Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 126

Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 126
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is GILDIR Í VIKU OG VIÐ SENDUM FRÍTT 20% afsláttur af öllum vörum* Black Friday * Gildir ekki ofan á önnur tilboð og ekki af Simba vörum. Upplýsingar um afgreiðslutíma verslana og vefverslun á www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566 Lalli Töframaður, Lárus Blöndal Guðjónsson, býður upp á jólatónleika og stuð á Facebook í dag. Streymið er opið öllum og kemur í staðinn fyrir útgáfutónleika fyrir jólaplötuna Gleðilega hátíð í bili. „Síðustu misseri hafa mikið farið í vinnu í kringum jólaplöt- una. Það að halda jólatónleika og plana svoleiðis sem er heljarinnar mikið dæmi. Svo verður það enn þá snúnara þegar maður veit ekki hvort tónleikarnir megi vera eða ekki. Allir þurfa að vera tilbúnir að stökkva til ef það kemur grænt ljós þannig að það má ekkert slaka á. En út af svolitlu þurfti að fresta útgáfu- jólatónleikunum um eitt ár. Það var það eina í stöðunni, nema kannski að fresta þeim um hálft ár og halda jólatónleika næsta sumar. En ég held að það sé ekki alveg málið,“ segir Lalli hlæjandi. Ætlar að jóla yfir sig Jólastund Lalla 2020 verður í beinni útsendingu í kvöld frá stofunni heima hjá Lalla. „Þar mun ég gjörsamlega jóla yfir mig. Það er öllum í heiminum boðið á þessa dásamlegu jólastund, bæði ungum sem öldnum. Það er þétt og f lott á dagskrá og leynigestirnir verða ekkert minna en dásamlegir. Ég mun þurfa að halda rosalega vel á spöðunum því planið er að þetta verði ekki lengra en 45 mínútur,“ segir hann. Lalli er heldur betur ánægður með viðtökurnar á plötunni. Hún er núna komin í allar helstu plötu- búðir á vínylformi. „Pælingin með plötuna var svolít- ið sú að þetta væri sú jólavínyl plata á heimilinu sem allir í fjölskyldunni gætu hlustað á saman á meðan að piparkökurnar eru gerðar. Fólk þarf samt ekkert að stressa sig ef það á ekki plötuspilara, því hún er líka komin á Spotify.“ Knús í útvarpinu Fyrsta smáskífa plötunnar er lagið Knús. „Vonandi mun það heyrast eitt- hvað á útvarpsstöðvunum um jólin sem og önnur lög af plötunni. Þó svo við megum ekki knúsa alla eins og staðan er akkúrat núna að þá er ágætt að fá eitt knús-jólalag til að minna okkur á að knúsa þá alla- vegana okkar nánasta fólk,“ segir Lalli. Hann segir það ef laust vera háleitt markmið að stefna á róleg og kósí jól, verandi með fjögur börn á heimilinu. „Þannig að ég stefni bara á ógeðs- lega hress og skemmtileg jól með fjölskyldunni og vonandi helling af ferðum á snjóþotu og svo krossa ég putta og vonast til að komast í jóla- sund líka.“ Lalli hefur alltaf verið mikið jóla- barn og segist alltaf vera í jólaskapi. „Ég er alltaf í jólaskapi hvort sem það eru jól eða ekki. Hjá mér eru alltaf jól og jólagleði allt árið,“ segir hann. Jólalög í júlí Ert þú og fjölskylda þín með ein- hverja skemmtilega siði um jólin? „Þeir siðir sem við höldum hvað mest í á jólunum eru aðallega tveir og báðir á aðfangadag. Annar þeirra er að baka piparkökur hjá ættfólki konunnar á Akranesi. Síðan fer ég alltaf á Barnaspítala Hringsins sem Lalli töframaður á aðfangadag og eyði tíma með krökkunum þar, sýni þeim töfrabrögð og sprella.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? „Nú, auðvitað samveran með fjölskyldu og vinum. Það er alltaf númer eitt. En svona þegar ég hugsa aðeins út fyrir kassann þá er eitt það skemmtilegasta við jólin að geta hlustað á jólalög á fullu blasti án þess að fólk öskri á mig: Slökktu á þessu, það er júlí!“ Jólastund Lalla 2020 verður í beinni útsendingu á Facebook í kvöld klukkan 19.30. steingerdur@frettabladid.is Hjá mér eru alltaf jól Lalli Töframaður er í jólaskapi allt árið en hann gaf nýverið út jólaplötuna Gleðilega hátíð. Vegna heimsfaraldursins gat hann ekki haldið hefðbundna útgáfutónleika og býður því öllum í heiminum, eins og hann orðar það, á Jólastund Lalla á streymi í kvöld. Lalli töframaður fer og skemmtir á Barnaspítala Hringsins hvern aðfangadag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Platan fæst í helstu plötubúðum. SÍÐAN FER ÉG ALLTAF Á BARNASPÍTALA HRINGSINS SEM LALLI TÖFRA- MAÐUR Á AÐFANGADAG OG EYÐI TÍMA MEÐ KRÖKKUNUM ÞAR, SÝNI ÞEIM TÖFRABRÖGÐ OG SPRELLA. EITT ÞAÐ SKEMMTI- LEGASTA VIÐ JÓLIN ER AÐ GETA HLUSTAÐ Á JÓLALÖG Á FULLU BLASTI ÁN ÞESS AÐ FÓLK ÖSKRI Á MIG: SLÖKKTU Á ÞESSU, ÞAÐ ER JÚLÍ! 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.