Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 124

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 124
Kynleg samfélög Þrjár frumsamdar myndasögur voru til sýnis í Galleríi Fold í júlí í tengslum við Reykjavík Fringe- hátíðina undir yfirskriftinni Furðuleg samfélög, eða Strange Communities. Þetta voru sög- urnar Dracula Eats People, eftir Árna Jón Gunnarsson og Einar V. Másson, Outcast, eftir Eddu Katrínu Malmquist, og F.R.E.A.K. eftir Karítas Gunnarsdóttur. Allar styðjast við þekktar þjóð- eða furðusögur og var með óvæntri sýn á þessi gömlu minni reynt að varpa nýju ljósi á ákveðna siði eða venjur í samtímanum. Sögurnar birtast í Mynda- sagnabálki ÍMS 2020 og eru þar annar burðarás ritsins. Síða 2 úr Dracula Eats People, síða 2 úr F.R.E.A.K. og síða 3 úr Outcast. Myndasögufólkið s e m s t o f n ­a ð i Í s l e n s k a m y n d a s ö g u ­s a m f é l a g i ð (ÍMS) fyrir rétt rúmu ári kemur saman á Facebook á morgun þar sem það ætlar að slá saman eins árs afmæli félagsins og útgáfuteiti fyrstu bókar þess á þriggja klukkutíma stafrænni uppákomu sem er öllum opin. Atla Hrafney, Védís Huldudóttir og Einar Valur Másson eru öll fag­ fólk í myndasögugeiranum og stofnuðu ÍMS haustið 2019 með það fyrir augum að renna styrk­ ari stoðum undir myndasöguna í íslensku menningarlífi og virkja um leið myndasöguhöfunda og lesendur. „Það er alveg greinilega einhver gerjun í gangi og margir höfundar sem vilja stíga fram en vantar kannski helst vettvanginn,“ segir Atla Hrafney, formaður Íslenska myndasögusamfélagsins. „Og þess vegna erum við að reyna að keyra á þetta og búa til kúltúr,“ segir Atla og bendir á að félagið er skipað bæði áhuga­ og fagfólki í mynda­ sögugeiranum. Erfitt í kófinu Þegar Atla er spurð út í stöðu mynda­ sögunnar á Íslandi tekur hún undir að myndasagan hafi einhvern veg­ inn ekki náð jafn traustri menning­ arlegri fótfestu á Íslandi og til dæmis í næstu nágrannalöndum. Þessu vill félagið meðal annars bæta úr með alls konar hópefli og myndasögu­ viðburðum. Myndasögufólk með rafrænt hópefli Íslenska myndasögusamfélagið var stofnað til þess að hefja myndasöguna til vegs og virðingar og þá ekki síst með því að þjappa myndasögufólki, höfundum og lesendum, saman með útgáfu og ýmsum öðrum viðburðum. Í bókinni eru sjö stuttar sögur, fjórar örmyndasögur og sex ör-örsögur. Álfarnir á flugvellinum, Miila Westin, Nika Kiiskilä, Elísabet Rún, Edda K. Malmquist, Netta Lehtola, Einar V. Másson, Védís Huldudóttir og fremri röð Apila Pepita, Broci og Atla Hrafney. MYNDIR/ AÐSENDAR Snúningshjól með bremsum Ryðfrír stálvaskur með snertilausri virkni Sápuskammtari Handþurrkuskammtari Hurð með lás Fótstig fyrir vatn 20 lítra tankur fyrir hreint vatn 20 lítra tankur fyrir aallsvatn Staðalbúnaður: Hafið samband fyrir frekari upplýsingar vaska@vaska.is | sími 843-9333 | þú finnur VASKA líka á Facebook Nánari lýsing: Hæð: 150 cm Breidd: 79 cm Dýpt: 49 cm Hæð vasks: 90 cm Þyngd: 36 kg (einungis stöðin) Litur: Svartur | RAL 9005 Black Friday 40% afsláur þea vikuna Er fyrirtækið þi með a€t á hreinu? VASKA er með lausnina fyrir fyrirtæki sem vilja hafa heilbrigða umgengni og snyrtime‰sku í fyrirrúmi. ÞAÐ ER ALVEG GREINILEGA EINHVER GERJUN Í GANGI OG MARGIR HÖFUNDAR SEM VILJA STÍGA FRAM EN VANTAR KANNSKI HELST VETTVANGINN. „Við horfum mikið til Finna í þessu en þeir eru mjög virkir í félags­ lega þættinum og viðburðum,“ segir Atla og bendir á að vissulega sé við ramman reip að draga í kófinu. „Við höfum samt náð á þessu fyrsta ári að vinna með til dæmis Barnamenning­ arhátíðinni, Listasafni Reykjavíkur og komið myndasöguhöfundum í sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Þannig að við höfum náð alveg ágætlega miklum árangri yfir þetta ár miðað við hversu erfitt þetta er.“ Útgáfa og afmæli ÍMS lætur þannig COVID­19 ekki kýla alla myndasögugleðina niður og verður með heilmikil hátíðarhöld á Facebook­síðu sinni annað kvöld milli klukkan 17­20. Atla segir að fyrst og fremst ætli þau að fagna fyrstu útgáfu félags­ ins á myndasagnabálki sem leyfir nýjum og spennandi röddum í heimi íslenskra myndasagna að heyrast. Bókin heitir ÍMS 2020 Comic Antho logy, eða Myndasagnabálkur ÍMS 2020, og er 68 blaðsíður en tveir burðarásar hennar eru annars vegar sýning finnsk­íslenska hópsins Elves at the Airport í Listasafni Reykja­ víkur í nóvember 2019 og hins vegar Strange Communities á Reykjavik Fringe­listahátíðinni í júlí 2020. Atla segir þau síðan nota þetta tækifæri til þess að halda einnig upp á eins árs afmæli félagsins og áréttar að allir séu velkomnir og að á vefnum sé vitaskuld einnig öllum óhætt. „Þetta verður þriggja klukkutíma­ viðburður þar sem fólk getur bara komið inn og út eins og það vill.“ Slóðin á hófið er facebook.com/ islenskamyndasogusamfelagid og það stendur milli 17­20 miðviku­ daginn 25. nóvember. toti@frettabladid.is 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.