Fréttablaðið - 24.11.2020, Side 76

Fréttablaðið - 24.11.2020, Side 76
sundur og rétt áður en allt er borið á borð steikið snöggt upp úr heitri olíu. Setjið rækjukokteil í botn á skál/kokteilglasi. Setjið þunn- skornar smágúrkur, epli, graslauk, vatnakarsa og hrogn ofan á. Setjið salatblöð í aðra skál og berið fram með steiktum vöfflum. Lambahryggur Ég hef verið að kaupa fylltan lambahrygg frá Sælkerabúðinni fyrir matarboð heima, sem hefur slegið í gegn hjá fjölskyldu og vinum. Í ár ætla ég að nota hann á aðfangadag þar sem ég tel að hann eigi einstaklega vel við. Þessi upp- skrift sýnir að það þarf ekki alltaf að gera allt sjálfur frá grunni. Heldur að gera máltíðina sjálfa í heild sinni að þinni eigin. Lambahryggur 1200 g fylltur lambahryggur frá Sælkerabúðinni 50 g hunang 50 g olía ferskt timian ferskar rósmaríngreinar Hrærið saman hunang, olíu, timian og rósmaríni. Leyfið kjötinu að standa við stofuhita í 2 klukkustundir fyrir eldun. Stillið ofninn á 190 °C og fáið fallega brúningu. Lækkið ofninn niður í 160 °C eftir það. Eldið með kjöthitamæli upp í 45 °C, penslið með hunanginu og klárið inni í ofni upp í 50 °C. Takið út og leyfið kjarnhita að ná upp í 60 °C áður en borið er á borð. Krækiberjasoðsósa 400 ml krækiberjavín frá Íslenskri hollustu - fæst í Vínbúðum 100 ml rauðvínsedik 1 l hænsnasoð/lambasoð – fæst úti í búð í krukkum 3 rauðlaukar skornir 6 timiankvistir 30 g púðursykur 150 g smjör eða beurre noisette 20 g sojasósa Karamellíserið laukinn ásamt sykri í potti. Edik og rauðvín sett út í og soðið niður um 2/3, timian og soð sett út í og soðið niður. Sigtað. Soðið meira niður ef þarf og smjör pískað út í. Smakkað til með sojasósu og salti ef þarf. Sigurður er nýkominn úr hinni margrómuðu Bocuse d´Or sem er heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Þar fengu hann og teymið hans verðlaun fyrir besta fiskréttinn ásamt því að lenda í 4. sæti, sem er góður árangur í for- keppni. „Þetta var Evrópukeppni þar sem 10 af 20 komast áfram til Lyon í aðalkeppni, sem mun eiga sér stað í júní á næsta ári,“ segir Sigurður og er þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir aðalkeppnina. Hann hefur ástríðu fyrir starfinu sínu og nýtur þess að bera fram sælkeramat þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriði, líka hvernig maturinn er borinn fram. Við fengum Sigurð til að svipta hulunni af jólamatseldinni í ár og fleiri leyndarmálum tengdum jólunum. Fremur fastheldinn á jólahefðir Bakar þú og matreiðir mikið fyrir og um hátíðirnar? „Í sannleika sagt þá hafa jólin í mínu fagi verið sá tími þar sem mest er að gera. Þannig að það hefur komið niður á matseldinni heima fyrir um jólin, en ég hef alltaf séð um einhvern part af sjálfri aðventumáltíðinni. En þar sem að það er minna að gera þessi jólin þá fæ ég vonandi að ráða öllu í eldhúsinu þetta árið.“ Sigurður er fremur fastheldinn á jólahefðir og siði þegar kemur að matseldinni. „Það fer mikið eftir því hvar ég er um jólin, þegar kemur að því að halda í mínar hefðir og siði í matseldinni. Vana- lega hefur aðalrétturinn verið sá sami síðan ég man eftir mér. En á sama tíma er forréttur og eftir- réttur oft breytilegur frá ári til árs.“ Ætlar að taka yfir eldhúsið Er saga bak við hátíðarkvöld- verðinn sem þú valdir að svipta af hulunni fyrir lesendur Frétta- blaðsins? „Já, klárlega. Ég ætla að fá að taka yfir eldhúsið heima þetta árið og sjá um alla jólamatseldina. Ég ætla að hafa rétti sem fara út fyrir fjöl- skylduhefðina, en á sama tíma ætla ég að passa mig að það sé jólaívaf yfir matseldinni. Hugmyndin er að nota þessa rétti sem ég elda hér fyrir lesendur. Ég á örugglega eftir að breyta einhverju ef ég þekki mig rétt, ég hef oft gaman af því að breyta jafnvel eigin uppskriftum. Uppskriftir fyrir mér eiga að leiða þig í rétta átt, en það er ekkert sem segir að þú megir ekki gera upp- skriftir að þínum eigin og breyta eftir þínum hentugleika. Þetta árið ætla ég að fara úr humarforrétti yfir í klassíska rækjukokkteilinn með smá tvisti. Úr hamborgarhrygg yfir