Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Marta María mm@mbl.is Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, vann að endurgerð stóls Helga Hallgrímssonar ásamt eiganda stólsins, Kristjáni Garðarssyni arkitekt, og Ivan Hansen hjá House of Finn Juhl. „Helgi Hallgrímsson var einn virtasti húsgagnaarkitekt tuttug- ustu aldar en nafn hans er þó ekki á allra vörum, þar sem maðurinn var með eindæmum hógvær. Það er okkur sönn ánægja að kynna hans fallegu hönnun fyrir nýrri kynslóð Íslendinga,“ segir Eyjólf- ur himinlifandi. Helgi útskrifaðist úr Listiðn- aðarskólanum í Kaupmannahöfn árið 1938 og var þar í vinfengi við marga þekktustu hönnuði hinnar dönsku hönnunarbylgju og taldi hann meðal annars Hans Wenger og Börge Mogensen til góðra vina sinna. „Pabbi starfaði sem húsgagna- arkitekt alla tíð og kenndi jafn- framt fjölmörgum verðandi arki- tektum og hönnuðum við Iðnskólann í Reykjavík. Verk hans vöktu mikla athygli en hann hann- aði meðal annars innréttingar fyr- ir útibú Landsbankans á Selfossi og fleiri,“ segir Rut Helgadóttir sem margir þekkja sem fyrrver- andi ritstjóra Gestgjafans en hún er dóttir Helga. Hún bendir á að eitt þekktasta verk Helga, forláta ruggustóll, er til sýnis á Hönn- unarsafni Íslands. Hún lýsir föður sínum sem einstökum „séntil- manni“ og heimsborgara, sem var svolítið sérstakt fyrir mann sem var alinn upp af fátæku fólki í barnamergð á Patreksfirði. 18 ára MR-ingur keypti stólinn árið 1960 Stóllinn sem nú er endurgerður er í eigu Kristjáns Garðarssonar arkitekts, sem fékk hann að gjöf frá föður sínum. Kristján er ann- álaður smekkmaður og hefur notið mikillar velgengni í starfi sínu en hann var einn af þeim sem hönn- uðu Veröld - hús Vigdísar. „Árið 1960 sýndi Helgi Hall- grímsson þennan forláta armstól og fótskemil á sýningu Félags húsgagna- og innanhússarkitekta. Faðir minn, Garðar Gíslason, sem var þá ungur maður í Mennta- skólanum í Reykjavík, fór á sýn- inguna og rak strax augun í stól- inn góða. Hann hafði ekki getu til að kaupa hann en var svo heppinn að móðir hans, sem var með í för, ákvað að kaupa stólinn og gefa honum og síðan hefur hann verið stöðugri notkun í fjölskyldunni í 60 ár,“ segir Kristján. Það næsta sem gerist er að Kristján Garðarsson og Eyjólfur Pálsson taka samtal og í fram- haldinu ákváðu þeir að endurgera hinn fallega stól. Eyjólfur hafði svo milligöngu um samstarf við House of Finn Juhl, en þar á bæ heilluðust menn af þessum fallega grip. „Það er okkur sönn ánæga að varpa ljósi á Helga Hallgrímsson og við vonum að hann fái þann sess í hönnunarsögunni sem hann á skilið, bæði á Íslandi og í hinu víðara samhengi,“ segir Eyjólfur. Morgunblaðið/Eggert Eyjólfur Pálsson Rut Helgadóttir Morgunblaðið/Ernir Hógvær Helgi Hallgrímsson hann- aði afar falleg húsgögn. Stóll Helga Hallgrímssonar endurgerður af Finn Juhl Stóll Helga Hallgrímssonar var frumsýndur á Hönn- unarMars í gær. Það er danska húsgagnafyrirtækið House of Finn Juhl sem framleiðir stólinn. Vandaður Hér má sjá stól Helga Hallgrímssonar sem búið er að endurgera. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.