Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 74

Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 74
Skáldsagan A Christmas Carol, eftir Charles Dickens, kom út þann 19. desember 1843. Sögu þessa hafa eflaust f lestir heyrt eða séð að minnsta kosti einu sinni um ævina, enda hefur hún verið útfærð ótal sinnum undanfarin 177 ár. Sagan hefur margsinnis verið sviðsett sem leikrit, söngleikur, óperur og ballettar að ógleymdum öllum þeim kvikmyndum og sjón- varpsþáttum sem byggja á eða eru unnin upp úr sögunni um hinn níska og bitra Ebenezer Skrögg. Sagan er sígild af þeirri einföldu ástæðu að kjarni hennar er sam- mannlegur auk þess sem hún er vitaskuld mjög viðeigandi á hverju einasta ári þegar við getum öll tengt við boðskap hennar. Jólasaga Dickens, A Christmas Carol, er í hugum margra órjúfan- legur hluti jólanna á meðan aðrir kunna að hafa fengið sig fullsadda af því sem fyrir þeim er lítið annað en gömul tugga um hundleiðin- legan fýlukall. Jólasagan er þó til í slíkum fjölda ólíkra útgáfa að það hlýtur að vera nánast ómögulegt að geta ekki fundið í það minnsta eina sem hægt er að láta sér líka við. Þótt hér sé aðeins brotabrot af úrvalinu eru hér nokkrar góðar útgáfur þessarar klassísku jóla- sögu sem er tilvalið að kíkja á yfir hátíðarnar. Jólasagan endalausa Jólasaga Dickens, A Christmas Carol, sem kom út árið 1843 er í huga margra órjúfanlegur hluti jólanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hvort sem maður elskar Jóla- sögu Dickens eða er kominn með algjört ógeð á henni er eiginlega óhjákvæmilegt að sjá Skröggi gamla bregða fyrir í einhverri mynd í kringum jólin. Kvik- myndaútgáfur sögunnar eru að vísu svo margar og fjölbreyti- legar að eflaust ættu allir að geta fundið í það minnsta eina við sitt hæfi. Edda Karítas Baldursdóttir Scrooged (1988) Jólasaga í nútímabúningi. Myndin fjallar um Frank Cross (Bill Murray), forstjóra sjón- varpsstöðvar, sem hyggst sýna Jólasögu Dickens í beinni útsendingu um jólin. Frank er, eins og Skröggur, sjálfselskur leiðindapúki sem hikar ekki við að reka fólk og svívirða þrátt fyrir jóla- hátíðina. Eins og í Jólasögu er Frank heimsóttur af þremur draugum sem sýna honum villu síns vegar og minna hann á hinn sanna anda jólanna. Kar- en Allen, sem er þekktust sem Marion úr Indiana Jones-mynd- unum, fer með eitt aðalhlut- verkanna. Scrooge, or, Marley's Ghost (1901) Elsta kvikmyndaða útgáfa Jólasögu sem varðveist hefur er aðeins um það bil sex mínútur að lengd. Þessi þögla og svarthvíta stuttmynd hefst þegar Bob Cratchit vísar manneskju út af skrifstofu Skröggs að kvöldi aðfanga- dags og henni lýkur þegar Skröggur fær að sjá sína eigin gröf. Draugar liðinna, núverandi og komandi jóla birtast ekki í myndinni heldur kemur það í hlut draugs Marley, félaga Skröggs, að vitja hans í þeirra stað. Þessa 119 ára gömlu útgáfu er að finna á YouTube og um að gera að kíkja á hana um jólin. Carry on Christmas (1969) Bresku Áfram-grínmyndirnar, Carry On, lifa líklega enn í minningum einhverra en þær voru framleiddar á árunum 1958–1978. Fjögur ár í röð voru gefnir út sérstakir Carry On-jólaþættir og var sá fyrsti grínútgáfa af Jólasögu Dick- ens. Myndin skartaði fastaliði úr Carry On-hópnum með hrukkudýrið Sidney James fremstan í flokki sem Scrooge en Barbara Windsor, Hattie Jacques og Charles Hawtrey eru ekki langt undan. Scrooge (1970) Scrooge er Jólasaga með hefðbundnu sniði fyrir utan að hún er færð í söngleikja- búning. Þeir sem eru