í fylltan lambahrygg og úr jóla- ísnum yfir í sérrí frómas, toppaðan með nýstárlegum sætindum. Gylltir diskar, koparpottar Sigurður hugsar fyrir hverju smáatriði og segir að við borðum fyrst með augunum og síðan með munninum og því þurfi að huga að því hvernig við berum fram matinn. Við fengum hann til að deila með okkur hvernig hann ætlar að bera fram hátíðamatinn að þessu sinni og hvað hann hafi í huga þegar hann velur borðbúnað. „Fyrst og fremst að það eigi við það sem ég er að gera hverju sinni. Borð- búnaðurinn sem ég notaði fyrir þessa rétti eru koparpottar og mót, gylltir diskar finnst mér eiga vel við fyrir jólin og sérstök tilefni. Í þessu tilfelli hannaði ég diskana sjálfur ásamt Guðbjörgu Káradóttur hjá Kerrvk.is en hún er einn af okkar færustu keramikhönnuðum. Fyrir vikið þá verður þetta allt saman mjög persónulegt. Á sama tíma er vinna að halda koparpottum og -pönnum við þannig að ég nota þá oftast bara við tilefni.“ Síðustu pakkarnir keyptir á að- fangadag Er mikið haft fyrir jólunum á þínu heimili? „Það er skreytt mjög snemma og jafnvel tekið niður enn seinna. Pakkar eru keyptir snemma en einhvern veginn, nánast hver einustu jól, er ég samt sem áður að kaupa síðustu pakkana á aðfanga- dag. Þegar það kemur að matnum þá er aðalatriðið að byrja bara að elda snemma, svo að aðfangadagur verði ekki bara eitt stórt stress. Margt sem hægt er að gera með góðum fyrirvara þegar kemur að matnum,“ segir Sigurður og nefnir að tíminn með fjölskyldunni sé það skemmtilegasta við jólin. „Jólaskrautið, kærleikur, matur og að lesa á jólapakkana.“ Ætli Sig- urður sé mikið jólabarn? „Ég veit um fólk sem er meira jólabarn en ég sjálfur. Ég hef þó að sjálfsögðu gaman af öllum hlýleikanum og kærleikanum sem jólunum fylgir og allir jólasveinarnir eru í uppá- haldi í dag. Þegar ég var yngri var Stúfur minn uppáhalds, en svona breytast hlutirnir með aldrinum,“ segir Sigurður. Rækjukokkteill, súrmjólkurvaffla, hrogn og epli fyrir 6 manns Það sem er skemmtilegt við þessa uppskrift er að það er búið að taka klassískan rétt og gera hann aðeins meira spennandi. Eins og ég sagði hér áður má alltaf breyta til, að hafa vöff lurnar með gerir þetta meira spennandi fyrir augað og bragðlaukana. Rækjukokkteill Sósa með kokkteilnum 200 g majónes 150 g tómatsósa 40 g 36% sýrður rjómi Allt hráefni hrært saman. Kokteill 400 g úthafsrækjur bleikjuhrogn/laxahrogn/grá- sleppuhrogn/kavíar 2 egg soðin og skorin í bita vorlaukur eftir smekk, fínt skorinn 1 sítróna, börkur og safi engifer eftir smekk skrældur graslaukur eftir smekk, saxaður 1 pakki smá gúrkur þunnt skornar vatnakarsi salatblöð Lambhaga- / hjartasalat 1 grænt epli – skorið í fína strimla (julienne cut) salt (íslenskt sjávarsalt ef mögu- leiki er á) pipar (heill í kvörn) Blandið rækjum og sósu saman, hæfilegt magn af rækjum og sósu. Má alltaf bæta meiri sósu seinna meir. Blandið vorlauk og eggjum í blönduna. Smakkið til með salti og pipar. Með fínu rifjárni rífið börk af einni sítrónu og hæfilegt magn af engifer, ekki of mikið. Smakkið til með sítrónusafa og meira salti og pipar ef þarf. Súrmjólkurvöfflur 350 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 3 tsk. salt 3 msk. sykur 350 g súrmjólk 140 g mjólk 2 egg 70 g smjör eða beurre noisette Blandið þurrefnum saman, sláið egg saman ásamt súrmjólk. Hitið mjólk og smjör og hrærið út í eggjablönduna. Blandið henni saman við þurrefnin. Steikið í vöff lujárni. Losið hjörtun í Rækjukokteill, fylltur lambahryggur og sérrífrómas Sigurður mun keppa í Bocuse d´Or á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Rækjukokkteill, súrmjólkurvaffla, hrogn og epli. Það geta allir eldað góða humar- súpu,“ segir Hanna Kristín Eyj- ólfsdóttir, matreiðslumeistari og einn eigenda veitingahússins RVK Meat. Þangað kemur fólk um langan veg til þess eins að bragða á frægri humarsúpu sem hefur orð á sér fyrir að vera ævin- týralega upplifun fyrir bragð- laukana. Sjöfn Þórðardóttir 24. nóvember 2020 JÓL 2020 54 FRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.