Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 60

Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerru- smíða 2012 2019 60 ára Sigrún er Reykvíkingur, ólst upp í Vogunum og Bú- staðahverfinu en býr í Breiðholti. Hún er ís- lenskufræðingur, framhaldsskólakenn- ari og ljósmyndari. Sigrún er Íslandsmeistari í brids í tví- menningi kvenna. Maki: Eggert Ólafsson, f. 1952, rekstrar- stjóri hjá Reykjavíkurborg. Börn: Signý, f. 1982, Unnur Ósk, f. 1989, Þorbjörg Ósk, f. 1991. Stjúpdætur eru Eva Björk, f. 1973, og Elísabet, f. 1979. Barnabörnin eru 12. Foreldrar: Þorvarður Björn Jónsson, f. 1928, d. 2013, framkvæmdastjóri hjá Pósti og síma, og Unnur Ósk Jónsdóttir, f. 1928, d. 2015, húsmóðir. Sigrún Þorvarðsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú skiptir það sköpum að fara gætilega í fjármálunum og velta hverri krónu. Opnaðu augun því þá fyrst fara hjól- in að snúast þér í hag og þú átt það svo skilið. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhvern veginn hefur það þróast þannig að þú ert með puttann í næstum hverju sem er á þínum vinnustað. Leggðu þig heldur fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að losa aðeins um bönd- in á sjálfum þér og sletta úr klaufunum. Reyndar langar hana að breyta fjölmörgu frá og með deginum í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Undanfarið finnst þér að samskipti þín og ástvinanna mættu vera betri. Láttu aðra vita af fyrirætlunum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinir og samstarfsmenn leita svara hjá þér við margs konar vandamálum. Gefðu þeim tíma til að sanna sig því án samkomulags verður ykkur ekkert að verki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað óvænt og snúið gæti komið upp í samræðum við fólk á förnum vegi, maka eða nána vini í dag. En sá sem sparar ekki fyrirhöfnina mun græða best. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fjármálin eru þér ofarlega í huga og þú kemur auga á nýja möguleika til fjáröflunar. Farðu gætilega svo það komi þér ekki í koll síðar meir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu þér ekki bregða, þótt til þín verði leitað um handtök sem heyra nú ekki beint til þíns lifibrauðs. Ekki hræðast að þú vitir ekki hvað skuli gera næst. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að taka þér tak og freista þess að gera sjálfan þig að betri manni. Sýndu samt fyrirhyggju. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er mikið að gerast í fé- lagslífinu. Enginn er fullkominn og heim- urinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að bíða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver hefur mikla þörf fyrir að gera allt til að gleðja þig. Spurðu bara réttu spurninganna. Gerðu þér dagamun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir þurft að ganga þvert á vilja hóps sem þú átt dagleg samskipti við. Vertu rólegur þegar þú tekst á við aðra sem eiga hlut að máli. kúlur og allar kölluðu þær eftir ís- lenskri vöru. Það var því oft mikið að gera og álag á framleiðslunni mikið.“ Eftir fimm ár hjá Glófa fór Birgitta í MBA-nám hjá Háskól- anum í Reykjavík og kláraði það 2017. Þau hjónin stofnuðu árið 2012 Reiðhjólaverzlunina Berlin og ráku í sex ár þar til reksturinn var seldur í lok árs 2018. „Þessi verslun var mjög frábrugðin þeim reiðhjóla- verslunum sem fyrir voru og bauð upp á klassísk götuhjól ásamt vönd- uðum fylgihlutum. Einnig var boðið upp á t.d. tweed-fatnað, leðurhanska og regnslár þannig að hægt væri að ferðast með glæsileika hvert sem fara þurfti innanbæjar. Áhersla var lögð á að fólk gæti notað hjólið til vinnu, kaffihúsið eða jafnvel í leik- húsið.“ Stóðu þau hjónin einnig fyrir ýms- um uppákomum í tengslum við reið- hjólin. Til dæmis kynntu þau hinn alþjóðlega Tweed Ride viðburð til landsins og settu hann upp bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hún skipulagði líka góðgerðaviðburðinn „Hjólum bæinn rauðan“. Þar kom saman hópur af konum sem allar voru klæddar rauðu og hjóluðu um Stuttu eftir efnahagshrunið fór Birgitta úr heilbrigðisgeiranum og tók við sem sölu- og markaðsstjóri á prjónafyrirtækinu Glófi ehf. „Þetta var áhugaverður tími, þjóðfélagið leitaði mikið inn á við í menningar- arfinn. Margir fóru að prjóna aftur og íslenskt handverk komst í tísku. Ferðamannaiðnaðurinn var líka að byrja að rúlla og ferðamannaversl- anir skutu upp kollinum eins og gor- B irgitta Guðrún Schepsky Ásgrímsdóttir er fædd 25. júní 1970 á Land- spítalanum í Reykjavík og ólst upp í Laugar- neshverfinu, fyrst á Laugarnesvegi en síðar á Brekkulæk. „Öll sumur fram að fermingaraldri var ég í sveit hjá ömmu og afa mínum á Hryggj- um í Mýrdal. Ég dvaldi einnig í nokkur skipti í Hjaltadalnum hjá föðurforeldrum mínum í Hlíð.