Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202058 BÆKUR&MENNING Krapaflóðin á Patreksfirði 1983 – Átakanlegar frásagnir sjónarvotta af því sem gerðist þennan örlagaríka dag: ,,Við fengum strákana en misstum stelpuna“ Egill St. Fjeldsted hefur gefið út bókina Krapaflóðin á Patreksfirði 1983. Þar lýsir höfundur því sem gerðist þegar tvö krapaflóð féllu á byggðina á Patreksfirði laugardaginn 22. janúar 1983 með skömmu millibili, með þeim afleiðingum að fjórir einstaklingar létust, en sjálfur var hann vitni að þessum atburðum. Nokkrum mínútum eftir að fyrra flóðið féll voru allir sem vettlingi gátu valdið komnir á flóðasvæðið þar sem mikil eyðilegging blasti við. Í fyrstu var óttast að nærri 30 manns væri saknað og stór hluti þeirra væru börn sem voru við leik í farvegi flóðsins skömmu áður en það féll. Tæpum tveimur klukkustundum síðar féll annað flóð, sem einnig olli miklu tjóni. Í kjölfarið óttuðust fjölmargir að fleiri flóð myndu falla með þeim afleiðingum að stór hluti bæjarins myndi lenda undir þeim. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig var nánast allur bærinn rýmdur og gistu í kringum 500 manns í tveimur fjöldahjálparstöðvum um nóttina og í heimahúsum sem talin voru standa á öruggum stað. Bókin er að stórum hluta byggð á viðtölum við 70 manns sem annaðhvort voru staddir á heimilum sínum sem urðu fyrir flóðunum eða tóku þátt í björgunarstörfum með einhverjum hætti. Fjöldi mynda prýðir bókina. Egill St. Fjeldsted lauk BA-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði 2014 og MA-prófi í sagnfræði 2017, frá Háskóla Íslands. Þetta er hans fyrsta bók. Í formála hennar segir m.a.: „Tildrög þessarar bókar má rekja til lokaritgerðar til MA-prófs í sagnfræði sem ég lauk við vorið 2017. Ég hef bætt miklu efni við og endurskrifað annað svo að hér er um endurbætta útgáfu að ræða. Við gerð ritgerðarinnar tók ég fjölmörg viðtöl við fólk sem lenti í krapaflóðunum eða kom að björgunaraðgerðum með einhverjum hætti. Í viðtölunum nefndu margir að nauðsynlegt væri að skrá ítarlega sögu flóðanna, svo komandi kynslóðir, jafnt Patreksfirðingar og aðrir fengju vitneskju um hvað gerðist þennan örlagaríka dag. Mér var auk þess góðfúslega bent á að fjölmargir sem byggju yfir mikilvægum upplýsingum væru orðnir fullorðnir og því nauðsynlegt að safna upplýsingum sem fyrst.“ Í fjórða kafla bókarinnar er fjallað um það þegar björgunarstarf í kjölfar flóðanna. Hér eru brot úr þeim kafla sem höfundur hefur góðfúslega leyft Bændablaðinu að birta: Hafði verið úti ásamt fjölmörgum krökkum að fylgjast með snjóblásara „Haraldur Guðbrandsson, tólf ára, hafði verið úti ásamt fjölmörgum krökkum að fylgjast með snjóblásara hreinsa götuna við heimili sitt. Þegar búið var að opna farveginn fór hann inn til að borða og stuttu síðar skall flóðið á húsið. Þrátt fyrir að vera með meðvitund allan tímann á meðan hann var grafinn upp man hann óljóst eftir hvað gerðist. Flóðið kom á bílskúrinn og enda hússins næst gilinu, þar sem það braut sér leið inn um þvottahúsglugga og tvo eldhúsglugga með þeim afleiðingum að eldhúsið og anddyri fyrir miðju húsi fylltust. Auk þess flæddi mikið magn af krapa og vatni inn í stofuna og þaðan niður í kjallara. Haraldur sat ásamt Sigrúnu, sex ára, systur sinni við eldhúsgluggann nær gilinu. Undir hinum eldhúsglugganum var vaskur og við hlið hans var op í eldhúsinnréttingunni, þar sem gert var ráð fyrir uppþvottavél. Rýmið á milli eldhúsglugganna var aðgreint með lágreistri eyju. Haraldur hafði ekki setið lengi við matarborðið þegar Sigrún