Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 84

Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 84
Þegar ég var fimm ára voru mamma og vinkona hennar eitthvað að pukrast en svo komu jólin og þá beið mín dásamleg dúkka. Búkurinn var heimasaumaður en hún var með postulínshöfuð sem var keypt í búð. Þórunn Sveinbjörnsdóttir Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@ frettabladid.is Þórunn er formaður Landssam- bands eldri borgara og hefur birst reglulega á skjám landsmanna undanfarna mánuði á upplýsinga- fundum Almannavarna. Hún giftist ung og eignaðist þrjú börn en þegar þau voru komin á legg hóf hún að vinna á leikskóla. Hún var formaður Starfsmannafélagsins Sóknar og síðar varaformaður Eflingar. Þórunn fæddist á Hofs- stöðum í Miklaholtshreppi en árið 1946, þegar hún var eins árs, flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þórunn á margar góðar minningar frá æskujólunum. „Jólahald okkar fjölskyldunnar var óvenjulegt að því leytinu til að það var lagað að vinnutíma föður míns, Svein- björns Bjarnasonar. Hann var í lögreglunni og vann á vöktum. Við færðum jólin fram þegar hann var á kvöldvakt en seinkuðum þeim ef hann var á dagvakt. Við fórum í jólamessu ef tími gafst til. Mesti jólailmur sem ég hef upplifað var þegar pabbi kom heim með nokkur epli og appelsínur sem hann fékk að gjöf frá vinnunni. Ávöxtunum var pakkað inn í þunnan pappír, sem var síðan straujaður svo hægt væri að teikna á hann. Þá var ekki hægt að kaupa teiknipappír úti í búð, heldur var allt nýtt sem hægt var,“ rifjar Þórunn upp. Vöruúrval var af skornum skammti og oft þurfti að beita útsjónarsemi til að verða sér úti um nauðsynlegan varning. „Þetta var á skömmtunarárunum. Fólk fékk skömmtunarmiða og móðir mín, Áslaug Sigurðardóttir, varð oft að standa tímunum saman í biðröð til að fá helstu nauðsynjar. Allt jólaskraut var heimagert. Við bjuggum til músastiga úr krep- pappír og hann var hengdur upp í loft en annað skraut var tak- markað. Þegar ég var fimm, sex ára man ég eftir jólatré sem var smíðað úr tré og skreytt með kreppappír og mislitum pappír. Síðar eignuðumst við jólaseríur sem voru eins og jóla- bjöllur en slíkar seríur sjást aðeins á Árbæjarsafni í dag. Þrátt fyrir þetta voru allir glaðir og ég man hrein- lega ekki eftir neinu sem mann vanhagaði um,“ segir Þórunn. Smám saman rofnuðu þessi höft og vöruúrvalið jókst. „Það þótti merkilegt þegar hægt var að kaupa jólakúlur sem glitraði á. Svo fengust glansmyndir af englum og jóla- sveinum sem við krakkarnir söfn- uðum og límdum inn í stílabækur. Faðir vinkonu minnar var á milli- landaskipi og kom heim með alls konar jólaskraut frá Ameríku, t.d. stórar myndir af jólasveinum sem voru hengdar á útidyr. Það var alveg sér á parti. Þegar ég var orðin eldri var mjög vinsælt að fara niður í bæ að skoða skreytingarnar í útstill- ingargluggum Rammagerðarinnar, sem voru einstaklega fallegar.