Fréttablaðið - 24.11.2020, Side 104

Fréttablaðið - 24.11.2020, Side 104
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@ frettabladid.isJón Helgason, eða Nonni, segist vera mikið tækninörd og tölvu- karl. Það eru engar ýkjur, enda er hann með fullkomna veðurstöð á þakinu á húsinu sínu í Dofrakór, bara svona til gamans. Hann nýtir þessa miklu ástríðu líka í jóla- skreytingarnar sínar og skreytir meira á hverju ári. Nonni segir að þetta snúist um að njóta jóla- hátíðarinnar sem mest og gera það sem hægt er til að gleðjast á þessu dimma tímabili. „Ég er mikið jólabarn og hef allt- af haft rosalega gaman af ljósum,“ segir Nonni. „En ef ég er spurður hvort ég hlakki til jólanna get ég eiginlega sagt nei. Ég hlakka meira til aðdragandans, hann er svo skemmtilegur. Ég byrja jólaundir- búninginn um miðjan október til að lengja þetta tímabil. Á jóladegi finnur maður stundum fyrir smá tómleika af því að þetta er að verða búið og það er mikilvægt að njóta tímabilsins fyrir jól þegar farið er að dimma, því myrkrið verður svo þreytandi. Aðfangadagskvöld er svo bara uppskerukvöldið og það ætti ekkert að einblína of mikið á það. Það er um að gera að dunda sér bara við að skreyta og njóta tímans í mesta myrkrinu. Það er hægt að kveikja á kertum og gera gott úr þessu,“ segir Nonni. „Þetta verða örugglega skrítnustu jól í manna minnum út af COVID, en það er samt hægt að gera margt skemmti- legt.“ Útpældar litasamsetningar Nonni hefur sett upp jólaljós frá því hann man eftir sér en segir að fyrirmyndin sín sé Sigtryggur Helgason heitinn, sem skreytti húsið sitt við Bústaðaveg alltaf Ljósin lýsa upp hjörtu fólks Nonni heyrði af barni sem glímir við erfið- leika en líður alltaf betur við að skoða húsið hans. Eftir að hann heyrði það segist hann ekki geta hætt. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Nonni segist hlakka meira til aðdraganda jólanna en jólanna sjálfra og byrjar jóla- undirbúninginn í október til að lengja þetta tímabil. Hann segir mikilvægt að njóta dimma tímabilsins fyrir jól og hvetur alla til að skreyta til að sýna jólaanda og gera þennan tíma sem ánægjulegast- an. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Nonni veltir fyrir sér litasamsetningum og finnst upplifunin skipta máli. Í ár er litaþemað hvítur og bleikfjólublár og fánastöngin skiptir rólega um lit. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nonni segir að konan hans dæsi þegar hann fer af stað í skreytingunum en að krakkarnir hafi gaman af jólaveseninu í pabba sínum. Eldri sonurinn hefur líka smitast af jólaskreytingabakteríunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jón Helgason byrjar jólaundir- búninginn í október og skreytir af miklum krafti fyrir hver jól. Hann segir þetta snúast um að njóta dimma tímabilsins fyrir jól sem mest og hvetur alla til að skreyta eitthvað. rosalega duglega og var svo hrifinn af skreytingum að hann var meira að segja jarðaður með jólakrans um hásumar. „Ég held iðninni áfram og hef gefið í með hverju ári og þróað þetta,“ segir Nonni. „Það er alltaf vel útpælt hvað ég set út, ég velti fyrir mér litasamsetningum og mér finnst upplifunin skipta máli. Fjölskyldumeðlimirnir hafa líka ákveðnar skoðanir og við reynum að láta allt litaþemað passa saman. Núna er litaþemað hvítur og bleik- fjólublár og fánastöngin skiptir rólega um lit. Það er gaman að eltast við seríur sem eru ekki í týp- ískum