kom til hans. Stóð hún fyrir framan hann við borðið þegar flóðið skall á húsinu og var hún því algjörlega berskjölduð þegar flóðið kastaði henni á vegg við ísskápinn. Áratugum síðar rifjaði Haraldur þennan atburð upp, taldi hann þá ekki ólíklegt að hún hafi látist samstundis við höggið. Haraldur kastaðist hins vegar yfir eða í gegnum eyjuna á milli glugganna og inn í opið þar sem gert var ráð fyrir uppþvottavél. Með einhverjum óskiljanlegum hætti kom borðplatan af eyjunni á eftir honum og lokaði hann inni í rýminu, sem varð til þess að hann hafði nægt súrefni á meðan hann beið eftir björgun. Á meðan Haraldur sat innilokaður í kolsvarta myrkri í skápnum gerði hann sér ekki grein fyrir hvernig tíminn leið. Hann heyrði hljóð í rennandi vatni allt í kringum sig og var um tíma hræddur um að það gæti valdið honum skaða. Á einhverjum tímapunkti prófaði hann að borða krapa, sem var blandaður mold og öðrum óhreinindum. Nægði sá biti til að komast að niðurstöðu um að hann væri með öllu óætur. Vigdís Helgadóttir og Guð- brandur Haraldsson, foreldrar Haraldar, voru hvort á sinni hæðinni þegar flóðið féll. Vigdís var í kjallaranum og taldi öruggt að Sigrún hefði borist niður stigaopið og væri einhver staðar í krapanum sem þakti allt gólfið. Guðbrandur var hins vegar á efri hæðinni og vissi að Haraldur var niðurgrafinn í eldhúsinu. Honum varð fljótlega ljóst að hann kæmist ekki inn til hans því krapinn varð strax glerharður og til að vinna á honum þurfti öfluga skóflu. Honum til skelfingar í þessum ólýsanlegu aðstæðum varð hann að játa sig sigraðan og fór niður í kjallara að leita með Vigdísi. Nánast um leið og hann kom niður kom læknir staðarins aðvífandi úr læknisbústaðnum, sem var næsta hús við hliðina. Hafði hann eins og fjölmargir aðrir séð flóðið koma niður gilið og skynjað strax að hjónin væru í vanda stödd. Hóf hann strax, ásamt hjónunum, að vaða fram og til baka um gólfið í von um að finna Sigrúnu í krapa sem náði þeim upp í mitti. Stuttu síðar dreif að fjöldi manna sem leituðu á báðum hæðum hússins. Á þeim tímapunkti kom læknirinn að máli við Vigdísi og sagði henni að nú yrði hún að hætta leitinni. Þrátt fyrir að vera orðin ísköld og ekki í andlegu ástandi til að leita áfram neitaði hún þessum tilmælum. Eftir nokkrar fortölur samþykkti hún loks að hætta og fylgdi honum yfir í læknisbústaðinn þar sem eiginkona hans tók á móti henni. Þá fyrst áttaði hún sig á að hvergi var þurran þráð á henni að finna. Þegar eiginkona læknisins ætlaði að láta hana hafa föt vandaðist málið því Vigdís passaði ekki í nein föt af henni. Þessi í stað fékk hún alltof stór föt af Egill St. Fjeldsted, höfundur bókar- innar. Séð inn Patreksfjörð. Vatneyri nær, þar sem henni sleppir tekur við Geirseyri. Inn af henni eru Litlidalur og Miklidalur. Skarðið í byggðinni á milli Mýra og Urðargötu sést greinilega fyrir ofan höfnina á Vatneyri. Árið 2020 hófst gerð varnargarða sem munu verja svæðið. Þegar framkvæmdum lýkur verður búið að reisa varnargarða fyrir ofan stærsta hluta byggðarinnar, allt að Geirseyrargili. Mynd / Mats Wibe Lund. Séð út Patreksfjörð. Skjöldur, Fjósadalur og Brellur sem gnæfa yfir bænum. Að lokum Geirseyrarmúli, þar sem ekið er inn í bæinn. Geirseyrargil er eina gilið sem skerst inn í hlíðina fyrir ofan byggðina, úr því féll fyrra flóðið. Nokkru innar, þar sem byggðin þéttist upp að hlíðinni, rennur Litladalsá, þar féll seinna flóðið. Mynd / Mats Wibe Lund. Heimili Vigdísar og Guðbrands á Hjöllum 2. Mynd / Ólafur J. Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.