“ Birgitta var bæði í Laugarnes- og Laugarlækjarskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991. Birgitta flutti til Freiburg í Þýskaland eftir stúdentinn og eftir einn vetur í þýskunámi þar flutti hún til Kaiserlautern og hóf líf- fræðinám. Kláraði þaðan B.Sc gráðuna 1995 og M.Sc. gráðuna 1998 við Heinrich-Heine-Universität í Düsseldorf. „Lokaverkefnið kláraði ég við Há- skólann í Kiel, en þangað flutti ég til eiginmanns míns, Alexanders. Honum kynntist ég í náminu í Kais- erslautern. Ég bjó í rúmlega sex ár í Þýskalandi og í kjölfarið að kynnast þar eiginmanni mínum, eignaðist ég þar tengdafjölskyldu mína ásamt stórum vinahóp. Tengingin við Þýskaland er því mjög sterk og við pössum upp á að fara þangað mjög reglulega. Börnin eru alin upp tví- tyngd og dvöldust oft hjá ömmu sinni og afa í Þýskalandi hluta af sumarfríinu þegar þau voru lítil.“ Fjölbreyttur starfsferill Birgitta og Alexander fluttu til Ís- lands 1998, hann byrjaði í doktors- námi við HÍ en Birgitta vann stuttan tíma við rannsóknir í lyfjaþróun en var komin í sölu- og markaðsstörf fljótlega og vann sem sölustjóri í heilbrigðisgeiranum í nokkur ár. „Á fyrstu fjóru árunum eftir að við fluttum heim eignuðumst við börn okkar þrjú og stofnuðum einnig lítið fyrirtæki á þessum tíma þar sem við fluttum inn rekstrarvörur fyrir rannsóknarstofur. Það var því oft mikið að gera á þessum árum með lítil börn, vinnu og rekstur fyrir- tækis. Reksturinn seldum við svo til Hátækni sjö árum síðar.“ Miðborgina. Öll miðasala á þennan viðburð rann til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Birgitta vinnur núna hjá sprota- fyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuti- cals sem er lyfjaþróunarfyrirtæki og vinnur að rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu. Frumlyf fyrirtækisins er nú á leið inn í klín- ískar rannsóknir. Birgitta hefur starfað þó nokkuð við félagsmál. Hún sat í stjórnum foreldrafélaga í skólum og íþrótta- félögum, var í fyrstu stjórn Auðar í krafti kvenna og var formaður ný- sköpunarnefndar hjá FKA. Einnig hefur hún setið í stjórnum hverfa- samtaka og í deild Miðbæjarsamtak- anna. Áhugamál Birgittu tengjast úti- vist og framkvæmdum. „Við erum með stóran garð sem ég hef mjög gaman af að breyta og bæta. Einnig erum við með íbúðir á Norðurlandi, þangað förum við hjónin reglulega til að dytta að og gera upp enda finnst mér fátt skemmtilegra en að breyta og bæta. En annars hef ég líka gaman af allri útiveru hvort sem það er fjallganga, skíði eða garð- vinna. Útihlaup eru svo fullkomin til að hreinsa hugann og/eða hlusta á góða hljóðbók. Núna eftir að börnin eru orðin svona fullorðin gefst líka meiri tími til að sinna gæluverk- efnum. Ég er til dæmis að breyta gömlum upphlut frá ömmu minni og dunda mér við að skrifa bók fyrir börnin með tengingu í menningar- arfinn enda hef ég mikinn áhuga á öllu sem að honum lítur og tel mikil- vægt að haldið sé vel utan um hann. Afmælisdaginn sjálfan nota ég til að eiga ljúfa stund með eiginmanni og börnum en svo ætlum við hjónin að halda saman upp á 50 ára afmæl- in okkar í ágúst og eigum þá von á ættingjum og vinum frá Þýska- landi.“ Fjölskylda Eiginmaður Birgittu er Alexand- er Schepsky, f. 28.9. 1970, doktor í sameindalíffræði. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Alexanders: Hjónin Helga Schepsky, 17.4. 1946, vann hjá Deutsche Post, búsett í Birgitta G. S. Ásgrímsdóttir markaðsstjóri – 50 ára Ljósmyndari/Ólafur Þórisson Fjölskyldan Stödd á ættarmóti síðastliðið sumar rétt hjá Hryggjum í Mýrdal þar sem Birgitta var í sveit hjá afa sínum og ömmu. Kominn tími fyrir gæluverkefnin Afmælisbarnið Birgitta. 30 ára Margrét er Reykvíkingur en býr í Hafnarfirði. Hún er með BS í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er ráð- gjafi á legudeild Barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans. Maki: Jónas Orri Jónasson, f. 1987, verk- efnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Systkini: Gunnar Freyr, Helga María, Sigurður Narfi og Rut. Foreldrar: Rúnar Gunnarsson, f. 1944, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður og fv. dagskrárstjóri hjá RÚV, og Hildur Jónsdóttir, f. 1953, vann síðast í fyrir- tækjaþjónustu hjá Íslandspósti. Þau eru búsett í Reykjavík. Margrét Rúnarsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Elmar Breki Hafdal Kristinsson fæddist 1. júlí 2019. Hann vó 3.388 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Kristinn Sveinn Páls- son og Fjóla Rún Hafdal Jónsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.