hrifnir af söngleikjum en minna fyrir Jólasögu gætu gefið þessari séns. Stjörnustríðs-aðdá- endur fá síðan smá bónus þar sem enginn annar en sjálfur Obi-Wan Kenobi, Sir Alec Guinnes, fer með hlutverk Ja- cobs Marley. Aðalhlutverkið er svo í höndum ekki síðri leikara, þar sem Albert Finney bregður sér í gervi Skröggs. Mister Magoo's Christmas Carol (1962) Eins og hér kemur fram eru til allnokkrar sniðugar teikni- myndaútgáfur af þessari klassísku sögu. Hinn staurblindi Mister Maggoo er þó kannski ekki beint karakterinn sem maður ímyndar sér í Jólasögu- búningnum og hvað þá Mr. Maggoo í söng- leikjaformi. Bugs Bunny's Christmas Carol (1979) Þessi mynd var hluti af um það bil hálftíma löngum þætti með nokkrum jóla- stuttmyndum. Í Jólasögu- hlutanum er það Kalli sjálfur, en ekki draugar, sem hrellir hinn fégráðuga gullgrafara Yosemite Sam. Allir helstu Looney Tunes-félagarnir eru á sínum stað en Porky Pig fer með hlutverk Bob Cratchit og Tweety Bird er Tiny Tim. A Sesame Street Christmas Carol (2006) Sesamstræti, eða Sesam, opnist þú, eins og þættirnir hétu á Stöð 2 í gamla daga, kom með sína eigin útgáfu af þessari klassísku sögu árið 2006. Í þessari útfærslu poppa þrír draugar út úr hversdaglegum hlutum og sýna ruslatunnubúanum fúla, Oscar, sem hefur lítið gaman af jólunum, ýmsar dæmi- sögur. Þarna má sjá marga þekktustu íbúa Sesamstrætis bregða fyrir, svo sem Bert og Ernie, Big Bird og Elmo. The Smurfs: A Christmas Carol (2011) Allir Strumparnir í Strumpabæ undirbúa jólin, auðvitað að undanskildum fýlustrumpi sem hatar jólin eins og flest annað. Fýlustrumpur fær heimsókn frá þremur drauga- strumpum sem reyna að vekja í honum jólaandann. Í myndinni er blandað saman tveimur tölvu- gerðum teiknistílum, þeim úr kvikmyndinni um Strumpana sem einnig kom út árið 2011 og stíl sem minnir á gömlu Strumpateikni- myndirnar sem við könnumst flest við. Every Day is Christmas (2018) Ólíkt öðrum útgáfum á þess- um lista bregður kona sér hér í gervi Skröggs. Alexis (Toni Braxton) er athafnakona sem lætur ekkert standa í vegi sínum á framabrautinni. Það er ekki fyrr en að látin móðir hennar vitjar hennar á jólum að hún fer að upplifa sannan anda jólanna. A Christmas Carol (2019) Nýjasta tilbrigðið við söguna, og örugglega ekki það síðasta, heitir einfaldlega A Christmas Carol. Þarna er á ferðinni ör-sería (mini series) frá BBC. Guy Pearce fer með hlut- verk Skröggs og Andy Serkis, sem leikur gjarnan furðu- verur eins og Gollri í Hringa- dróttinssögu, er í essinu sínu í hlutverki fortíðardraugsins. Einnig skarta þættirnir leikaranum unga Joe Alwyn í hlutverki Bob Cratchit. Joe þessi Alwyn er reyndar hvað þekktastur fyrir að vera kærasti stórsöngkonunnar Taylor Swift. Blackadder's Christmas Carol (1988) Grínþættirnir stórgóðu með Rowan Atkinson í titilhlut- verki komu með sína eigin sniðugu og öðruvísi útgáfu af sögunni þann 23. desember árið 1988. Ebenezer Blackadder er, ólíkt nafna sínum Skröggi, indælasti og gjafmildasti maður Englands. Hann er heimsóttur af draugunum þremur sem sýna honum uppátæki forfeðra hans og afkomenda. Draugarnir segja honum að ef hann verði illur sjálfur muni allt fara á annan veg fyrir Blackadder-ættina. Auk Rowan Atkinson er Tony Robinson á sínum stað sem Baldrick og Miranda Richardson, Stephen Fry og Hugh Laurie, sem öll eru fastagestir í Blackadder-þátt- unum, birtast í kunnuglegum rullum. 24. nóvember 2020 JÓL 2020 52 FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.