Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 1

Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  148. tölublað  108. árgangur  MENNINGAR- PÓLITÍK OG MÓDERNISMI ORSAKIRNAR ENN Á HULDU SÆKIR MINN- INGAR Í UNDIR- VITUNDINA DRANGAJÖKULL SÖKK 24-25 DAGLEGT LÍF 12MENNING 64 GRILLVEISLAN BYRJAR Í NETTÓ! Folaldagrillsteik Smjörlegin 1.899KR/KG ÁÐUR: 3.798 KR/KG Grísagrillsneiðar Kryddlegnar 800KR/KG ÁÐUR: 1.599 KR/KG -50% -50% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 25. - 28. júní -50% Ananas Gold Del Monte 219KR/KG ÁÐUR: 438 KR/KG  Benedikt G. Guðmundsson, aðal- eigandi umboða Yutong á Norður- löndunum í gegnum GTGroup ehf., segir að sala rafmagnsvagna frá Yutong hafi gengið vel og hafa að undanförnu verið gerðir samn- ingar í Noregi, Danmörku og Finn- landi. Áður hefur Strætó bs. fest kaup á 14 rafmagnsvögnum frá Yu- tong. Yutong er framleiðandi strætis- vagna og rútubíla og eru höfuð- stöðvar félagsins í Zhengzhou í Henan-héraði í Kína. Fyrirtækið kveðst á heimasíðu sinni vera með stærstu verksmiðju sinnar gerðar í heimi og að það hafi framleitt yfir 70 þúsund farartæki, þar af hafi um 60 þúsund verið flutt út. Össur Skarphéðinsson, fv. utan- ríkisráðherra, hefur verið fyrir- tækinu innan handar og gegnir hann stöðu stjórnarformanns um- boðsins í Svíþjóð. Reynsla Össurar hefur komið að góðum notum, að sögn Benedikts. Benedikt segir umboðin fyrstu samstarfsaðila Yutong vegna sölu í Evrópu, en umboðsfyrirtækin eru Yutong ehf. á Íslandi, Yutong Euro- bus AS í Noregi og Yutong Eurobus AB í Svíþjóð. Hann segir samstarfið við Yutong ganga mjög vel. »16 Strætó Rafmagnslausnir Yutong í almenn- ingssamgöngum er að finna víða. Össur innan handar við umboð á raf- magnsvögnum  Dómsmálaráðherra hefur viðrað þær hugmyndir við stjórnvöld í öðr- um Schengen-ríkjum að Ísland opni landamæri sín fyrir íbúum allra ríkja þegar ytri landamæri Schengen-svæðisins verða opnuð að hluta 1. júlí. Bandaríkin eru ekki á lista í vinnslu yfir örugg ríki þaðan sem fólk má koma til Schengen. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni í landamæraskim- un á þriðjudag. Öll smitin voru gömul og þeir smituðu því ekki smitandi. »4 Hefur rætt um að hleypa öllum að Reiknað er með að framkvæmdum sem ætlað er að bæta aðstöðu Atlantshafsbandalagsþjóðanna á Keflavíkurflugvelli ljúki næsta vor, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgis- gæslunnar. Ásgeir segir framkvæmdirnar nú í full- um gangi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þær framkvæmdir sem standa yfir eða eru í undir- búningi á og við öryggissvæðið við Keflavíkur- flugvöll kosta þrettán til fjórtán milljarða. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum bandaríska sjóhersins og hins vegar verkefni bandaríska flughersins. Í apríl hófust verkefni sjó- hersins sem eru tvö, endurbætur á flugskýli 831 auk byggingar þvottastöðvar fyrir flugvélar á ör- yggissvæðinu. Framkvæmdir á vegum bandaríska flughersins við fyrsta áfanga viðhalds og endurbóta á flughlöðum og akstursbrautum á Keflavíkur- flugvelli hófust í fyrra. Morgunblaðið/Eggert Framkvæma fyrir NATO Umsvif Framkvæmdirnar eru nú í fullum gangi enda umfangsmiklar og skammur tími til stefnu. Malbikið brotið Þessi kröftuga sög sagaði búta úr malbikinu, en þarna á að leggja grunn fyrir væntanlega þvottastöð fyrir flugvélar á varnarsvæðinu.  Framkvæmdir í fullum gangi  Lýkur næsta vor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.