja að ég væri fyrst og fremst grillkokkur og mér þykir gaman að góðum steikum, en humarsúpan svíkur engan og ég elda hana heima jafnt sem í vinnunni.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@ frettabladid.is Humarsúpa með hvítu súkkulaði Hanna Kristín Eyjólfsdóttir, matreiðslu- meistari og einn eigenda RVK Meat, gefur hér uppskrift að sannri matar- upplifun. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Humarsúpa er sparilegur for- réttur sem hefur sótt í sig veðrið í pottum landsmanna á hátíð- legum stundum. Ein sú marg- slungnasta og allra besta í manna minnum er humarsúpa Hönnu á RVK Meat. Léttsteiktur humar með pikklaðri fennelrót og hvítu, bökuðu súkkulaði. Heitri humarsúpu hellt út á humarinn, fennelrótina og hvíta súkkulaðið. Hanna léttsteikir lítinn, pillaðan humar í súpuna góðu til að ofelda hann ekki en heit súpan klárar að sjóða hann til fullnustu þegar í skálina er komið. Nóg af rjóma og smjöri gefur fallega froðu og einstakt, mjúkt eftirbragð. 24. nóvember 2020 JÓL 2020 46 FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.