Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 92

Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 92
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@ frettabladid.is Lára Lind er 24 ára gömul, hefur búið víða og fengist við ýmis- legt. „Ég er uppalin í Grindavík og búsett í Garðabæ. Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri og kláraði síðan ljósmyndun núna í maí en ásamt því hef ég lært förð- unarfræði og hljóðtækni.“ Ný innsýn og áhugi á matargerð Lára heldur úti vinsælu matar- bloggi undir heitinu „Vegan hjá Láru“. „Ég byrjaði á minni vegan- vegferð fyrir um þremur árum þegar ég byrjaði á því að hætta að borða kjöt, síðan tók ég út mjólkur- vörur og síðast fisk. Ég hef verið 100% vegan í um eitt og hálft ár núna og í gegnum þetta þriggja ára ferli fékk ég nýja innsýn í og áhuga á matargerð.“ Óhætt er að fullyrða að sú ákvörðun hafi opnað nýjan heim fyrir Láru. „Sá áhugi leiddi mig út í það að opna vegan matarblogg og deila mínum uppskriftum að fljót- legum og auðveldum veganmat og bakstri fyrir alla. Ég hef einnig haldið grænkera-fyrirlestur um veganmat, áhrif þess og fleira, og er það klárlega eitthvað sem mig langar að fara meira út í.“ Nú styttist óðum í jólin og Lára segist full eftirvæntingar eftir jólunum í ár. „Ég er jólabarn, en það fer oftast eftir því hvað ég næ að eyða miklum tíma í aðventuna hversu langt ég fer með jólaæðið. Ég er mjög spennt fyrir jólunum í ár.“ Öðruvísi samband við mat Þegar Lára er spurð að því hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta að borða kjöt nefnir hún nokkur atriði. „Ég hætti að borða kjöt fyrir um þremur árum. Ég fann helst fyrir ákalli frá líkamanum mínum um að breyta til í fæðu og eiga öðruvísi samband við mat. Læra meira um næringu og hugsa út í hvaðan maturinn kemur.“ Út frá þessari hugarfars- og lífs- stílsbreytingu ákvað Lára að taka þetta skrefinu lengra. „Ferlið mitt að því að verða 100% vegan gerðist yfir þriggja ára skeið og fyrir mér var þetta ákveðin keðjuverkun sem fór í gang með meiri þekkingu á mat, næringu, dýravernd og út frá umhverfisjónarmiðum.“ Lára segir margt hafa breyst á þessum tíma. „Það hefur aldrei verið jafn mikið úrval af veganmat og -vörum eins og í dag og ég fagna því vel. Með tímanum eru líka alltaf fleiri að verða vegan og prófa að breyta til og smakka, vitundar- vakningin tengd dýravernd er alltaf að verða meiri.“ Einfalt að vegan-væða Lára nýtur þess að baka í aðdrag- anda jólanna og í ár verður engin undantekning á því. „Fyrir mér Ljúffengar smákökur án dýraafurða Lára Lind heldur úti metnaðarfullu bloggi á netinu og á Instagram. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Jólaturnar Láru eru einstaklega hátíðlegir en hægt er að sjá uppskriftina á veganhjalaru.com. Ómótstæðilegir jólaturnar, brakbitar og lakkrístoppar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Lára Lind Jakobsdóttir gerðist grænmetisæta fyrir þremur árum og segir þá ákvörðun hafa opnað fyrir sér nýjan heim, meðal annars hvað elda- mennsku og bakstur snertir. þurfa alltaf að vera lakkrístoppar og sörur á jólunum. Í ár ákvað ég einnig að gera brakbita sem eru konfektmolar og jólatoppar með súkkulaði og trönuberjasultu.“ Hún segir jólamatinn hafa verið nokkuð svipaðan eftir að hún tók ákvörðun um að hætta að neyta dýraafurða. „Frá því ég byrjaði að vera vegan hefur verið innbökuð vegan steik með sveppum, sætum kartöflum og fleira, brúnaðar kartöflur, vegan Waldorfsalat og sveppasósa. Í eftirrétt er góð kaka með jólaísnum, auðvitað allt vegan.