Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 102

Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 102
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@ frettabladid.is Sigrún er margra barna móðir og því ýmsu vön hvað heimilishald varðar. „Ég er 35 ára gömul, búsett á Egilsstöðum ásamt sambýlis- manni og fjórum börnum. Börnin mín eru 17, 7, 5 og 3 ára. Ég er fædd á Akureyri og alin upp í sveit en er búin að búa hérna fyrir austan í um sex ár.“ Sigrún er virk á samfélagsmiðlum ásamt því að halda úti áhugaverðu hlaðvarpi þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar. „Fyrir um fimm árum opnaði ég sam- félagsmiðlana mína og ég er enn að í dag, enda mjög skemmtilegur vettvangur að mínu mati. Ég held einnig úti hlaðvarpi sem heitir Hvað er málið? þar sem ég tek fyrir alls konar atburði, fólk eða staði.“ Hátíðlegra að hafa hreint „Mér finnst mjög gaman að þrífa, fólki finnst það mjög skrítið en það sem mér finnst skemmtilegast við þetta er hvað manni líður vel eftir þrif og það er svo magnað að sjá fyrir og eftir, sérstaklega þegar maður er að þrífa eitthvað sem virkilega þarf á þrifum að halda. Og bara einmitt að prófa nýjar aðferðir við alls konar þrif. Ég er reyndar mjög græjusjúk og á þrifgræjur fyrir nánast allt þannig að já, ég hef lengi verið svona. Ég myndi segja svona aðallega eftir að ég fór að búa sjálf.“ Þegar Sigrún er spurð að því hvers vegna það sé mikilvægt að þrífa fyrir jólin er svarið einfalt. „Mér líður einfaldlega betur og finnst hátíðlegra að hafa heimilið hreint. Gott kerti með jólailm setur svo punktinn yfir i-ið. En það er ekki þar með sagt að ég þrífi allt í hólf og gólf fyrir jólin enda myndi ég þurfa nokkrar auka klukku- stundir í sólarhringinn til að ná því, en ég er mjög dugleg að losa mig við alls konar hluti fyrir jólin og hreinsa til í skápum og skúffum. Það kemur alls konar nýtt dót inn á heimilið um jólin og að vera búin að losa mig við það sem er aldrei notað eða hentar ekki lengur finnst mér ekki síður mikilvægt.“ Léttir yfir öllu Áður fyrr var ítarleg jólahreingern- ing órjúfanlegur hluti af undir- búningi jólanna. Þegar Sigrún er Það er svo góð tilfinning sem fylgir því að klára Sigrún er að eigin sögn græjusjúk og á þrifagræjur fyrir allt. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Sigrún mælir með því að þrífa í 20 mínútna lotum, það sé einfalt og árangursríkt. MYND/AÐSEND Sigrún Sigurpálsdóttir er mikill viskubrunnur hvað hreingern- ingu snertir. Hún segir jóla- hreingerninguna ómissandi lið í undirbúningi jólanna og lumar á fjölmörgum ráðum sem ættu að nýtast flestum vel í þessu mikil- væga en oft krefjandi verkefni. að hver hlutur eigi sinn stað því þá er maður mikið fljótari að ganga frá.“ Gott að gera gátlista Þá er alltaf gagnlegt að útbúa gát- lista. „Ég mæli svo með því fyrir þá sem vilja taka einhvers konar jólaþrif að fara yfir heimilið, búa til lista yfir það sem manni finnst nauðsynlegast að gera og forgangs- raða svo þannig, svo maður lendi ekki í spreng og sé svo uppgefin þegar jólin loksins koma. Því þetta snýst líka um jafnvægi og að gera ekki óþarflega mikið,“ útskýrir Sigrún. „Ég er með lista sem ég er búin að búa til á nokkrum árum eiginlega, bæti á listann ef það er eitthvað sem bætist við og eins þá fjarlægi ég atriði sem eru óþarfi. Ég tek svo listann og merki við það sem mér finnst ég þurfa eða vilja gera fyrir jólin, því það er aldrei þannig að ég taki öll atriðin á listanum, enda er hann langur,“ segir hún og hlær. „En það er svo gott að hafa eitt- hvað svona til hliðsjónar því ég á það til að afvegaleiðast ef ég hef ekki lista til að fylgja. Ég merki við þau atriði sem ég ætla að gera og mér finnst ágætt að ákveða dag- setningar, taka kannski tvo daga þar sem ég fer í svona extra þrif og þá er það bara niðurneglt því ann- ars á maður það til að fresta þessum hlutum, en tilfinningin sem fylgir því að klára er svo góð.