Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 31

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 31 að hringtengja allan Skaga fjörð með tvöfaldri línu á leiðinni frá Varmahlíð að Sauðárkróki. Flutningskerfið hafi því styrkst mjög á því svæði, en m.a. var lagður 66KV jarðstrengur, Sauðárkrókslína 2 frá Varmahlíð að nýju tengivirki á Sauðárkróki. Áður var eina tenging Sauðárkróks við flutningskerfið um 40 ára gamla loft- línu frá Varmahlíð. Jarðstrengur mun að sögn Guðmundar auka orkuöryggi og meira en tvöfalda flutningsget- una á svæðinu. Jarðstrengurinn er um 24 kílómetra langur. Ný tengivirki hafa verið reist á Sauðárkróki og í Varmahlíð er einnig nýtt yfirbyggt rofareitavirki á lóð tengivirkisins þar og settur upp nýr spennir. Þá stendur til að hefjast innan tíðar handa við umfangsmikið verkefni á svipuðum nótum í Dalvíkurbyggð sem hefur það markmið að auka öryggi þar þegar kemur að raforku og segir Guðmundur að undirbúningur vegna þess verkefnis standi yfir og verði hafist handa á fyrri hluta árs 2023. Verkefnið snýr að lagningu 66 kV jarðstrengs frá Rangárvöllum á Akureyri til Dalvíkur, rúmlega 40 km leið. Þannig verður til staðar tvöföld tenging sem þýðir að afhendingar- öryggi í Dalvík og bæjum utar á Tröllaskaga verður mun meira heldur en það er í dag. Einnig nefnir hann að til standi að styrkja línuna til Kópaskers en hún fór illa vegna mikillar ísingar í desember í fyrra. Umfangsmiklar framkvæmdir norðan heiða Unnið er við Kröflulínu 3 og stefnt að því að framkvæmdum við hana ljúki snemma á næsta ári. Kröflulína 3 er umfangsmikið ver- kefni, 122 kílómetra löng lína frá tengivirki við Kröflustöð að tengi- virki við Fljótsdalsstöð. Markmið með nýrri Kröflulínu er að bæta raforkuflutningskerfið, auka stöð- ugleika og gæði orkuafhendingar. Annað stórt verkefni norðan heiða er Hólasandslína 3 sem liggur frá Akureyri og að Hólasandi, en markmið með lagningu hennar er sömuleiðis bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöð- ugleika í raforkukerfi á Norður- og Austurlandi. „Þegar framkvæmdum við þess- ar línur er lokið verður umhverfi raforkumála t.d. í Eyjafirði gjör- breytt og betra en nú er. Það sama á við um Þingeyjarsýslur og allt Austurland. Á sama tíma og þessi tvö stóru verkefni eru í gangi fyrir norðan er einnig unnið að undirbún- ingi þess að hefja lagningu þriðju línunnar, Blöndulínu 3. Þessar línur allar eru mikilvægar fyrir flutn- ingskerfi landsins í heild, þær eru mikilvægur hlekkur í því að styrkja tengsl milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorni landsins.“ Vaxandi álag á kerfið á Suðurlandi Guðmundur nefnir einnig að álag á flutningskerfið á Suðurlandi hafi vaxið hratt á umliðnum árum og fyrirtækið sé að styrkja það með tengingum á milli kerfa. Óveður sem gerði í upphafi árs leiddi í ljós veikleika í kerfinu á sunnanverðu landinu og hefur verið unnið við að bæta þar úr. Nýtt yfirbyggt tengivirki er komið í framkvæmd við Lækjartún austan Þjórsár og tengist það Búrfellslínu 2 sem og báðum hlutum 66kV kerf- isins í landshlutanum. Þá verður Selfosslína 2 lögð í jörð á 16 kíló- metra kafla á milli Lækjartúns og Hellu. „Þetta hefur í för með sér aukið öryggi í landshlutanum sem nær svo líka út til Vestmannaeyja,“ segir Guðmundur. Aukið öryggi á Austurlandi og á Vestfjörðum Stór áfangi hefur að auki náðst á Austurlandi en verið er að ljúka við að hringtengja þar nokkra kaupstaði, Egilsstaði, Eskifjörð, Neskaupstað og Reyðarfjörð. Segir Guðmundur það hafa verið mikið átak og hafi í för með sér miklar framfarir frá því sem áður var þegar kemur að afhendingaröryggi á svæðinu og möguleikum á aukinni notkun á svæðinu. Mikil áhersla er áfram á að bæta raforkuöryggið á Vestfjörðum, þar sem undirbúningur að annarri tengingu við sunnanverða Vestfirði er í gangi og stefnt er að því að hefja framkvæmdir 2022. Jafnframt er stefnt að því að byggja nýtt yfir- byggt tengivirki í Breiðadal og hefja framkvæmdir við það á næsta ári og þá verði tengvirki Landsnets á norðanverðum Vestfjörðum öll yfirbyggð. „Það hefur verið mikið um að vera allt árið hjá okkur og við getum ekki annað en verið ánægð með þann árangur sem náðst hefur, öll þau verkefni sem unnið hefur verið að og stuðla að því að öryggi við afhendingu raforku hefur auk- ist til mikilla muna.“ Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0080 // buvelar@buvelar.is Á R A M Ó TAT I L B O Ð ! Landsnet hefur staðið fyrir umfangsmiklum framkvæmdum í ár, fyrir tæplega 12 milljarða króna, sem öll stuðla að auknu öryggi við afhendingu á raforku. Eitt af stóru verkunum er lagning Kröflulínu 3, sem er 122 kílómetra löng lína frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirki við Fljótsdalsstöð. Unnið að lagningu á Akraneslínu í jörðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.