Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 34

Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 34
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Verð á vörum og þjónustu áÍslandi er á nær öllumsviðum yfir meðaltali verð-lags í löndum Evrópusam- bandsins. Eina undantekningin er á sviði net- og farsímaþjónustu. Þetta kemur fram í nýbirtri samantekt á vef Hagstofu Evrópu (Eurostat). Miðað er við upplýsingar frá síðasta ári. Fram kemur að matarverð hér á landi er 41,3 prósentum hærra en að meðaltali í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins sem eru 27 (EU27). Áfengi og tóbak er 112,5 prósentum hærra en í EU27. Fatnaður og skór eru 38,5 prósent hærri. Húsnæðis- kostnaður er 50,2 prósentum hærri. Húsgögn og gólfefni eru 14,6 pró- sentum dýrari. Kostnaður við einka- bíla er 21,4 prósentum hærri. Al- menningssamgöngur eru 44,7 prósentum hærri. Líkamsrækt og aðgangur að söfnum eru 57,8 pró- sentum hærri. Hótel- og veitinga- þjónusta er 76,4 prósentum hærri. Og þá er það undantekningin frá reglunni: Fjarskipti, en þar er eink- um átt við net- og farsímaþjónustu, eru 0,5 prósentum lægri en að með- altali í löndum Evrópusambandsins. Sannarlega tilefni fyrir íslenska neytendur til að hrópa húrra fyrir því! Fyrir ári birti Morgunblaðið sams konar upplýsingar frá Eurostat. Þær voru miðaðar við árið 2018 og leiddu í ljós að verðlag hér á landi var 56 pró- sentum hærra en meðaltalið í ríkjum ESB. Næstu lönd á eftir Íslandi í upptalningu Eurostat voru Sviss, 52 prósent, Noregur 48 prósent, Dan- mörk 38 prósent og Írland 27 pró- sent, en öll Norðurlöndin eru meðal tíu efstu. Verðlag hér var þá hærra en ESB-meðaltal í öllum flokkum. Margvíslegar skýringar Ekkert er fjallað um ástæður fyrir hinu mismunandi verðlagi í lönd- unum á vef Eurostat. Hár flutnings- kostnaður hingað „norður á hjara veraldar“ eins og það er stundum orðað, er oft nefndur í umræðum um þessi mál hér á landi. Eftir umfjöllun Morgunblaðsins í fyrra leitaði RÚV skýringa á mis- muninum hjá Henný Hinz, hagfræð- ingi hjá Alþýðusambandi Íslands. Hún sagði að samhengi væri á milli verðlags og lífskjara í svona saman- burði – það haldist í hendur að lífs- kjör séu góð og verðlag sé hátt. Óskastaðan væri því að verðlag væri sanngjarnt en ekki lágt. Hún benti einnig á að Ísland væri fámennt sam- félag og þar af leiðandi takmarkaðri samkeppni hérlendis en á stærri mörkuðum. Þá sagði hún að opinber verndarstefna í landbúnaði, svo sem verndartollar, hefði áhrif á verð á matvöru. Slíkt tíðkist hér á landi, en einnig til dæmis í Sviss og Noregi, en þau ríki skipa einnig efstu sætin á listanum. Því þurfi að tryggja að samkeppni á mörkuðum sé virk og eftirlit með henni gott. Einnig þurfi að tryggja neytendavernd. Í því sam- hengi gætum við í mörgum tilvikum gert betur. Í Morgunblaðinu var haft eftir Bjarka Karlssyni, formanni Neyt- endasamtakanna, að gera þyrfti tvo fyrirvara þegar um verðlag ræddi. Til að mynda þurfi að setja þetta í samhengi við laun, en Íslendingar væru með einna hæstu meðallaunin í Evrópu. Auk þess væri verðbólga lykilatriði í þessu samhengi. Væri henni ekki haldið í skefjum yrði mis- ræmi milli launa og verðlags. Verðlag hér vel yfir meðaltali innan ESB Verðlag á Íslandi í samanburði við ESB- og EES-lönd Fatnaður 35% dýrari Matvörur 41% dýrari Alm.samgöngur 45% dýrari Húsnæði 50% dýrara Áfengi og tóbak 113% dýrara Fjarskipti Einkabílar Fatnaður og skór Matvörur Almennings- samgöngur Húsnæðis- kostnaður Hótel og veitingastaðir Áfengi og tóbak #1. Grikkland #2. Spánn #3. Belgía #1. Danmörk #2. Noregur #3. Ísland #1. Ísland #2. Danmörk #3. Noregur #1. Sviss #2. Noregur #3. Ísland #1. Noregur #2. Holland #3. Ísland #1. Sviss #2. Írland #3. Bretland #1. Ísland #2. Noregur #3. Sviss #1. Noregur #2. Ísland #3. Írland AB 31108 5 HLEMMUR +21% -0,5% +39% +41% +45% +50% +76% +113% #18 #3 #1 #3 #3 #7 #1 #2 Dýrustu löndin: Fjarskipti, sími og internet 0,5% ódýrari en meðaltal Heimild: Eurostat 34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ása Jóhann-esdóttir,fram- kvæmdastjóri Stoðar, sem er fyrirtæki á heil- brigðissviði og býður upp á fjölbreytta þjón- ustu og stoð- og hjálpartæki, var í viðtali við Viðskiptamogg- ann í gær. Þar var hún spurð út í kosti og galla við rekstrar- umhverfið og gaf svar sem full ástæða er til að vekja athygli á: „Útgjöld til heilbrigðis- þjónustu fara stigvaxandi á Ís- landi. Mikilvægi þjónustunnar er öllum ljóst. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er mikill út- gjaldaauki fyrirsjáanlegur. Ekki viljum við auka skatta og ekki viljum við útgjaldaaukn- ingu á einstaklinga svo það verður að hagræða í heil- brigðiskerfinu án þess þó að fórna gæðum. Þetta er verk- efnið fram undan og það verð- um við að gera í sameiningu. Nýta okkur tæknina og finna lausnir. Það sé ég sem kost rekstrarumhverfisins að vegna fæðar okkar verðum við í sam- einingu að finna lausn. Á móti kemur að það óöryggi fylgir að þurfa að reiða sig á samninga Sjúkratrygginga Íslands sem hafa valdið til að velja og hafna. Ef til vill væri meira réttlæti fólgið í því að fjármagn fylgdi einstaklingnum og hann hefði frelsi til að velja. Skjólstæð- ingurinn er aðal- atriðið og fjár- magnið þarf að þjóna honum.“ Útgjöld til heil- brigðismála hafa hækkað mikið á liðnum árum, ólíkt því sem stundum mætti ætla af um- ræðunni. Engu að síður er veruleg þörf sögð fyrir aukið fé til málaflokksins. Þá er ekki vafi að þörfin fyrir þjónustuna mun aukast áfram með hækk- andi aldri, eins og Ása bendir á. Sú „lausn“ sem oftast er bent á og sú leið sem jafnan er valin er að verja meira fé til málaflokksins. Sú leið er raun- ar ekki bara farin til að leysa vanda heilbrigðiskerfisins heldur einnig ýmissa annarra málaflokka þegar hægt væri að hugsa mál upp á nýtt og finna leiðir til að veita jafn góða eða betri þjónustu fyrir minna fé. Á Íslandi eru skattar háir og það er hárrétt ábending hjá Ásu að Íslendingar vilja ekki hærri skatta. Þess vegna verða þeir sem fara með stjórn heil- brigðismála að breyta afstöðu sinni til þess hvernig skattfé er varið. Ef einkaaðilar geta boðið hagkvæmari lausnir en hið opinbera, og sú er iðulega raunin, þá á að nýta þau tæki- færi sem í því felast og byggja kerfið upp á þann hátt að þetta sé mögulegt á sem flestum sviðum. Fordómar í garð einkarekstrar á heilbrigðissviði verða að víkja } Einkaframtakið þarf að fá að njóta sín víðar Góð hefð er aðljúka þingi að vori með „eldhús- degi“. Sumum þyk- ir að glansinn sé farinn af þeim degi. Þannig segir Styrmir Gunnars- son í gær að „eldhúsdags- umræður á Alþingi virðast verða stöðugt innihaldslausari. Þetta er tilfinning, sem hefur orðið æ sterkari seinni árin. Stundum er ástæðan sú, að það er um lítið að tala. Það á þó ekki við nú. Við stöndum sem þjóð frammi fyrir risavaxnari verkefnum í rekstri þjóðarbús- ins en í langan tíma. Hvað getur valdið því, að sá veruleiki endurspeglaðist ekki í umræðunum á Alþingi í gær- kvöldi? Er tilhneigingin til að halda aftur af þingmönnum hjá forystusveitum flokkanna að ágerast eða hafa þingmenn ein- faldlega ekkert að segja? Það er alvarlegt mál í lýðræðisríki, ef þingmenn þora ekki að tala af ótta við að því verði illa tekið af forystusveitum flokkanna. En kannski er það enn alvar- legra ef á Alþingi velst fólk, sem hef- ur einfaldlega eng- an áhuga á þjóð- félagsumbótum og hefur þess vegna ekkert fram að færa.