litum. Það er líka eitt jólatré komið upp núna inni í stofu, en ég er venjulega með tvö. Það er mjög notalegt, maður nýtur þess að hafa tréð allt til jóla. Ég hef alltaf haft gaman af ljósum og það hefur bara ágerst. Sérstaklega eftir að ég heyrði sögur af börnum sem koma og skoða húsið hjá mér, það varð hvatning til að halda áfram af krafti. Nú get ég ekki hætt,“ segir Nonni. „Það eru líka margir í sóttkví núna og það fólk má fara í gönguferðir og ég held að það labbi oft extra hægt framhjá húsinu okkar. Ég hef líka séð fólk stoppa og taka myndir. Það er gaman að gleðja fólk.“ Jólahúsið gleður börnin „Vinur minn sem var að fara með sendingu í hús í hverfinu kom við hjá fjölskyldu sem átti ungt barn sem glímdi við einhverja erfið- leika, sem ég held að hafi tengst einhverfu. Þau sögðu honum að þegar barninu liði illa tækju þau til þess ráðs að fara í göngutúr fram hjá jólahúsinu. Það reyndist vera húsið okkar. Þau gerðu þetta oft og eftir það fór barnið alltaf brosandi í bólið,“ segir Nonni. „Þegar ég heyrði þessa sögu fékk ég nú korn í augað og sagði „nú get ég ekki hætt“. Við sjáum líka fólk oft koma við og ég hef bæði séð og heyrt af því að hingað koma oft krakkar að skoða. Einhverjir fara í burtu brosandi og það er bara mjög ánægjulegt. Það vill líka svo til að Kópavogs- bær lagði þennan fína göngustíg hérna framhjá húsinu, þannig að það er auðvelt að taka gönguna hérna framhjá og skoða. Það hefur alltaf verið mikil umferð hér um leið og þetta er komið upp og ef fólk keyrir rólega eru allir vel- komnir að koma og skoða,“ segir Nonni. „Í þessu ástandi sem er núna, þar sem lítið er hægt að gera, er um að gera að fara með fjölskylduna í bíltúr og skoða jóla- ljósin. Það er nóg að skoða og ég hvet fólk bara til að reyna að njóta þessa tímabils.“ Hefur slegið út og kviknað í „Konan mín dæsir bara þegar ég fer af stað, en krakkarnir hafa mjög gaman af þessu. Þau eru alin upp við þetta jólavesen í pabba sínum og þekkja ekkert annað. Sá elsti, Elvar Helgi, er líka búinn að smitast af bakteríunni. Hann er farinn að tala um að þetta sé ekki nóg og að við gerum alltaf það sama,“ segir Nonni og hlær. „Maður klúðrar samt auðvitað fullt. Rafmagnið slær oft út og það hefur kviknað í. Einu sinni var ég að skrifa jólakort í rólegheitunum þegar allt fór að blikka og svo kviknaði í rafmagnstöflunni. Ég fór líka einu sinni með 80 metra seríu rjúkandi aftur í búðina til að skila henni eftir að það sló út. Það eru margar svona sögur, en þetta er bara reynsla sem maður býr að. Ég vil endilega hvetja alla til að skreyta, því ljósin ná inn í hjörtu fólks. En þetta er alls engin keppni. Ég skreyti mikið en mér finnst líka fallegt þegar fólk setur bara upp eitt ljós. Það þurfa ekkert allir að vera klikkaðir eins og ég,“ segir Nonni léttur. „Það er bara gaman að setja upp einhver ljós. Þau sem lýsa leyfa okkur hinum að finna að á þeirra heimili sé jólaandi og ég held að þeim sem finnist október- nóvember of snemmt fyrir jóla- ljósin hafi samt gaman af þessu. Mér finnst þetta vera ljósahátíð og að við eigum að gleðjast og njóta þess að halda upp á ljósið.“ Vandaðir krossar á leiði Íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Leiðiskrossar 12 volt, 24 volt og 32 volt. Vönduð íslensk framleiðsla. Skemmuvegi 34 - 200 Kóp. Símar: 554 0661 - 699 2502 - 897 4996 24. nóvember 2020 JÓL 2020 82 FRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.