Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 44

Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Sérvaldar steikur á grillið, Úrvals hamborgarar með brauði, Krydd, sósur og ýmsar grillvörur Byrjað er á því að smella í brún- kökubotninn, ég ákvað að nota Ghirardelli-brúnkökumixið sem fæst í Costco en mér finnst það stórgott. Að sjálfsögðu er hægt að gera brúnkökubotninn frá grunni líka. Skyrkakan sjálf er ótrúlega einföld að gera, maður einfaldlega stífþeytir rjómann, blandar skyrinu saman við og lakkrísnum. Lakkrís-skyrkaka með brúnkökubotni Brúnkökumix 200 g súkkulaði- og lakkrísskyr frá Örnu Mjólkurvörum 300 g rjómi 3 msk. flórsykur 2 matarlímsblöð 200 g lakkrískurl 50 g súkkulaði Fersk brómber Útbúið brúnkökubotninn sam- kvæmt leiðbeiningum, bakið í u.þ.b. 23 cm hringformi. Kælið botninn vel í ísskáp. Leggið mat- arlímsblöðin i kalt vatn. Stífþeytið rjómann. Hrærið skyrið varlega saman við rjómann með sleikju og sigtið flórsykurinn út í, hrærið varlega saman. Setjið 100 g af lakkrískurlinu út í rjómablönduna og blandið sam- an. Takið matarlímið upp úr vatninu og kreistið mesta vatnið af. Bræð- ið matarlímið yfir vatnsbaði (setjið vatn í pott og sjóðið, setjið aðra skál ofan á pottinn og bræðið mat- arlímið þannig). Blandið matarlím- inu hratt saman við rjómablönd- una og setjið á brúnkökubotninn, geymið í ísskáp í u.þ.b. 30 mín. Skreytið kökuna með restinni af lakkrískurlinu, skerið súkkulaði með flysjara yfir kökuna og raðið brómberjunum á kökuna. Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í Lakkrískaka highlights. Lakkrís-skyr- kaka með brúnkökubotni „Lakkrís-skyrkaka með brúnkökubotni er alveg stórkostlega góð kaka,“ segir Linda Ben um þessa köku, sem hún segir að sé bæði einföld og fljótleg. „Frá því að ég smakkaði nýja lakkrís- og súkku- laðiskyrið frá Örnu hefur mig dreymt um að nota það í skyrköku. Þessi kaka er allt sem mig dreymdi um og gott betur en það. Þetta er ein af þessum kökum þar sem það er eiginlega ekki hægt að leggja gaffalinn frá sér. Unaðsleg Hvað hljómar betur en skyrkaka með brúnkökubotni? Ljósmynd/Linda Ben Í útilegu er alveg tilvalið að hafa grillaða sykurpúða með og sprauturjóma. „Ef þið gerið kakóið heima mæli ég með að hafa ekta þeyttan rjóma og súkkulaðispæni. Þar sem dósamjólkin er dísæt þarf ekki að bæta við sykri þótt maður noti bökunarkakó en mér finnst Cadbury- kakóið henta best í þennan drykk, enda allt súkkulaði frá þeim með því betra sem ég hef smakkað. Hér er ekkert vesen á ferðinni, bara henda dósamjólk í pott á prímusinn og bæta vatni og kakó saman við. Grilla nokkra syk- urpúða og málið dautt, segir María. Ofureinfalt útilegukakó 1x 305 ml niðursoðin dósamjólk (condensed milk) vatn 5 msk. Cadbury-bökunarkakó Sykurpúðar sprauturjómi eða venjulegur þeyttur rjómi Súkkulaðispænir (má sleppa) Hellið dósamjólkinni í pott. Fyllið svo dósina af mjólkinni 2 x af vatni og hellið saman við. Bætið svo 5 msk. af kakó út í og hrærið vel. Grillið sykurpúða. Þegar kakóið er byrjað að sjóða hellið því þá í bolla og toppið með sykurpúðum og rjóma. Ofureinfalt útilegukakó Hér gefur að líta afar einfalt kakó sem hentar vel í útileguna í sumar. Það má samt líka vel gera bara heima fyrir góðar stundir, segir María Gomes á Paz.is um þessa kakóuppskrift. Ljósmynd/María Gomez Spennandi Kakóuppskrift þar sem kveður við nýjan tón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.