“ Þá segir Lára það hafa komið sér á óvart hversu auðvelt sé að útfæra hefðbundnar uppskriftir á vegan-máta og gefur nokkur góð ráð hvað það snertir. „Mér finnst oftast koma fólki á óvart hvað það getur verið auðvelt að vegan-væna ýmsan hátíðarmat og bakstur. Til dæmis má nefna Waldorfsalatið fræga, en þá er hægt að skipta út og nota veganrjóma og suðusúkku- laði. Í brúnuðu kartöflunum notar maður þá smjörlíki í staðinn fyrir smjör. Svo er það veganmöndlu- rjómi í sveppasósuna góðu. Mér finnst svona innbakaðar vegan- steikur mjög góðar og það var auð- veldara að útbúa það frá grunni en ég hélt, svo er auðvitað einnig hægt að kaupa það tilbúið.“ Hún ráðleggur fólki að nálgast veganmatseld með opnum huga og segir ótal valmöguleika í boði sem geri fólki kleift að útbúa dýrindis máltíðir, án dýra. „Það er auðveld- ara að elda og borða veganmat en margir halda. Það eru til frábærar vörur til að skipta út og svo rosa- lega margir valmöguleikar til að prófa. Þegar ég byrjaði á þessari vegan vegferð langaði mig helst að geta eldað sama klassíska matinn og baka sömu kökurnar nema í vegan búningi.“ Áhugasöm geta þá nálgast hafsjó af einföldum uppskriftum, innblæstri og fróðleik á bloggi og Instagram-síðu Láru. „Á matar- blogginu mínu, veganhjalaru.com, og undir Instagram aðganginum @ veganhjalaru hef ég verið dugleg að sýna alls konar leiðir og hug- myndir að mat og bakstri. Allar uppskriftir má nálgast á heimasíð- unni en veganmatur þarf alls ekki að vera flókinn eða taka mikinn tíma, endilega prófið, þar er heill heimur af nýju bragði og gúrmé mat!“ Lára bakaði hvorki meira né minna en þrjár tegundir af smákökum fyrir Fréttablaðið og hægt er að nálgast allar uppskrift- irnar bæði á heimasíðu hennar og Instagram-síðu. Hér er uppskrift að ljúffengum lakkrístoppum sem Lára hefur lagt mikla vinnu í að þróa. Lakkrístoppar – vegan og án glútens Innihald á u.þ.b. tvær ofnplötur: 6 msk. kjúklingabaunasafi / aqua- faba 200 g púðursykur 70 g lakkrískurl 100 g suðusúkkulaði Hita ofninn á 150 °C blástur. Hræra kjúklingabaunasafanum í hrærivél saman í 15–20 mínútur. Þá ætti safinn að verða alveg hvítur og stífur. Næst set ég púðursykurinn hægt og rólega saman við, aðeins matskeið í einu, á meðan ég hræri enn þá í hrærivél. Á meðan ég bæti púðursykrinum við hræri ég alveg í 20 mínútur til viðbótar. Eftir þann tíma áttu að geta hvolft skálinni og marengsblandan á ekki að haggast. Næst blanda ég mjög smátt söxuðu suðusúkkulaði og lakkrískurli við marengsblönduna með sleif. Mjög varlega, rólega og hægt. Því minni sem topparnir eru, því betra og öruggara er að baka þá. Ég nota rúmlega teskeið, aðeins minna, fyrir hvern topp á bökunarplötu með bökunarpappír. Best er að hafa hraðar hendur á meðan topp- unum er komið fyrir á plötunni, því að það sem heldur þeim „fluffy“ er loftið eftir þeytinginn í hrærivél- inni og fellur hann með tímanum. Ef þú átt afgang eftir í skálinni og ætlar að nota þá á næstu ofnplötu er best að geyma skálina í ísskáp á milli til að halda loftinu í deiginu á milli platna. Ég baka toppana í 15 mínútur, mínútu til eða frá. Þegar ég tek þá út úr ofninum er mikil- vægt að leyfa þeim að kólna í 2–3 mínútur áður en þeir eru teknir af plötunni. Njótið! 24. nóvember 2020 JÓL 2020 70 FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.