Morgunblaðið - 25.06.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 25.06.2020, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Íbúar sameiginlegs sveitarfélags á Austurlandi greiða atkvæði um til- lögur að nafni á sveitarfélagið um helgina, samhliða forsetakosning- unum. Þeir sem ekki verða heima á kjördag geta tekið þátt í nafnavalinu með því að mæta á skrifstofur sveit- arfélaganna fjögurra og hafa all- margir nýtt sér þann möguleika, að sögn Björns Ingimarssonar, bæjar- stjóra á Fljótsdalshéraði. Íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðis- fjarðarkaupstaðar, Djúpavogs- hrepps og Borgarfjarðarhrepps hafa samþykkt að sameina sveitarfélögin og munu þau ganga í eina sæng í haust, í kjölfar kosninga til nýrrar sveitarstjórnar 19. september. Fjöldi tillagna um nafn á hið nýja sveitarfélag barst í nafnasamkeppni. Ákveðið var að gefa íbúunum kost á að velja á milli sex nafna í leiðbein- andi kosningu. Þau eru Austurþing, Austurþinghá, Drekabyggð, Múla- byggð, Múlaþing og Múlaþinghá. Hægt er að velja fyrsta og annan valkost. Yngri íbúarnir fá að taka þátt því aldurstakmark er 16 ár. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Krossgötur Margar leiðir liggja um Egilsstaði. Þess vegna byggðist þorp. Íbúar velja á milli sex tillagna að nafni Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Mikil óánægja ríkir á Þórshöfn og nágrannabyggðarlögum vegna þeirrar ákvörðunar Frumherja að hætta bifeiðaskoðun í Langanes- byggð. Frumherji var með sam- starfssamning við verkstæðið Mótorhaus á Þórshöfn en sagði þeim samningi upp í janúar. Nú blasir það við íbúum byggðarlags- ins að þurfa að aka í næstu byggðarlög með bifreiðar og tæki til skoð- unar. Byggðaráð Langanesbyggð- ar hefur í tví- gang ályktað um þessa ákvörðun Frumherja en gefur lítið fyrir útskýringar fyrirtækisins. Jafnframt minnir byggðaráð á skyldur ríkisvaldsins um lögbundna skoðun bifreiða eins og sjá má á seinni ályktun byggðaráðs: Þjónustuskerðing þvert á byggðastefnu stjórnvalda „Um er ræða lögbundna skoðun bifreiða, sem allar bifreiðar verða að undirgangast. Frumherji er með samning við ríkið um þessa skoðun og fyrirtækið var einka- vætt á þeim forsendum að það sinnti þessari þjónustu við íbúa. Kostnaður bifreiðaeigenda við akstur til Vopnafjarðar eða Húsa- víkur á opnunartíma Frumherja er talsverður, sérstaklega fyrir at- vinnubíla sem jafnvel þurfa að fara fleiri ferðir vegna tengivagna og annars búnaðar. Til viðbótar kemur að bifreiðaeigendur þurfa flestir að taka sér frí úr vinnu heilan dag til að komast með bif- reiðar sínar til skoðunar,“ segir m.a. í ályktun byggðaráðs. Þar er bent á að Frumherji hafi verið með aðstöðu á svæðinu til skoðunar bifreiða, það hafi gengið vel og því hafnar ráðið þeim full- yrðingum Frumherja að um „fá- brotnar“ aðstæður sé að ræða. Mun ekki færa ökutæki til skoðunar á næstu stöð „Rauntilgangur Frumherja virðist því fyrst og fremst vera að draga úr þjónustu við bifreiðaeig- endur til að lækka eigin rekstr- arkostnað. Einnig vill byggðaráð benda á að það sé gagnstætt byggðastefnu stjórnavalda að skerða þjónustu ríkisins í hinum dreifðari byggðalögum landsins eins og Frumherji gerir með þess- ari ákvörðun sinni,“ segir enn fremur í ályktun byggðaráðs, sem krefst þess að Frumherji og ríkis- valdið tryggi að skoðun bifreiða verði áfram á Þórshöfn og öðrum nærliggjandi byggðarlögum eins og verið hefur. Eigandi vertakafyrirtækis á Þórshöfn var mjög ósáttur við þessa stóru þjónustuskerðingu á svæðinu: „Það kostar fyrirtæki mitt um tvær milljónir að fara burt með öll mín tæki til skoð- unar, fyrir utan skoðunargjaldið, en ríkið hagnast á þessu fyrir- komulagi gegnum olíugjaldið sem við greiðum. Þetta er bæði ólíð- andi og óboðlegt,“ sagði hann og hyggst ekki færa sín ökutæki til skoðunar, nema hann eigi leið um svæði með skoðunarstöð af öðrum ástæðum. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, harmar þessa þjónustuskerðingu og hefur hann fengið mikil viðbrögð frá íbúum byggðarlagsins vegna málsins, hann segir fólk afar óánægt og margir hafa lýst því yfir að þeir muni framvegis sniðganga þjón- ustustöðvar Frumherja. Bifreiðaskoðun hætt í Langanesbyggð  Mikil óánægja meðal íbúa með ákvörðun Frumherja  Þurfa nú að aka langar leiðir með bíl í skoðun  Byggðaráð hefur bókað mótmæli í tvígang  Minna ríkisvaldið á þjónustuskyldur sínar Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórhöfn Bifreiðaskoðun hefur verið hætt í Langanesbyggð og mikil óánægja ríkjandi meðal íbúa. Byggðaráð hefur í tvígang bókað athugasemdir. Jónas Egilsson Ákvörðun stjórnenda Frumherja að hætta að senda skoðunarmann frá Húsavík nokkrum sinnum ári til að skoða ökutæki á Kópaskeri, Þórshöfn og Vopnafirði tengist endurskoðun á kerfi fyrirtækisins. Það hefur skoð- að á 35-40 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en tilkoma fleiri fyrirtækja á þessum samkeppnismarkaði og harðari samkeppni knýr fyrirtækið til endurskoðunar, að sögn Orra Hlöðverssonar fram- kvæmdastjóra. Hann segir að skoðað hafi verið við frumstæðar aðstæður á þessum stöðum og stöðinni á Húsavík lokað á meðan. Flóknari bílar kalli á betri tækjabúnað til skoðunar. Í staðinn fyrir að skoðunarmaður hættir að fara til Kópaskers og Þórshafnar verður þjónustan á Húsvík efld og einnig verður þjónusta á Vopnafirði. Þá er til athugunar að láta færanlegan skoðunarbíl koma við á Þórshöfn og Kópaskeri á sumarrúnti hans. Orri segir skiljanlegt að fólk vilji hafa þessa þjónustu í heimabyggð en bendir á að samgöngur á þessu svæði hafi batnað. Nefnir að 69 kílómetrar séu frá Þórshöfn til Vopnafjarðar. Skoðað við betri aðstæður FRUMHERJI ENDURSKOÐAR STÖÐVAKERFI SITT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.