“ Ein skýring þessa sem Styrmir nefnir gæti verið sú að þessar umræður eru ekki leng- ur nýnæmi. Áhugasamir hafa aðgang að umræðum í þinginu, bæði frá þingsalnum og eins frá opnum nefndarfundum. Því hefur áhorf og hlustun „eld- húss“ dregist mjög saman. Yngri menn en Styrmir muna eftir því að útvarp frá Alþingi taldist tíðindi. Stefnuræða for- sætisráðherra í upphafi og eld- húsdagur í lok kölluðu á at- hygli, Stórfjölskyldan kom saman (sumir spariklæddir!) til að hlusta. Það er liðin tíð. Fólk skynjar og að það flýtur undan valdi stjórnmálamanna. Þeir fá lögin send að utan og er bannað að breyta. Stór hluti valdsins er að auki fluttur á hæpnum forsendum til manna án ábyrgðar. Það er rétt að vægi og virðing eldhús- dags hefur minnkað. En kemur það á óvart?} Því að leggja eyru við? A lþingi hefur líklega aldrei eða a.m.k. ekki oft setið jafn lengi fram að forsetakosningum og nú. Þetta þing hefur verið óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins sem herjað hefur á heimsbyggðina og setti mark sitt á þingstörfin líkt og allt samfélagið. Undanfarið hefur á Alþingi farið fram umræða um samgöngumál þar sem í raun fjögur mál eru undir. Samgönguáætlanir til 5 og 15 ára, stofnun opinbers hlutafélags vegna samgöngu- sáttmála á höfuðborgarsvæðinu og frumvarp um samvinnuverkefni eða svokallað „public private partnership“. Einhverjir hafa pirrað sig á því að við í Mið- flokknum höfum rætt þessi mál í þaula en það höfum við ekki gert að gamni okkar heldur vegna þess að við teljum það nauðsynlegt og beinlínis skyldu okkar gagnvart skattgreiðendum þessa lands. Það er alltaf hægt að deila um forgangsröðun fram- kvæmda í samgöngumálum enda um takmarkaða fjár- muni að ræða sem veittir eru til þess málaflokks. Fram kemur í gögnum með samgönguáætlununum að fram- kvæmdaþörfin í vegakerfinu sé metin á fjögur hundruð milljarða króna og þá er ekki talinn með sá kostnaður sem verður til á tíma áætlananna. Á sama tíma og þetta liggur fyrir ætlar meirihluti Al- þingis að skuldbinda ríkissjóð til að greiða a.m.k. eitt hundrað og fimm milljarða króna í verkefni tengd sk. samgöngusáttmála. Það sem við höfum gagnrýnt sérstaklega er að ekki liggja fyrir upplýsingar um meðferð ýmissa mála tengdra sáttmálanum og opinbera hlutafélaginu. Meðal þess sem ekki hefur legið fyrir er endanlegur kostnaður, hvernig ábyrgð á framúrkeyrslu verður dreift, að sveitarfélögin tryggi skipulagslegan framgang annarra verkefna, hvernig skipting eigna verður eftir framkvæmdir, hvernig rekstrakostnaður skiptist o.fl. Það er algerlega ótrúlegt að ríkis- stjórnarflokkarnir skuli telja það eðlilegt að fara í slíkan leiðangur með svo margt óljóst. það er í raun óábyrgt að ætla að skilja það eft- ir sem seinni tíma mál að taka á svo stórum málum. Það er óábyrgt því þegar illa fer, ég segi þegar illa fer því þetta verkefni mun fara langt fram úr áætlunum, verður reikning- urinn sendur skattgreiðendum. Þeir fjár- munir sem þá þarf að setja í þetta óljósa verk- efni verða ekki nýttir í annað s.s. aðrar samgönguframkvæmdir, byggingu hjúkrunarheimila, efl- ingu löggæslu eða annað sem útgjöld ríkissjóðs fara í. Þessa forgangsröðun þurfa þingmenn stjórnarflokk- anna að skýra og taka ábyrgð á. Þegar þetta er ritað standa yfir samningar um þinglok. Í þeim viðræðum ger- um við Miðflokksmenn kröfu um að hlutverk og skyldur ríkissjóð verði skýrðar áður en málið verður endanlega afgreitt. Alþingi getur ekki afgreitt frá sér málið án þess að skyldur ríkissjóðs séu skýrðar, slíkt væri ábyrgðar- laust. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Samgöngumál rædd í þaula Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varafor- maður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.