“ Heimagerðar jólagjafir glöddu barnshjartað Þórunn minnist þess að á æskuár- unum voru jólagjafir oftar en ekki heimagerðar en mikil gleði og eftirvænting fylgdi því að fá pakka og sjá hvað leyndist í honum. „Mamma átti frábæra vinkonu sem hét Ósk og var mikil saumakona. Þegar ég var fimm ára voru þær eitthvað að pukrast en svo komu jólin og þá beið mín dásamleg dúkka. Búkurinn var heimasaum- aður en hún var með postulíns- höfuð sem var keypt í búð. Ósk hafði saumað kjóla og fleira fínerí á dúkkuna og síðar saumaði hún kjól á mig úr sama efni. Á þessum tíma var lítið um búðarkeypt leikföng,“ segir Þórunn og bætir við að þessi fallega vinátta móður hennar og Óskar standi upp úr í jólaminn- ingunum. „Þegar ég varð eldri fannst mér ómissandi að fá nýja bók í jólagjöf og helst konfekt líka. Að fara að hátta með nýja bók, t.d. Hönnu- bækurnar eða Möttu Maju-bæk- urnar og konfektmola situr fallega í minningunni. Við vinkonurnar skiptumst á jólagjöfum og svo voru þessar bækur lánaðar á milli og lesnar upp til agna,“ rifjar Þórunn upp. Í jólamatinn var oftast lamba- læri eða -hryggur með brúnuðum kartöflum og grænum baunum frá Ora. „Mamma var húsmæðraskóla- gengin og kunni að búa til góða eftirrétti. Við fengum oft frómas eða búðing, t.d. rommbúðing. Þá fékk maður að handleika pínu- litla flösku með nokkrum romm- dropum í og setja út á búðinginn. Malt og appelsín fékkst bara á jólunum. Á jóladag lagaði mamma heitt súkkulaði með rjóma og með því borðuðum við vanilluhringi, spesíur, gyðingakökur og vínar- tertur sem hún bakaði. Á jóladag var alltaf hangikjöt í matinn,“ segir Þórunn. „Það er ekki hægt að bera þessa tíma saman við nútímann. Þetta eru eins og tveir ólíkir heimar,“ segir hún. Jól í skugga sorgar Þórunn segir að á fullorðinsár- unum hafi jólin yfirleitt verið friðsæll og rólegur tími en ein jólin séu sér þó sérlega minnisstæð, en þau voru haldin í skugga sorgar. „Í desember árið 1997 veiktist mamma alvarlega og varð að leggjast inn á Landspítalann. Við pabbi vorum hjá henni þann 22. desember og vissum í hvað stefndi. Hún lést á Þorláksmessu. Þetta voru skrítnustu jól sem ég hef upplifað. Við fjölskyldan vorum að undirbúa jarðarförina hennar mömmu yfir jólin. Við stóðum öll þétt saman en mér fannst ekki vera nein jól. Eftir þetta tók mig nokkur ár að finna aftur jólaandann í hjartanu. Ég fékk styrk í því að reyna að standa mig og styðja pabba. Eftir þessa reynslu finn ég virkilega til með fólki sem lendir í áföllum á þessum árstíma,“ segir Þórunn. Jólin á kórónuveirutímum Þegar Þórunn er innt eftir því hvernig jólahaldið verði hjá henni í ár, segist hún ekki búin að ákveða það nákvæmlega en þar spilar kórónuveirufaraldurinn inn í. „Við höfum undanfarin ár átt jól víða, m.a. hjá dóttur okkar í Danmörku, hjá öðrum syni okkar og svo uppi í sveit í góðu húsi. Í ár er ekki komin ákvörðun vegna COVID-19 en allt það er opið, enda eru jólin fjöl- skyldusamvera og sumar hefðir fylgja enn eins og hangikjöt á jóla- dag en þá eru börn og barnabörn hjá okkur. Kórónuveirufaraldurinn mun hafa áhrif á líf margra og legg ég áherslu á að fólk gæti sinna nán- ustu og njóti saman góðra stunda,“ segir Þórunn að lokum. Jólin færð fram eða til baka Þórunn segir að í æsku hafi jóla- hald fjölskyld- unnar verið lagað að vinnu- tíma föður hennar, sem var í lögreglunni og vann á vöktum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Þórunn Sveinbjörnsdóttir minn- ist æskujólanna með mikilli hlýju. Heimilið var skreytt með músastiga og jólagjafirnar voru oftast heimagerðar en vöktu gleði og eftirvæntingu. Þórunn segir jólin fyrr og nú ólíka heima sem vart sé hægt að bera saman. Órjúfanlegur hluti af jólunum 24. nóvember 2020 JÓL 2020 62 FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.