Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 7

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 7 LÍF&STARF Það mylgrast vísur hingað frá Ingólfi Ómari Ármannssyni. Ögn á skjön við árstímann, en fágæt að formi: Eigum leið um urð og mó efst í heiðadrögum. Dulræn seiðir draumsins ró drótt í eyðihögum. Þar með er sleginn tónninn fyrir það sem eftir fer. Stökurnar sem fylla þáttinn eru gullkorn genginna hagyrðinga. Gunnar S. Hafdal orti: Sífrjór meiður lindar lifir, lauf þótt deyði haustið svalt. Nóttin breiðir blæju yfir brúna heiði, fölið kalt. Einhverju sinni heimsótti Karl Kristjánsson alþingismaður Gunnar heim í Sörlatungu, og færði skáldinu þessa stöku: Fjöll með linda-fiðlum sungu, fossar tóku undir það. En svo var skáld í Sörlatungu sem að miklu hærra kvað. Magnús Gíslason, bóndi á Vöglum, orti svo fagurlega til konu: Brjóstahá og mittismjó, mjaðma ávöl lína, handasmá, mitt hjarta sló hratt við návist þína. Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum orti þessa listilegu hringhendu: Bera urðum skin og skúr, skilningsþurrð og trega, þó hefir snurðum okkar úr undist furðanlega. Kári Jónsson frá Valadal orti næstu vísu: Eg þó reiki út á hlið andinn hreykist varla, klárinn bleiki kannast við Káraleiki alla. Þegar Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni var spurður frétta af fjórðungsmóti hestamannafélaganna í Húnaveri, svaraði hann svo: Þegar kætast karlarnir kunna þeir vel til reiðar. Fallegir eru folarnir fyrir norðan heiðar. Kristján Ólason á Húsavík orti þessa myndrænu vísu: Stríkka gerði stag og kló, stórum herðir rokið. Minni ferð um saltan sjó senn er að verða lokið. Trausti Reykdal kom inn á skóvinnustofu Sigurbjörns Stefánssonar frá Gerðum til að fá gert við skó: Eg hef labbað langan veg lífs með þunga byrði, enda eru skórnir eins og ég orðnir lítils virði. Valdemar Benónýsson orti svo meistaralega til hitaveitu Reykjavíkur: Varmalanda veitt er yl vits af anda kænum út um þandar æðar til allra handa í bænum. Eftir Konráð Vilhjálmsson frá Hafralæk er næsta vísa: Austan renna essin þrenn, eitt er HENNAR þokki, fæ ég enn að sjá þig senn sól í kvennaflokki. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 264MÆLT AF MUNNI FRAM Gróa Marta Einars­ dóttir, sauðfjár bóndi á bænum Einars stöð­ um í Reykjadal, á sér einn uppáhaldshrút í fjárhúsinu en það er mjög fallega hyrndur forystuhrútur, sem Gróa segir ofurfallegan. Hrúturinn er fæddur 2016 í Hellulandi í Aðaldal hjá Snjólaugu Önnu Pétursdóttur og Kristjáni Hólmgeiri Sigtryggssyni en Gróa fékk hann í skiptum fyrir gráan gerðarhrút. Hrúturinn heitir Moreward Haig eftir uppáhalds sögupersónu móðurafa Gróu en sá Haig var „fullnumi“, eins konar andlegur gúrú. „Hrúturinn hefur höfðing­ legt lundarfar, vill að maður sýni honum virðingu og þá fær maður virðingu á móti. Hornin byrgja honum aðeins sýn, svo hann virðist stundum hvumpinn en hann er líka afar þakklátur þegar ég hreinsa hey frá augum hans en það vill setjast ofan á hornin. Hann er afar kjassgefinn og ljúfur. Forystueðlið er ágætt, hann fer á undan heim og er ekki óþægur,“ segir Gróa Marta, rígmontin með fallega hrútinn sinn. /MHH Gróa Marta Einarsdóttir, sauðfjár bóndi á bænum Einars­ stöðum í Reykjadal, með forystuhrútinn Moreward Haig. Grána með nýfæddu kvíguna sína, sem hefur ekki fengið nafn. Þær sóma sér vel á myndinni, enda mjög sérstakar á litinn. Mynd / sem Gunnhildur Gylfadóttir Fallegar mæðgur í Svarfaðardal „Við höfum mjög gaman af lita­ fjölbreytileikanum í kúa stofninum okkar. Grátt og sægrátt er sjaldgæft en við eigum oftast nokkrar kýr og kvígur í þeim litum,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á bænum Steindyr í Svarfaðardal, en hún og maður hennar, Hjálmar Herbertsson, reka þar myndarlegt bú. „Partur af ástæðunni er að við notum oft grá heimanaut sem gefa þá hærra hlutfall af þessum litum hjá kálfunum en sæðisnautin. Svo er maður misheppinn hvort koma naut eða kvígur.Við eigum núna fimm kýr og eina kvígu í þessum litum og þrjú naut. Vonandi er eitt nautið þessa dagana að setja gráa kálfa í kvíguhópinn sem hann er í.“ Hjónin settu nýlega þessa flottu mynd á Facbook af kúnni Gránu, sem bar nýlega þessum fallega kvígukálfi. Grána er undan gráu heimanauti, Laxa, sem Gunnhildur og Hjálmar fengu á Laxamýri hjá þeim Atla og Sif, sem eru sérlegir áhugamenn um gráar og sægráar kýr eins og þau. Þetta var fimmti kálfur Gránu og eina kvígan en faðir kvígunnar er Sjarmi. Hún hefur ekki enn þá fengið nafn. „Við erum aðallega með kýr, tæplega 360 þúsund lítra greiðslumark, en einnig með 100 kindur, hesta, geitur og þessi venjulegu húsdýr, hunda ketti, kanínur og naggrísi,“ segir Gunnhildur aðspurð um búskapinn á bænum. /MHH Myndarlegur er hann. Kjassgefinn forystuhrútur Sægráar kýr á Laxamýri Sigríður Atladóttir á Laxamýri í Suður­ Þingeyjarsýslu tók þessa skemmtilegu mynd af nokkrum sægráum kúm á bænum í sumar. Þetta eru þær Sæbrá, Baula, Valrós og Grálaxa, ásamt nokkrum öðrum kúm af bænum. Atli Vigfússon er með kýrnar á bænum en þær eru um 40. Á Laxamýri, sem er félagsbú, eru líka um 300 fjár, nokkrir hestar og landnámshænur. „Hér er sérstakt áhugamál að rækta sægráar og gráar kýr, en við höfum mjög gaman af litafjölbreytni íslenska kúastofnsins, segir Sigríður. /MHH
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.