“ Tímakerfi skilvirkt Sigrún segir erfitt að svara því hvenær hún byrji á jólaþrifunum og hvenær þau taki enda. „Ég er með nokkur börn á heimilinu svo ég þarf svolítið að spila þetta eftir aðstæðum en ég er snemma í því að fara í gegnum allt dót, til dæmis. Er búin að taka alla fataskápa í gegn hérna til dæmis og byrjaði nóvember á því. Svo á ég eftir að skipuleggja aðalþrifin en ég vil ekki vera í þrifum fram á síðustu stundu þannig að ég vil alltaf vera búin með stærstu atriðin fyrir miðjan desember, og svo eftir það er ég náttúrlega bara að sinna þessum daglegu/vikulegu þrifum sem fylgja því að vera með stórt heimili og ég skúra yfir gólfin eftir hádegi á aðfangadag, eftir möndlugrautinn, og það er svona það síðasta sem ég geri fyrir jólin,“ segir Sigrún og brosir. „Ég mæli með því að taka upp tímakerfi. Ég sjálf er til dæmis þann- ig að ég er með rosalega mikinn athyglisbrest. Og fyrir mig virkar best að raða verkefnum á blað og taka 20 mínútur í hverja „lotu“, sumum hentar betur að taka 30, 40 eða 60 mínútur. Maður þarf bara að finna sinn takt. Ef ég er að skrifa hlaðvarpsþátt til að mynda þá er ég svo oft að standa upp og byrja á ein- hverju og það getur endað með því að ég geri bara ótrúlega lítið annað en að snúast í hringi.“ Sigrún segir að tímakerfi af þessum toga sé afar viðráðan- legt og ætti því að geta nýst sem flestum. „Ég get alveg ímyndað mér að tímakerfi gæti komið sér vel fyrir þá sem finna það ekki alveg hjá sér að byrja að þrífa. Þá er hægt að byrja á 20 mínútum í eldhúsi, þá tek ég til dæmis allt af eldhúsbekkjum, geng frá öllu sem þarf að ganga frá, og fer eins langt og ég næ á þessum 20 mínútum. Ef ég er í miðju verkefni þá klára ég það náttúrlega, eins og að setja í uppþvottavélina, þó að tíminn sé búinn. Svo er hægt að nota næstu 20 mínútur í að setjast niður, prjóna eða gera hvað sem maður vill og taka svo aftur 20 mínútna þrif á öðrum stað í húsinu. Ég hef stundum útskýrt þetta á samfélags- miðlunum mínum og þetta hefur hjálpað mörgum. Virkar kannski flókið í fyrstu en er svo einfalt og þægilegt ef maður prófar.“ spurð að því hvort hún muni eftir jólahreingerningu barnæskunnar segir hún svo sannarlega vera. „Já, það er nú sennilega þaðan sem ég hef þessa þörf fyrir „jólahrein- gerningu“. Mamma er alveg ótrú- lega dugleg og drifin þegar kemur að þrifum og ég man þegar hún var byrjuð að taka þrifin fyrir jólin þegar ég var að koma heim úr skól- anum og það mætti manni bara þrifefnailmur í forstofunni. Hún tók alltaf eldhúsinnréttinguna í gegn, veggi og loft að mig minnir, og það létti einhvern veginn yfir öllu og það var svo góð tilfinning og kannski þess vegna sem ég sæki svona sjálf í þrifin,“ segir Sigrún og brosir. Mörgum þykir jólahreingern- ingin yfirþyrmandi tilhugsun en Sigrún lumar þó á ýmsum ráðum. „Ég mæli mjög mikið með því að gera þetta sem þægilegast og eins og hentar hverjum og einum. Númer eitt, tvö og þrjú finnst mér vera að létta á dótinu sem maður á til að safna upp, því það er svo miklu auðveldara að þrífa og halda hreinu þegar maður er með minna af dóti. Eins að flokka dót í plast- kassa og merkja vel og passa upp á jackandjones.is Flottar jólagjafir fyrir hann 24. nóvember 2020 JÓL 2020 80 FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.